Jennifer Coolidge fór yfir erfiðan ferilinn í tilfinningaþrunginni sigurræðu Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 11. janúar 2023 12:00 Jennifer Coolidge var í skýjunum yfir Golden Globe verðlaununum sínum. Matt Winkelmeyer/FilmMagic Leikkonan Jennifer Coolidge hlaut sín fyrstu Golden Globe verðlaun í gær þegar hátíðin var haldin í átttugasta skipti. Hún hefur með sanni slegið í gegn sem Tanya McQuoid í vinsælu þáttunum The White Lotus en hún hlaut einnig tilnefningu á hátíðinni í fyrra. Nýtt upphaf Jennifer Coolidge á að baki sér langan feril í leiklistinni og hefur farið með fjölmörg aukahlutverk í kvikmyndum á borð við A Cinderella Story, American Pie og Legally Blonde. Ferill hennar hefur náð nýjum hæðum í kjölfar White Lotus þáttanna, en hún hefur leikið í þeim tveimur seríum sem komnar eru út. Síðastliðinn september hlaut Coolidge einnig Emmy verðlaun fyrir hlutverk sitt sem Tanya. The White Lotus hreppti einnig Golden Globe styttu í flokknum Best Miniseries or Television Film. Í ræðu sinni þakkaði Coolidge sérstaklega leikstjóranum, framleiðandanum og höfundinum Mike White, sem hún segir hafa breytt lífi sínu með þáttunum. Jennifer Coolidge delivers an epic #GoldenGlobes acceptance speech that makes #TheWhiteLotus creator Mike White cry. https://t.co/m069JEKekW pic.twitter.com/WBWx9H6BCj— Variety (@Variety) January 11, 2023 Alls konar lítil hlutverk Út frá tilfinningaþrunginni ræðu Coolidge, sem hún hlaut standandi lófaklapp fyrir, má heyra að líf hennar í Hollywood hefur ekki verið auðvelt og það getur verið erfitt að vera með breitt bak í hörðum heimi skemmtanabransans. Hún byrjaði á að þakka Ryan Murphy sem hún sagði eina af þeim fimm manneskjum sem hélt henni gangandi í bransanum í tuttugu ár með alls konar litlum hlutverkum. Einnig þakkaði hún Michael Patrick King og Reese Whiterspoon, kollega sínum úr Legally Blonde. „Reese þú útvegaðir mér Legally Blonde, og svo voru það Weiss bræðurnir sem héldu mér gangandi með svona fimm American Pies. Ég mjólkaði það til hins ítrasta. Ég meina, ég myndi enn þá gera með þeim sjöttu eða sjöundu myndina, hvað sem þeir vilja.“ Jennifer Coolidge fór með hlutverk Stifler's mom í American Pie myndunum. Photo by Eduardo Parra/WireImage Draumar sem deyja út Þegar Mike White nálgaðist Coolidge fyrst með White Lotus var hún efins og fannst hún ekki í nógu góðu standi fyrir verkefnið. Blessunarlega hvatti vinkona hennar hana til þess að taka hlutverkinu en Coolidge segir að með árunum hafi verið erfiðara að hafa trú á sjálfri sér. „Ég var með stóra drauma og væntingar þegar ég var yngri en það sem gerist er að þeir dvína samhliða lífinu. Ég hélt að ég yrði drottningin af Mónakó þó að einhver önnur hafi orðið það,“ sagði Coolidge hlæjandi og bætti við: „Svo eldist maður og hugsar: „Oh hvað í fjandanum mun gerast?“ Og Mike White, þú hefur gefið mér von. Þú hefur gefið mér nýtt upphaf. Þú breyttir lífi mínu á milljón mismunandi vegu.“ Coolidge nefndi sem dæmi að nágrannar hennar séu ekki leiðinlegir við hana núna. „Mér var aldrei boðið í neitt partý í hverfinu og nú eru allir að bjóða mér!“ Mike White og Jennifer Coolidge eru góðir vinir.Jeff Kravitz/FilmMagic Ræðan hafði greinilega djúpstæð áhrif á Mike White sem komst við og táraðist en Coolidge tók einnig fram að hann væri ein frábærasta manneskja í heimi. „Þú lætur fólk vilja lifa lengur - og ég vildi það ekki. Mike, ég elska þig til dauða.“ Jennifer Coolidge segir Mike White og White Lotus hafa gefið sér nýtt upphaf.Daniele Venturelli/WireImage Golden Globe-verðlaunin Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Tískan á Emmy verðlaununum: Fjólubláar pallíettur og ljósblá jakkaföt Emmy-verðlaunahátíðin fór fram í 74. skiptið í gær og skörtuðu stjörnurnar sínu fegursta á gyllta dreglinum. Hvít jakkaföt, bláir kjólar og fjólubláar dragtir fönguðu meðal annars athyglina. 13. september 2022 16:30 Golden Globes tilnefningarnar tilkynntar Rétt í þessu kom í ljós hverjir hljóta tilnefningar til Golden Globes verðlaunanna. Afhendingin fer fram þann 9. janúar en ekki verður sýnt frá hátíðinni í þetta skiptið. 13. desember 2021 15:50 Stjörnum prýtt myndband Ariönu Grande Söngkonan Ariana Grande hefur gefið út tónlistarmyndband við smellinn sinn "thank u, next“. 30. nóvember 2018 20:25 Tónlistin í Babylon þótti best Hildur Guðnadóttir var ekki meðal sigurvegara á Golden Globe verðlaunahátíðinni að þessu sinni en hún var tilnefnd fyrir tónlistina í myndinni Women Talking. Það var Justin Hurwitz sem tók verðlaunin heim, fyrir Babylon. 11. janúar 2023 06:24 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Nýtt upphaf Jennifer Coolidge á að baki sér langan feril í leiklistinni og hefur farið með fjölmörg aukahlutverk í kvikmyndum á borð við A Cinderella Story, American Pie og Legally Blonde. Ferill hennar hefur náð nýjum hæðum í kjölfar White Lotus þáttanna, en hún hefur leikið í þeim tveimur seríum sem komnar eru út. Síðastliðinn september hlaut Coolidge einnig Emmy verðlaun fyrir hlutverk sitt sem Tanya. The White Lotus hreppti einnig Golden Globe styttu í flokknum Best Miniseries or Television Film. Í ræðu sinni þakkaði Coolidge sérstaklega leikstjóranum, framleiðandanum og höfundinum Mike White, sem hún segir hafa breytt lífi sínu með þáttunum. Jennifer Coolidge delivers an epic #GoldenGlobes acceptance speech that makes #TheWhiteLotus creator Mike White cry. https://t.co/m069JEKekW pic.twitter.com/WBWx9H6BCj— Variety (@Variety) January 11, 2023 Alls konar lítil hlutverk Út frá tilfinningaþrunginni ræðu Coolidge, sem hún hlaut standandi lófaklapp fyrir, má heyra að líf hennar í Hollywood hefur ekki verið auðvelt og það getur verið erfitt að vera með breitt bak í hörðum heimi skemmtanabransans. Hún byrjaði á að þakka Ryan Murphy sem hún sagði eina af þeim fimm manneskjum sem hélt henni gangandi í bransanum í tuttugu ár með alls konar litlum hlutverkum. Einnig þakkaði hún Michael Patrick King og Reese Whiterspoon, kollega sínum úr Legally Blonde. „Reese þú útvegaðir mér Legally Blonde, og svo voru það Weiss bræðurnir sem héldu mér gangandi með svona fimm American Pies. Ég mjólkaði það til hins ítrasta. Ég meina, ég myndi enn þá gera með þeim sjöttu eða sjöundu myndina, hvað sem þeir vilja.“ Jennifer Coolidge fór með hlutverk Stifler's mom í American Pie myndunum. Photo by Eduardo Parra/WireImage Draumar sem deyja út Þegar Mike White nálgaðist Coolidge fyrst með White Lotus var hún efins og fannst hún ekki í nógu góðu standi fyrir verkefnið. Blessunarlega hvatti vinkona hennar hana til þess að taka hlutverkinu en Coolidge segir að með árunum hafi verið erfiðara að hafa trú á sjálfri sér. „Ég var með stóra drauma og væntingar þegar ég var yngri en það sem gerist er að þeir dvína samhliða lífinu. Ég hélt að ég yrði drottningin af Mónakó þó að einhver önnur hafi orðið það,“ sagði Coolidge hlæjandi og bætti við: „Svo eldist maður og hugsar: „Oh hvað í fjandanum mun gerast?“ Og Mike White, þú hefur gefið mér von. Þú hefur gefið mér nýtt upphaf. Þú breyttir lífi mínu á milljón mismunandi vegu.“ Coolidge nefndi sem dæmi að nágrannar hennar séu ekki leiðinlegir við hana núna. „Mér var aldrei boðið í neitt partý í hverfinu og nú eru allir að bjóða mér!“ Mike White og Jennifer Coolidge eru góðir vinir.Jeff Kravitz/FilmMagic Ræðan hafði greinilega djúpstæð áhrif á Mike White sem komst við og táraðist en Coolidge tók einnig fram að hann væri ein frábærasta manneskja í heimi. „Þú lætur fólk vilja lifa lengur - og ég vildi það ekki. Mike, ég elska þig til dauða.“ Jennifer Coolidge segir Mike White og White Lotus hafa gefið sér nýtt upphaf.Daniele Venturelli/WireImage
Golden Globe-verðlaunin Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Tískan á Emmy verðlaununum: Fjólubláar pallíettur og ljósblá jakkaföt Emmy-verðlaunahátíðin fór fram í 74. skiptið í gær og skörtuðu stjörnurnar sínu fegursta á gyllta dreglinum. Hvít jakkaföt, bláir kjólar og fjólubláar dragtir fönguðu meðal annars athyglina. 13. september 2022 16:30 Golden Globes tilnefningarnar tilkynntar Rétt í þessu kom í ljós hverjir hljóta tilnefningar til Golden Globes verðlaunanna. Afhendingin fer fram þann 9. janúar en ekki verður sýnt frá hátíðinni í þetta skiptið. 13. desember 2021 15:50 Stjörnum prýtt myndband Ariönu Grande Söngkonan Ariana Grande hefur gefið út tónlistarmyndband við smellinn sinn "thank u, next“. 30. nóvember 2018 20:25 Tónlistin í Babylon þótti best Hildur Guðnadóttir var ekki meðal sigurvegara á Golden Globe verðlaunahátíðinni að þessu sinni en hún var tilnefnd fyrir tónlistina í myndinni Women Talking. Það var Justin Hurwitz sem tók verðlaunin heim, fyrir Babylon. 11. janúar 2023 06:24 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Tískan á Emmy verðlaununum: Fjólubláar pallíettur og ljósblá jakkaföt Emmy-verðlaunahátíðin fór fram í 74. skiptið í gær og skörtuðu stjörnurnar sínu fegursta á gyllta dreglinum. Hvít jakkaföt, bláir kjólar og fjólubláar dragtir fönguðu meðal annars athyglina. 13. september 2022 16:30
Golden Globes tilnefningarnar tilkynntar Rétt í þessu kom í ljós hverjir hljóta tilnefningar til Golden Globes verðlaunanna. Afhendingin fer fram þann 9. janúar en ekki verður sýnt frá hátíðinni í þetta skiptið. 13. desember 2021 15:50
Stjörnum prýtt myndband Ariönu Grande Söngkonan Ariana Grande hefur gefið út tónlistarmyndband við smellinn sinn "thank u, next“. 30. nóvember 2018 20:25
Tónlistin í Babylon þótti best Hildur Guðnadóttir var ekki meðal sigurvegara á Golden Globe verðlaunahátíðinni að þessu sinni en hún var tilnefnd fyrir tónlistina í myndinni Women Talking. Það var Justin Hurwitz sem tók verðlaunin heim, fyrir Babylon. 11. janúar 2023 06:24