Flugmálayfirvöld (FAA) segja bilunina ná til alls kerfisins, það er að segja alls landsins en samkvæmt American Air hefur uppákoman áhrif á allt flug hjá öllum flugfélögum.
Forsvarsmenn Austin-Bergstrom International Airport í Texas staðfestu í tísti að allt flug hefði verið kyrrsett á vellinum og á öðrum flugvöllum í Bandaríkjunum. Farþegar ættu að búa sig undir tafir.
LaGuardia hefur einnig tíst viðvörun til farþega.
Air traffic control issues nationwide may affect LGA Airport flights. Contact your airline for flight status.
— LaGuardia Airport (@LGAairport) January 11, 2023
Samkvæmt umfjöllun Guardian er nú unnið að því að laga kerfisbilunina en ekkert sé vitað um það hvenær ferðalangar gætu búist við því að kerfið yrði komið í lag.
Uppfært kl. 14:13
Nú um klukkan tvö hefur bann á flugferðum til, frá og innan Bandaríkjanna verið aflétt. Þetta kemur fram á vef BBC. Meira en 2.500 flugum var á endanum seinkað. Bilunin hefur ekki enn haft nein áhrif á áætlunarflug íslenskra flugfélaga.
Samkvæmt tilkynningu frá Joe Biden, Bandaríkjaforseta var ekki um tölvuárás að ræða en lítið annað virðist vitað um ástæðu bilunarinnar. Hún mundi vonandi liggja fyrir á næstu klukkutímunum.