Svona hafa Strákarnir okkar spilað í vetur - Seinni hluti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. janúar 2023 10:00 Ómar Ingi Magnússon er sjötti markahæstur í þýsku úrvalsdeildinni. epa/Aniko Kovacs Vísir fer yfir hvernig leikmenn íslenska handboltalandsliðsins hafa spilað með sínum félagsliðum í vetur. Í seinni hluta yfirferðarinnar verður fjallað um útispilarana (skyttur og leikstjórnendur) í HM-hópnum. Íþróttamaður ársins 2021 og 2022, Ómar Ingi Magnússon, og Gísli Þorgeir Kristjánsson hafa verið mjög atkvæðamiklir með Magdeburg í vetur. Meistararnir eru í 3. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með 29 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Füchse Berlin. Ómar er sjötti markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar með 102 mörk. Gísli hefur skorað 66 mörk og gefið 62 stoðsendingar. Aðeins fimm leikmenn hafa gefið fleiri slíkar í þýsku deildinni á tímabilinu. Ómar hefur gefið 59 stoðsendingar. Þeir félagar hafa einnig látið mikið að sér kveða í Meistaradeild Evrópu þar sem Magdeburg er í 3. sæti A-riðils. Gísli er þriðji markahæstur í keppninni með 62 mörk og Ómar sá fjórði markahæstur með 61 mark. Þá áttu Ómar og Gísli risastóran þátt í því að Magdeburg vann HM félagsliða. Í úrslitaleiknum gegn Barcelona skoraði Ómar tólf mörk og Gísli sex og gaf átta stoðsendingar. Viggó Kristjánsson er aðalmaðurinn hjá Leipzig sem situr í 12. sæti þýsku deildarinnar eftir gott gengi undir stjórn Rúnars Sigtryggssonar. Viggó er níundi markahæsti leikmaður deildarinnar með 95 mörk og hefur auk þess gefið 51 stoðsendingu. Þriðja örvhenta skyttan í íslenska hópnum er Kristján Örn Kristjánsson sem leikur með PAUC í Frakklandi. Liðið endaði í 3. sæti á síðasta tímabili en er núna í 6. sætinu. Kristján hefur skorað 36 mörk í tólf leikjum en hann missti af nokkrum leikjum vegna meiðsla. Kristján Örn Kristjánsson er í stóru hlutverki hjá PAUC.getty/Marvin Ibo Guengoer Í Evrópudeildinni er PAUC í 3. sæti B-riðils með sex stig, einu stigi meira en Valur sem er í 4. sætinu. Kristján hefur skorað ellefu mörk í fjórum leikjum í Evrópudeildinni. Janus Daði Smárason leikur með Kolstad sem er með fullt hús stiga á toppi norsku úrvalsdeildarinnar. Selfyssingurinn hefur skorað 34 mörk í fjórtán deildarleikjum í vetur. Sveitungi Janusar, Elvar Örn Jónsson, leikur með Melsungen sem vermir 6. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar. Elvar hefur skorað 36 mörk í þrettán leikjum á tímabilinu. Fyrirliði íslenska landsliðsins, Aron Pálmarsson, er á sínu öðru, og jafnframt síðasta, tímabili með Álaborg. Liðið er á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar með 31 stig eftir átján leiki. Aron hefur skorað 37 mörk og gefið 33 stoðsendingar í tólf deildarleikjum. Aron Pálmarsson klárar tímabilið með Álaborg og kemur svo heim í FH.epa/Henning Bagger Í Meistaradeildinni, þar sem Álaborg er í 6. sæti B-riðils, hefur Aron skorað 31 mark í tíu leikjum. Jafnaldri Arons úr FH, Ólafur Guðmundsson, leikur núna með Amicitia Zürich í Sviss. Hann hefur skorað 75 mörk í svissnesku úrvalsdeildinni þar sem Zürich er í 5. sæti af tíu liðum. Elvar Ásgeirsson er á sínu fyrsta tímabili hjá Ribe-Esbjerg í Danmörku. Liðið er í 7. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar og í átján leikjum í henni hefur Elvar skorað 45 mörk og gefið 45 stoðsendingar. Handbolti Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni Sjá meira
Íþróttamaður ársins 2021 og 2022, Ómar Ingi Magnússon, og Gísli Þorgeir Kristjánsson hafa verið mjög atkvæðamiklir með Magdeburg í vetur. Meistararnir eru í 3. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með 29 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Füchse Berlin. Ómar er sjötti markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar með 102 mörk. Gísli hefur skorað 66 mörk og gefið 62 stoðsendingar. Aðeins fimm leikmenn hafa gefið fleiri slíkar í þýsku deildinni á tímabilinu. Ómar hefur gefið 59 stoðsendingar. Þeir félagar hafa einnig látið mikið að sér kveða í Meistaradeild Evrópu þar sem Magdeburg er í 3. sæti A-riðils. Gísli er þriðji markahæstur í keppninni með 62 mörk og Ómar sá fjórði markahæstur með 61 mark. Þá áttu Ómar og Gísli risastóran þátt í því að Magdeburg vann HM félagsliða. Í úrslitaleiknum gegn Barcelona skoraði Ómar tólf mörk og Gísli sex og gaf átta stoðsendingar. Viggó Kristjánsson er aðalmaðurinn hjá Leipzig sem situr í 12. sæti þýsku deildarinnar eftir gott gengi undir stjórn Rúnars Sigtryggssonar. Viggó er níundi markahæsti leikmaður deildarinnar með 95 mörk og hefur auk þess gefið 51 stoðsendingu. Þriðja örvhenta skyttan í íslenska hópnum er Kristján Örn Kristjánsson sem leikur með PAUC í Frakklandi. Liðið endaði í 3. sæti á síðasta tímabili en er núna í 6. sætinu. Kristján hefur skorað 36 mörk í tólf leikjum en hann missti af nokkrum leikjum vegna meiðsla. Kristján Örn Kristjánsson er í stóru hlutverki hjá PAUC.getty/Marvin Ibo Guengoer Í Evrópudeildinni er PAUC í 3. sæti B-riðils með sex stig, einu stigi meira en Valur sem er í 4. sætinu. Kristján hefur skorað ellefu mörk í fjórum leikjum í Evrópudeildinni. Janus Daði Smárason leikur með Kolstad sem er með fullt hús stiga á toppi norsku úrvalsdeildarinnar. Selfyssingurinn hefur skorað 34 mörk í fjórtán deildarleikjum í vetur. Sveitungi Janusar, Elvar Örn Jónsson, leikur með Melsungen sem vermir 6. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar. Elvar hefur skorað 36 mörk í þrettán leikjum á tímabilinu. Fyrirliði íslenska landsliðsins, Aron Pálmarsson, er á sínu öðru, og jafnframt síðasta, tímabili með Álaborg. Liðið er á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar með 31 stig eftir átján leiki. Aron hefur skorað 37 mörk og gefið 33 stoðsendingar í tólf deildarleikjum. Aron Pálmarsson klárar tímabilið með Álaborg og kemur svo heim í FH.epa/Henning Bagger Í Meistaradeildinni, þar sem Álaborg er í 6. sæti B-riðils, hefur Aron skorað 31 mark í tíu leikjum. Jafnaldri Arons úr FH, Ólafur Guðmundsson, leikur núna með Amicitia Zürich í Sviss. Hann hefur skorað 75 mörk í svissnesku úrvalsdeildinni þar sem Zürich er í 5. sæti af tíu liðum. Elvar Ásgeirsson er á sínu fyrsta tímabili hjá Ribe-Esbjerg í Danmörku. Liðið er í 7. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar og í átján leikjum í henni hefur Elvar skorað 45 mörk og gefið 45 stoðsendingar.
Handbolti Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni Sjá meira