Rússar sögðu að árásin hafi verið gerð í borginni Kramatorsk sem er í grennd við Bakhmut og að hún hafi verið gerð til að hefna fyrir árás Úkraínumanna á nýársdag þar sem tugir ef ekki hundruð rússneskra hermanna lágu í valnum eftir árás á skólabyggingu sem Rússar höfðu lagt undir sig.
Úkraínuher segir hinsvegar ekkert hæft í þessari fullyrðingum Rússa og hafna því einfaldlega að mannfall hafi orðið í árásinni sem gerð var á skólabyggingar í Kramatorsk.
Fréttamenn Reuters fóru einnig að skólabyggingunum og fundu þar engin merki um manntjón eða raunar merki um að einhver hafi verið í húsunum sem eldflaugar höfðu lent á.