Körfuboltakvöld: „Trúi ekki að drengurinn hafi tekið þessa ákvörðun“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. janúar 2023 21:31 Dagur Kár í leik með KR gegn Njarðvík í vetur. Vísir/Hulda Margrét Teitur Örlygsson og Jón Eðvarð Halldórsson eru ekki hrifnir af því að Dagur Kár Jónsson hafi ákveðið að skipta út sökkvandi skipi KR fyrir Stjörnuna í Subway deild karla. Þeir viðruðu skoðun sína í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Stjörnumenn hafa gert miklar breytingar á sínu liði sínu í Subway deild karla í körfubolta að undanförnu. Dagur Kár Jónsson er snúinn aftur eftir að hafa byrjað tímabilið með KR en hann steig sín fyrstu skref þegar Teitur Örlygsson þjálfaði liðið. Teitur var sérfræðingur í síðasta þætti Körfuboltakvölds og fór yfir skipti Dags og hvað þau þýða fyrir Stjörnuna og KR. „Mér finnst þetta bara hundleiðinlegt, eins og þetta lítur út fyrir mér þá er eins og hann hafi yfirgefið liðið. Sem er sorglegt því við vitum stöðuna hjá KR. Síðan ákveður þessi nýja stjórn að fara í breytingar, sem eru rándýrar. Senda menn heima, skipta um lið, fá nýja menn og gefa þessu séns. Ætla að reyna halda sér uppi en þá mætir Dagur Kár ekki á æfingu, fyrirliði liðsins. Þetta er hörmung finnst mér,“ sagði Teitur og hélt svo áfram. „Auðvitað þekki ég ekki hina hliðina en svona lítur þetta út fyrir manni og þetta er hryllilegt. Gæti alveg haft áhrif líka fyrir Dag, er eitthvað annað lið að fara taka séns á að taka hann núna? Af því hann yfirgaf Spán líka eins og við vitum, nú yfirgefur hann KR á miðju tímabili.“ Jón Eðvarð Halldórsson tók næstur til máls og hann tók í sama streng. „Ég veit bara aðra hliðina því Dagur hefur ekki tjáð sig um þetta. Ef það er rétt eins og það er búið að lýsa þessu af KR-ingum, sem er algjörlega einhliða, þá finnst mér þetta svakalega dapurt. Ég bara trúi ekki að drengurinn hafi tekið þessa ákvörðun, ég næ þessu ekki.“ „Þú ert fenginn í körfuboltalið á Íslandi, gerður að fyrirliða og það er ákveðið að reyna kaupa inn í liðið í kringum þig – það gekk ekki upp, það sjá það allir – það gengur illa og þú ert fyrsti maðurinn til að hoppa í björgunarbátinn. Þú ættir að vera síðastur frá borði, ég er þar.“ „Ég skal draga allt til baka sem ég er að segja núna ef hann kemur í viðtal og útskýrir af hverju hann gerði þetta. Þetta er svo mikill heigulsskapur, ég trúi bara ekki að einhver geri svona. Þú skilur liðið eftir, það er allt í ljósum logum og þá tekur þú olíu og kastar á eldinn. Þannig horfir þetta við mér, finnst þetta sorglegt. Vona að hann komi og útskýri af hverju hann gerði þetta, gætu verið milljón ástæður en ég vil fá að heyra þær.“ Umræðu Körfuboltakvölds um vistaskipti Dags má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Trúi ekki að drengurinn hafi tekið þessa ákvörðun Körfuboltakvöld Subway-deild karla KR Stjarnan Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira
Stjörnumenn hafa gert miklar breytingar á sínu liði sínu í Subway deild karla í körfubolta að undanförnu. Dagur Kár Jónsson er snúinn aftur eftir að hafa byrjað tímabilið með KR en hann steig sín fyrstu skref þegar Teitur Örlygsson þjálfaði liðið. Teitur var sérfræðingur í síðasta þætti Körfuboltakvölds og fór yfir skipti Dags og hvað þau þýða fyrir Stjörnuna og KR. „Mér finnst þetta bara hundleiðinlegt, eins og þetta lítur út fyrir mér þá er eins og hann hafi yfirgefið liðið. Sem er sorglegt því við vitum stöðuna hjá KR. Síðan ákveður þessi nýja stjórn að fara í breytingar, sem eru rándýrar. Senda menn heima, skipta um lið, fá nýja menn og gefa þessu séns. Ætla að reyna halda sér uppi en þá mætir Dagur Kár ekki á æfingu, fyrirliði liðsins. Þetta er hörmung finnst mér,“ sagði Teitur og hélt svo áfram. „Auðvitað þekki ég ekki hina hliðina en svona lítur þetta út fyrir manni og þetta er hryllilegt. Gæti alveg haft áhrif líka fyrir Dag, er eitthvað annað lið að fara taka séns á að taka hann núna? Af því hann yfirgaf Spán líka eins og við vitum, nú yfirgefur hann KR á miðju tímabili.“ Jón Eðvarð Halldórsson tók næstur til máls og hann tók í sama streng. „Ég veit bara aðra hliðina því Dagur hefur ekki tjáð sig um þetta. Ef það er rétt eins og það er búið að lýsa þessu af KR-ingum, sem er algjörlega einhliða, þá finnst mér þetta svakalega dapurt. Ég bara trúi ekki að drengurinn hafi tekið þessa ákvörðun, ég næ þessu ekki.“ „Þú ert fenginn í körfuboltalið á Íslandi, gerður að fyrirliða og það er ákveðið að reyna kaupa inn í liðið í kringum þig – það gekk ekki upp, það sjá það allir – það gengur illa og þú ert fyrsti maðurinn til að hoppa í björgunarbátinn. Þú ættir að vera síðastur frá borði, ég er þar.“ „Ég skal draga allt til baka sem ég er að segja núna ef hann kemur í viðtal og útskýrir af hverju hann gerði þetta. Þetta er svo mikill heigulsskapur, ég trúi bara ekki að einhver geri svona. Þú skilur liðið eftir, það er allt í ljósum logum og þá tekur þú olíu og kastar á eldinn. Þannig horfir þetta við mér, finnst þetta sorglegt. Vona að hann komi og útskýri af hverju hann gerði þetta, gætu verið milljón ástæður en ég vil fá að heyra þær.“ Umræðu Körfuboltakvölds um vistaskipti Dags má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Trúi ekki að drengurinn hafi tekið þessa ákvörðun
Körfuboltakvöld Subway-deild karla KR Stjarnan Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira