Rússar sækja fram í Soledar Samúel Karl Ólason skrifar 10. janúar 2023 22:30 Úkraínskir hermenn að störfum í Donetsk-héraði. Getty/Diego Herrera Hersveitir Rússa hafa náð árangri gegn Úkraínumönnum í bænum Soledar í austurhluta Úkraínu. Bærinn er norður af Bakhmut en gífurlega harðir bardagar hafa geisað á svæðinu um langt skeið. Rússar hafa reynt að ná Bakhmut í marga mánuði en virðast nú ætla að reyna að umkringja borgina. Undanfarna daga hafa rússneskir hermenn og málaliðar Wagner group gert harðar atlögur að Soledar og er útlit fyrir að þeir stjórni nú meirihluta bæjarins, þar sem um tíu þúsund manns bjuggu fyrir innrás Rússa í febrúar. Rússneskir málaliðar birtu í dag myndband sem tekið var upp við ráðhús Soledar. RIA fréttaveitan hefur líka eftir leppstjóra Rússa í Donetsk-héraði að Úkraínumenn hafi orðið fyrir miklu mannfalli og Rússar stjórni miðju bæjarins. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ræddi átökin í Soledar í ávarpi sínu í gærkvöldi en hann sagði ástandið þá mjög erfitt fyrir úkraínska hermenn. Hann hélt því einnig fram að allt hefði verið eyðilagt á þessu svæði og lík þúsunda Rússa væru á víð og dreif um akrana við Soledar og Bakhmut. „Svona lítur brjálæði út,“ sagði Selenskí. AP fréttaveitan segir ráðamenn í Rússlandi ólma í einhvers konar sigur, þar sem hersveitir Rússa hafi lítið sem ekkert sótt fram um mánaðaskeið en þess í stað tapað umfangsmiklum landsvæðum í Úkraínu. Eftir að Rússar hörfuðu frá vesturbakka Dniproár og Kherson-borg, lögðu þeir aukna áherslu á Bakhmut og nærliggjandi bæi. Helsta markmið Rússa um þessar mundir virðist vera að ná fullum tökum á Donetsk-héraði og Wagner Group spilar stóra rullu. AP hefur eftir vestrænum embættismanni að málaliðar Wagner skipi nú um fjórðung alls herafla Rússlands. Fall Bakhmut myndi opna leið fyrir Rússa til að sækja fram að hinum mikilvægu bæjum Kramatorsk og Sloviansk. Svæðið er þó mjög víggirt og óljóst er hvort Rússar hafi yfir höfuð burði til að taka bæina, í ljósi þess hvað Bakhmut hefur reynst þeim erfiður biti að kyngja. Yevgeny Prigozhin, eigandi Wagner og náinn bandamaður Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, sagði í dag að Úkraínumenn verðust af mikilli hörku í Soledar og annarsstaðar við Bakhmut. Hann hélt því fram að hersveitir hans stjórnuðu Soledar að fullu en það hefur ekki verið staðfest. Óstaðfestar fregnir hafa einnig borist af því að um fimm hundruð úkraínskir hermenn séu umkringdir í bænum. Hér má sjá myndband sem ku hafa verið tekið upp af úkraínskum hermanni í Soledar í morgun. #Ukraine : latest footage from the salt mine area of #Soledar where Ukrainian soldiers of the 46the Airborne Brigade continue to hold their ground against the Russian invasion force. pic.twitter.com/bV9lHjbkDp— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) January 10, 2023 Prigozhin hefur lengi verið kallaður „kokkur Pútíns“. Hann hefur aukið umsvif sín í rússneskri pólitík í kjölfar innrásar Rússa Í Úkraínu og eru uppi vangaveltur um að hann vilji stilla sér upp sem mögulegum arftaka Pútíns. Sjá einnig: Kokkur Pútíns segir hvert hús í Bakhmut vera virki Hóta embættismönnum ákærum Þá sjást ummerki þess að Rússar eigi við ákveðin vandamál að stríða. Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, sagði í dag að reynslan af innrásinni í Úkraínu yrði notuð til að bæta herþjálfun og einnig þyrfti að bæta búnað hermanna og samskiptakerfi. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sló á svipaða strengi í síðasta mánuði. Sjá einnig: Pútín viðurkennir vandræði og styður stækkun hersins AP vísar einnig í ummæli Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseta og núverandi varaformanns þjóðaröryggisráðs Rússlands, frá því í dag. Hann sagði varaði embættismenn við því að þeir gætu verið ákærðir nái þeir ekki að standa við tímamörk ríkisstjórnarinnar varðandi framleiðslu hergagna í Rússlandi. Pútín skipaði Medvedev í síðasta mánuði sem formann nýrrar nefndar sem gera á úrbætur varðandi birgðavanda rússneska hersins. Má þar nefna skort á hergögnum og klæðnaði fyrir hermenn auk skorts á skotfærum fyrir stórskotalið. Úkraínumenn segja Rússa hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli við Bakhmut en úkraínskir hermenn hafa einnig fallið í átökunum.AP/Evgeniy Maloletka Mikið minni skothríð CNN hafði í gærkvöldi eftir embættismönnum í Úkraínu að verulega hefði dregið úr notkun Rússa á stórskotaliði á víglínum í landinu. Frá því þegar mest var hefði skotum fækkað um allt að 75 prósent en það væri þó breytilegt eftir því hvar það væri í Úkraínu. Talsmaður Úkraínuhers í austri sagði til í sjónvarpsviðtali í dag að Rússar hefðu gert minnst 86 stórskotaliðsárásir á Soledar á undanförnum sólarhring, samkvæmt frétt New York Times. Stórskotaliðsárásum virðist ekki hafa fækkað nærri Bakhmut né við Kremmina, þar sem Úkraínumenn hafa sótt hægt fram á undanförnum vikum. Hér má sjá myndband sem Rússar birtu í dag og sýnir Lancet-sjálfsprengidróna notaðan til að granda BM-21 Grad stórskotaliðsvopnakerfi í Donetsk-héraði. #Ukraine: A Ukrainian BM-21 Grad 122mm multiple rocket launcher was destroyed by a Russian Lancet loitering munition in #Donetsk Oblast. pic.twitter.com/UuEOy2481m— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) January 10, 2023 Bæði Úkraínumenn og Bandaríkjamenn segja hins vegar of snemmt að staðhæfa að Rússar eigi við skotfæraskort að etja. Minni notkun skotfæraliðsvopna gæti verið tímabundin hluti af breytingum hjá Rússum. Það bendi þó til skorts en sagt var frá því í síðasta mánuði að Rússar væru farnir að nota fjögurra áratuga gömul skot. Sjá einnig: Farnir að nota fjörutíu ára sprengikúlur Ráðamenn víða á Vesturlöndum hafa sett af stað átak í að auka framleiðslu á skotfærum fyrir stórskotalið vegna stríðsins í Úkraínu. Vopnasendingar hafa gengið verulega á birgðir Vesturlanda. Stórskotalið hefur reynst gífurlega mikilvægt bæði Rússum og Úkraínumönnum. Sjá einnig: Evrópa í basli með skotfærabirgðir og framleiðslu Aukin hernaðaraðstoð Útlit er fyrir að Úkraínumenn eigi von á miklu magni hergagna og margvíslegum vopnasendingum á komandi vikum og mánuðum. Vestrænir bakhjarlar eru meðal annars að senda Úkraínumönnum bryndreka frá Bandaríkjunum, Þýskalandi og Frakklandi, stórskotaliðsvopnakerfi frá Svíþjóð og loftvarnarkerfi frá Kanada. Tékkar eru að uppfæra gamla skriðdreka frá tímum Sovétríkjanna, á kostnað Bandaríkjanna og Hollands, og verða þeir sendir til Úkraínu. Þá eru ráðamenn í Bretlandi sagðir íhuga að senda vestræna skriðdreka í fyrsta sinn til Úkraínu. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland Tengdar fréttir Kallar eftir stigmögnun af hálfu bandamanna Sir Richard Shirreff, fyrrverandi hershöfðingi hjá Atlantshafsbandalaginu, segir að Bretar hefðu átt að senda Úkraínumönnum skriðdreka fyrir mörgum mánuðum. Bretar íhuga nú að senda Challenger-2 skriðdreka til Úkraínu. 10. janúar 2023 11:07 Ekkert hæft í fullyrðingum Rússa um mikið mannfall Stjórnvöld í Úkraínu vísa alfarið á bug fullyrðingum Rússa frá því í gær sem sögðust hafa fellt 600 úkraínska hermenn á einu bretti í eldflaugaárás. 9. janúar 2023 07:36 Yfirlýsingar um vopnahlé ekkert nema blekkingar og áróður Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir yfirlýsingar Rússlandsforseta um vopnahlé yfir rússnesku jólahátíðina ekkert annað en blekkingarleik til að freista þess að tefja gagnsókn Úkraínuhers í austurhluta Donbas. 6. janúar 2023 08:56 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Trump sigraði öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Undanfarna daga hafa rússneskir hermenn og málaliðar Wagner group gert harðar atlögur að Soledar og er útlit fyrir að þeir stjórni nú meirihluta bæjarins, þar sem um tíu þúsund manns bjuggu fyrir innrás Rússa í febrúar. Rússneskir málaliðar birtu í dag myndband sem tekið var upp við ráðhús Soledar. RIA fréttaveitan hefur líka eftir leppstjóra Rússa í Donetsk-héraði að Úkraínumenn hafi orðið fyrir miklu mannfalli og Rússar stjórni miðju bæjarins. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ræddi átökin í Soledar í ávarpi sínu í gærkvöldi en hann sagði ástandið þá mjög erfitt fyrir úkraínska hermenn. Hann hélt því einnig fram að allt hefði verið eyðilagt á þessu svæði og lík þúsunda Rússa væru á víð og dreif um akrana við Soledar og Bakhmut. „Svona lítur brjálæði út,“ sagði Selenskí. AP fréttaveitan segir ráðamenn í Rússlandi ólma í einhvers konar sigur, þar sem hersveitir Rússa hafi lítið sem ekkert sótt fram um mánaðaskeið en þess í stað tapað umfangsmiklum landsvæðum í Úkraínu. Eftir að Rússar hörfuðu frá vesturbakka Dniproár og Kherson-borg, lögðu þeir aukna áherslu á Bakhmut og nærliggjandi bæi. Helsta markmið Rússa um þessar mundir virðist vera að ná fullum tökum á Donetsk-héraði og Wagner Group spilar stóra rullu. AP hefur eftir vestrænum embættismanni að málaliðar Wagner skipi nú um fjórðung alls herafla Rússlands. Fall Bakhmut myndi opna leið fyrir Rússa til að sækja fram að hinum mikilvægu bæjum Kramatorsk og Sloviansk. Svæðið er þó mjög víggirt og óljóst er hvort Rússar hafi yfir höfuð burði til að taka bæina, í ljósi þess hvað Bakhmut hefur reynst þeim erfiður biti að kyngja. Yevgeny Prigozhin, eigandi Wagner og náinn bandamaður Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, sagði í dag að Úkraínumenn verðust af mikilli hörku í Soledar og annarsstaðar við Bakhmut. Hann hélt því fram að hersveitir hans stjórnuðu Soledar að fullu en það hefur ekki verið staðfest. Óstaðfestar fregnir hafa einnig borist af því að um fimm hundruð úkraínskir hermenn séu umkringdir í bænum. Hér má sjá myndband sem ku hafa verið tekið upp af úkraínskum hermanni í Soledar í morgun. #Ukraine : latest footage from the salt mine area of #Soledar where Ukrainian soldiers of the 46the Airborne Brigade continue to hold their ground against the Russian invasion force. pic.twitter.com/bV9lHjbkDp— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) January 10, 2023 Prigozhin hefur lengi verið kallaður „kokkur Pútíns“. Hann hefur aukið umsvif sín í rússneskri pólitík í kjölfar innrásar Rússa Í Úkraínu og eru uppi vangaveltur um að hann vilji stilla sér upp sem mögulegum arftaka Pútíns. Sjá einnig: Kokkur Pútíns segir hvert hús í Bakhmut vera virki Hóta embættismönnum ákærum Þá sjást ummerki þess að Rússar eigi við ákveðin vandamál að stríða. Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, sagði í dag að reynslan af innrásinni í Úkraínu yrði notuð til að bæta herþjálfun og einnig þyrfti að bæta búnað hermanna og samskiptakerfi. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sló á svipaða strengi í síðasta mánuði. Sjá einnig: Pútín viðurkennir vandræði og styður stækkun hersins AP vísar einnig í ummæli Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseta og núverandi varaformanns þjóðaröryggisráðs Rússlands, frá því í dag. Hann sagði varaði embættismenn við því að þeir gætu verið ákærðir nái þeir ekki að standa við tímamörk ríkisstjórnarinnar varðandi framleiðslu hergagna í Rússlandi. Pútín skipaði Medvedev í síðasta mánuði sem formann nýrrar nefndar sem gera á úrbætur varðandi birgðavanda rússneska hersins. Má þar nefna skort á hergögnum og klæðnaði fyrir hermenn auk skorts á skotfærum fyrir stórskotalið. Úkraínumenn segja Rússa hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli við Bakhmut en úkraínskir hermenn hafa einnig fallið í átökunum.AP/Evgeniy Maloletka Mikið minni skothríð CNN hafði í gærkvöldi eftir embættismönnum í Úkraínu að verulega hefði dregið úr notkun Rússa á stórskotaliði á víglínum í landinu. Frá því þegar mest var hefði skotum fækkað um allt að 75 prósent en það væri þó breytilegt eftir því hvar það væri í Úkraínu. Talsmaður Úkraínuhers í austri sagði til í sjónvarpsviðtali í dag að Rússar hefðu gert minnst 86 stórskotaliðsárásir á Soledar á undanförnum sólarhring, samkvæmt frétt New York Times. Stórskotaliðsárásum virðist ekki hafa fækkað nærri Bakhmut né við Kremmina, þar sem Úkraínumenn hafa sótt hægt fram á undanförnum vikum. Hér má sjá myndband sem Rússar birtu í dag og sýnir Lancet-sjálfsprengidróna notaðan til að granda BM-21 Grad stórskotaliðsvopnakerfi í Donetsk-héraði. #Ukraine: A Ukrainian BM-21 Grad 122mm multiple rocket launcher was destroyed by a Russian Lancet loitering munition in #Donetsk Oblast. pic.twitter.com/UuEOy2481m— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) January 10, 2023 Bæði Úkraínumenn og Bandaríkjamenn segja hins vegar of snemmt að staðhæfa að Rússar eigi við skotfæraskort að etja. Minni notkun skotfæraliðsvopna gæti verið tímabundin hluti af breytingum hjá Rússum. Það bendi þó til skorts en sagt var frá því í síðasta mánuði að Rússar væru farnir að nota fjögurra áratuga gömul skot. Sjá einnig: Farnir að nota fjörutíu ára sprengikúlur Ráðamenn víða á Vesturlöndum hafa sett af stað átak í að auka framleiðslu á skotfærum fyrir stórskotalið vegna stríðsins í Úkraínu. Vopnasendingar hafa gengið verulega á birgðir Vesturlanda. Stórskotalið hefur reynst gífurlega mikilvægt bæði Rússum og Úkraínumönnum. Sjá einnig: Evrópa í basli með skotfærabirgðir og framleiðslu Aukin hernaðaraðstoð Útlit er fyrir að Úkraínumenn eigi von á miklu magni hergagna og margvíslegum vopnasendingum á komandi vikum og mánuðum. Vestrænir bakhjarlar eru meðal annars að senda Úkraínumönnum bryndreka frá Bandaríkjunum, Þýskalandi og Frakklandi, stórskotaliðsvopnakerfi frá Svíþjóð og loftvarnarkerfi frá Kanada. Tékkar eru að uppfæra gamla skriðdreka frá tímum Sovétríkjanna, á kostnað Bandaríkjanna og Hollands, og verða þeir sendir til Úkraínu. Þá eru ráðamenn í Bretlandi sagðir íhuga að senda vestræna skriðdreka í fyrsta sinn til Úkraínu.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland Tengdar fréttir Kallar eftir stigmögnun af hálfu bandamanna Sir Richard Shirreff, fyrrverandi hershöfðingi hjá Atlantshafsbandalaginu, segir að Bretar hefðu átt að senda Úkraínumönnum skriðdreka fyrir mörgum mánuðum. Bretar íhuga nú að senda Challenger-2 skriðdreka til Úkraínu. 10. janúar 2023 11:07 Ekkert hæft í fullyrðingum Rússa um mikið mannfall Stjórnvöld í Úkraínu vísa alfarið á bug fullyrðingum Rússa frá því í gær sem sögðust hafa fellt 600 úkraínska hermenn á einu bretti í eldflaugaárás. 9. janúar 2023 07:36 Yfirlýsingar um vopnahlé ekkert nema blekkingar og áróður Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir yfirlýsingar Rússlandsforseta um vopnahlé yfir rússnesku jólahátíðina ekkert annað en blekkingarleik til að freista þess að tefja gagnsókn Úkraínuhers í austurhluta Donbas. 6. janúar 2023 08:56 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Trump sigraði öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Kallar eftir stigmögnun af hálfu bandamanna Sir Richard Shirreff, fyrrverandi hershöfðingi hjá Atlantshafsbandalaginu, segir að Bretar hefðu átt að senda Úkraínumönnum skriðdreka fyrir mörgum mánuðum. Bretar íhuga nú að senda Challenger-2 skriðdreka til Úkraínu. 10. janúar 2023 11:07
Ekkert hæft í fullyrðingum Rússa um mikið mannfall Stjórnvöld í Úkraínu vísa alfarið á bug fullyrðingum Rússa frá því í gær sem sögðust hafa fellt 600 úkraínska hermenn á einu bretti í eldflaugaárás. 9. janúar 2023 07:36
Yfirlýsingar um vopnahlé ekkert nema blekkingar og áróður Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir yfirlýsingar Rússlandsforseta um vopnahlé yfir rússnesku jólahátíðina ekkert annað en blekkingarleik til að freista þess að tefja gagnsókn Úkraínuhers í austurhluta Donbas. 6. janúar 2023 08:56