Svona hafa Strákarnir okkar spilað í vetur - Seinni hluti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. janúar 2023 10:00 Ómar Ingi Magnússon er sjötti markahæstur í þýsku úrvalsdeildinni. epa/Aniko Kovacs Vísir fer yfir hvernig leikmenn íslenska handboltalandsliðsins hafa spilað með sínum félagsliðum í vetur. Í seinni hluta yfirferðarinnar verður fjallað um útispilarana (skyttur og leikstjórnendur) í HM-hópnum. Íþróttamaður ársins 2021 og 2022, Ómar Ingi Magnússon, og Gísli Þorgeir Kristjánsson hafa verið mjög atkvæðamiklir með Magdeburg í vetur. Meistararnir eru í 3. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með 29 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Füchse Berlin. Ómar er sjötti markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar með 102 mörk. Gísli hefur skorað 66 mörk og gefið 62 stoðsendingar. Aðeins fimm leikmenn hafa gefið fleiri slíkar í þýsku deildinni á tímabilinu. Ómar hefur gefið 59 stoðsendingar. Þeir félagar hafa einnig látið mikið að sér kveða í Meistaradeild Evrópu þar sem Magdeburg er í 3. sæti A-riðils. Gísli er þriðji markahæstur í keppninni með 62 mörk og Ómar sá fjórði markahæstur með 61 mark. Þá áttu Ómar og Gísli risastóran þátt í því að Magdeburg vann HM félagsliða. Í úrslitaleiknum gegn Barcelona skoraði Ómar tólf mörk og Gísli sex og gaf átta stoðsendingar. Viggó Kristjánsson er aðalmaðurinn hjá Leipzig sem situr í 12. sæti þýsku deildarinnar eftir gott gengi undir stjórn Rúnars Sigtryggssonar. Viggó er níundi markahæsti leikmaður deildarinnar með 95 mörk og hefur auk þess gefið 51 stoðsendingu. Þriðja örvhenta skyttan í íslenska hópnum er Kristján Örn Kristjánsson sem leikur með PAUC í Frakklandi. Liðið endaði í 3. sæti á síðasta tímabili en er núna í 6. sætinu. Kristján hefur skorað 36 mörk í tólf leikjum en hann missti af nokkrum leikjum vegna meiðsla. Kristján Örn Kristjánsson er í stóru hlutverki hjá PAUC.getty/Marvin Ibo Guengoer Í Evrópudeildinni er PAUC í 3. sæti B-riðils með sex stig, einu stigi meira en Valur sem er í 4. sætinu. Kristján hefur skorað ellefu mörk í fjórum leikjum í Evrópudeildinni. Janus Daði Smárason leikur með Kolstad sem er með fullt hús stiga á toppi norsku úrvalsdeildarinnar. Selfyssingurinn hefur skorað 34 mörk í fjórtán deildarleikjum í vetur. Sveitungi Janusar, Elvar Örn Jónsson, leikur með Melsungen sem vermir 6. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar. Elvar hefur skorað 36 mörk í þrettán leikjum á tímabilinu. Fyrirliði íslenska landsliðsins, Aron Pálmarsson, er á sínu öðru, og jafnframt síðasta, tímabili með Álaborg. Liðið er á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar með 31 stig eftir átján leiki. Aron hefur skorað 37 mörk og gefið 33 stoðsendingar í tólf deildarleikjum. Aron Pálmarsson klárar tímabilið með Álaborg og kemur svo heim í FH.epa/Henning Bagger Í Meistaradeildinni, þar sem Álaborg er í 6. sæti B-riðils, hefur Aron skorað 31 mark í tíu leikjum. Jafnaldri Arons úr FH, Ólafur Guðmundsson, leikur núna með Amicitia Zürich í Sviss. Hann hefur skorað 75 mörk í svissnesku úrvalsdeildinni þar sem Zürich er í 5. sæti af tíu liðum. Elvar Ásgeirsson er á sínu fyrsta tímabili hjá Ribe-Esbjerg í Danmörku. Liðið er í 7. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar og í átján leikjum í henni hefur Elvar skorað 45 mörk og gefið 45 stoðsendingar. Handbolti Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Íþróttamaður ársins 2021 og 2022, Ómar Ingi Magnússon, og Gísli Þorgeir Kristjánsson hafa verið mjög atkvæðamiklir með Magdeburg í vetur. Meistararnir eru í 3. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með 29 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Füchse Berlin. Ómar er sjötti markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar með 102 mörk. Gísli hefur skorað 66 mörk og gefið 62 stoðsendingar. Aðeins fimm leikmenn hafa gefið fleiri slíkar í þýsku deildinni á tímabilinu. Ómar hefur gefið 59 stoðsendingar. Þeir félagar hafa einnig látið mikið að sér kveða í Meistaradeild Evrópu þar sem Magdeburg er í 3. sæti A-riðils. Gísli er þriðji markahæstur í keppninni með 62 mörk og Ómar sá fjórði markahæstur með 61 mark. Þá áttu Ómar og Gísli risastóran þátt í því að Magdeburg vann HM félagsliða. Í úrslitaleiknum gegn Barcelona skoraði Ómar tólf mörk og Gísli sex og gaf átta stoðsendingar. Viggó Kristjánsson er aðalmaðurinn hjá Leipzig sem situr í 12. sæti þýsku deildarinnar eftir gott gengi undir stjórn Rúnars Sigtryggssonar. Viggó er níundi markahæsti leikmaður deildarinnar með 95 mörk og hefur auk þess gefið 51 stoðsendingu. Þriðja örvhenta skyttan í íslenska hópnum er Kristján Örn Kristjánsson sem leikur með PAUC í Frakklandi. Liðið endaði í 3. sæti á síðasta tímabili en er núna í 6. sætinu. Kristján hefur skorað 36 mörk í tólf leikjum en hann missti af nokkrum leikjum vegna meiðsla. Kristján Örn Kristjánsson er í stóru hlutverki hjá PAUC.getty/Marvin Ibo Guengoer Í Evrópudeildinni er PAUC í 3. sæti B-riðils með sex stig, einu stigi meira en Valur sem er í 4. sætinu. Kristján hefur skorað ellefu mörk í fjórum leikjum í Evrópudeildinni. Janus Daði Smárason leikur með Kolstad sem er með fullt hús stiga á toppi norsku úrvalsdeildarinnar. Selfyssingurinn hefur skorað 34 mörk í fjórtán deildarleikjum í vetur. Sveitungi Janusar, Elvar Örn Jónsson, leikur með Melsungen sem vermir 6. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar. Elvar hefur skorað 36 mörk í þrettán leikjum á tímabilinu. Fyrirliði íslenska landsliðsins, Aron Pálmarsson, er á sínu öðru, og jafnframt síðasta, tímabili með Álaborg. Liðið er á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar með 31 stig eftir átján leiki. Aron hefur skorað 37 mörk og gefið 33 stoðsendingar í tólf deildarleikjum. Aron Pálmarsson klárar tímabilið með Álaborg og kemur svo heim í FH.epa/Henning Bagger Í Meistaradeildinni, þar sem Álaborg er í 6. sæti B-riðils, hefur Aron skorað 31 mark í tíu leikjum. Jafnaldri Arons úr FH, Ólafur Guðmundsson, leikur núna með Amicitia Zürich í Sviss. Hann hefur skorað 75 mörk í svissnesku úrvalsdeildinni þar sem Zürich er í 5. sæti af tíu liðum. Elvar Ásgeirsson er á sínu fyrsta tímabili hjá Ribe-Esbjerg í Danmörku. Liðið er í 7. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar og í átján leikjum í henni hefur Elvar skorað 45 mörk og gefið 45 stoðsendingar.
Handbolti Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira