Áfengisneysla stigmagnast: „Á meðan þeir eru fúnkerandi er best að grípa inn í“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 10. janúar 2023 09:13 Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs, hvetur fólk til að leita sér aðstoðar áður en í óefni er komið. Áfengisneysla Íslendinga hefur stigmagnast og tilfellum skorpulifrar fjölgað, að sögn forstjóra Vogs. Hún segir sjúklinga illa á sig komna vegna drykkju og hvetur fólk til að takast á við vandamálin áður en í óefni er komið. Áramótaheit geta verið af ýmsu tagi en Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs segir marga líta á nýtt ár sem tækifæri til að takast á við vandamál tengd neyslu. Um 600 manns eru á biðlista sem er svipað og undanfarna mánuði, en Valgerður segir flesta ekki þurfa að bíða mjög lengi eftir plássi. Margir eru hikandi við að leita sér aðstoðar þar sem þeir telja vandamálið ekki nægilega stórt, en að sögn Valgerðar er rétti tíminn til að leita sér hjálpar einmitt þegar hugmyndin kviknar um að mögulega sé vandamál í uppsiglingu. „Stærsti hópurinn er einmitt sá sem er um það bil að missa af, missa af í skólanum eða vinnunni, eða í fjölskyldunni vegna neyslunnar. Meðan þeir eru fúnkerandi er best að grípa inn í, akkúrat við það tækifæri.“ Fólk illa á sig komið vegna drykkju Sjúklingar á Vogi leita þangað vegna ýmiskonar fíknar en áfengisvandamál eru þó lang algengust. Valgerður segir áfengisneyslu fara sívaxandi og íslendingar drekki almennt mjög mikið. „Það hefur miklar afleiðingar. Þeir sjá það til dæmis lifralæknar að skorpulifur hefur aukist mjög mikið á Íslandi og við sjáum að fólk er bara illa á sig komið af mikilli áfengisdrykkju hérna.“ Um 600 manns eru á biðlista á Vogi Valgerður segir hræðilegar afleiðingar geta hlotist af því að vera með virkan fíknisjúkdóm. Hún ítrekar skilaboðin um að bíða ekki of lengi með að leita sér hjálpar. „Ég vil hvetja fólk sem hefur verið að hugsa sig um í einhvern tíma að láta til skarar skríða núna, 2023 í byrjun árs. Taka á málunum. Við tökum vel á öllum sem leita til okkar.“ Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Fíkn Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Áramótaheit geta verið af ýmsu tagi en Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs segir marga líta á nýtt ár sem tækifæri til að takast á við vandamál tengd neyslu. Um 600 manns eru á biðlista sem er svipað og undanfarna mánuði, en Valgerður segir flesta ekki þurfa að bíða mjög lengi eftir plássi. Margir eru hikandi við að leita sér aðstoðar þar sem þeir telja vandamálið ekki nægilega stórt, en að sögn Valgerðar er rétti tíminn til að leita sér hjálpar einmitt þegar hugmyndin kviknar um að mögulega sé vandamál í uppsiglingu. „Stærsti hópurinn er einmitt sá sem er um það bil að missa af, missa af í skólanum eða vinnunni, eða í fjölskyldunni vegna neyslunnar. Meðan þeir eru fúnkerandi er best að grípa inn í, akkúrat við það tækifæri.“ Fólk illa á sig komið vegna drykkju Sjúklingar á Vogi leita þangað vegna ýmiskonar fíknar en áfengisvandamál eru þó lang algengust. Valgerður segir áfengisneyslu fara sívaxandi og íslendingar drekki almennt mjög mikið. „Það hefur miklar afleiðingar. Þeir sjá það til dæmis lifralæknar að skorpulifur hefur aukist mjög mikið á Íslandi og við sjáum að fólk er bara illa á sig komið af mikilli áfengisdrykkju hérna.“ Um 600 manns eru á biðlista á Vogi Valgerður segir hræðilegar afleiðingar geta hlotist af því að vera með virkan fíknisjúkdóm. Hún ítrekar skilaboðin um að bíða ekki of lengi með að leita sér hjálpar. „Ég vil hvetja fólk sem hefur verið að hugsa sig um í einhvern tíma að láta til skarar skríða núna, 2023 í byrjun árs. Taka á málunum. Við tökum vel á öllum sem leita til okkar.“
Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Fíkn Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira