Tálbeitan klassískt dæmi um dómstól götunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. janúar 2023 19:26 Karólína Finnbjörnsdóttir, lögmaður, segir tálbeituna ganga of langt í sínum aðgerðum. Vísir/Ívar Fannar Sérfræðingur í tálbeituaðgerðum segir karlmann, sem hefur lokkað meinta barnaníðinga í gildru og ljóstrað upp um þá á samfélagsmiðlum, ganga of langt í sínum aðgerðum. Málið sé klassískt dæmi um dómstól götunnar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag var rætt við karlmann sem hefur undanfarinn einn og háfan mánuð lokkað og ljóstrað upp um meinta barnaníðinga á samfélagsmiðlum, en þúsundir Íslendinga fylgjast með honum þar. Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur varað fólk við því að lögregla geti ekki notað gögn, sem fáist með ólögmætum hætti sem þessum, við rannsókn mála. Þá eigi almennir borgarar ekki að grípa til svona aðgerða. „Ég er svo sem alveg sammála því en að einhverju leiti þarf lögreglan þá að sýna almenningi að hún geti tekið málin í sínar eigin hendur af því að hún eru ekki að sýna okkur það. Bara langt í frá,“ sagði tálbeitan í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag. Ekki eigi að teyma menn út í afbrot Lögmaður, sem hefur sérhæft sig í notkun tálbeita í sakamálum, segir hann ganga of langt í sínum aðgerðum. Þetta geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir tálbeituna. „Hann er að stuðla að og hvetja til refsiverðrar háttsemi, og það eitt og sér er í raun refsivert,“ segir Karólína Finnbjörnsdóttir, lögmaður. Lögreglan ein eigi að sjá um tálbeituaðgerðir. „Þarna er tálbeitan að teyma áfram samskiptin og stuðla að þeim, senda myndir og taka frumkvæði að einhverju leiti.“ Lögreglan geti tekið við og haldið tálbeitunni áfram samkvæmt þeim reglum sem gilda um það. „Að teyma menn ekki áfram þannig að þeir séu að fremja eitthvað brot sem þeir hefðu annars ekki framið ef tálbeitan hefði ekki komið til,“ segir Karólína. Dæmi séu um að dómstólar meti gögn sem þessi þannig að gengið sé of langt og tálbeitan hafi búið til brot, sem annars hefði ekki verið framið. Þá sé ekki hægt að nota gögnin sem tálbeitan hefur safnað ein og sér, heldur þurfi að leggja fram gögn til stuðnings, sem safnaset hafa með lögmætum hætti. Erum við komin þarna með dæmi um dómstól götunnar? „Já, þetta er bara klassískt dæmi um það.“ Lögreglumál Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Leiðir meinta barnaníðinga í gildru og afhjúpar á netinu Karlmaður, sem hefur undanfarinn einn og hálfan mánuð lokkað og ljóstrað upp um meinta barnaníðinga á samfélagsmiðlum, hefur skilað gögnunum sem hann hefur safnað til lögreglu. Hann segir lögreglu og dómskerfi ekki taka á kynferðisofbeldismálum af nógu mikilli hörku. 6. janúar 2023 18:29 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag var rætt við karlmann sem hefur undanfarinn einn og háfan mánuð lokkað og ljóstrað upp um meinta barnaníðinga á samfélagsmiðlum, en þúsundir Íslendinga fylgjast með honum þar. Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur varað fólk við því að lögregla geti ekki notað gögn, sem fáist með ólögmætum hætti sem þessum, við rannsókn mála. Þá eigi almennir borgarar ekki að grípa til svona aðgerða. „Ég er svo sem alveg sammála því en að einhverju leiti þarf lögreglan þá að sýna almenningi að hún geti tekið málin í sínar eigin hendur af því að hún eru ekki að sýna okkur það. Bara langt í frá,“ sagði tálbeitan í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag. Ekki eigi að teyma menn út í afbrot Lögmaður, sem hefur sérhæft sig í notkun tálbeita í sakamálum, segir hann ganga of langt í sínum aðgerðum. Þetta geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir tálbeituna. „Hann er að stuðla að og hvetja til refsiverðrar háttsemi, og það eitt og sér er í raun refsivert,“ segir Karólína Finnbjörnsdóttir, lögmaður. Lögreglan ein eigi að sjá um tálbeituaðgerðir. „Þarna er tálbeitan að teyma áfram samskiptin og stuðla að þeim, senda myndir og taka frumkvæði að einhverju leiti.“ Lögreglan geti tekið við og haldið tálbeitunni áfram samkvæmt þeim reglum sem gilda um það. „Að teyma menn ekki áfram þannig að þeir séu að fremja eitthvað brot sem þeir hefðu annars ekki framið ef tálbeitan hefði ekki komið til,“ segir Karólína. Dæmi séu um að dómstólar meti gögn sem þessi þannig að gengið sé of langt og tálbeitan hafi búið til brot, sem annars hefði ekki verið framið. Þá sé ekki hægt að nota gögnin sem tálbeitan hefur safnað ein og sér, heldur þurfi að leggja fram gögn til stuðnings, sem safnaset hafa með lögmætum hætti. Erum við komin þarna með dæmi um dómstól götunnar? „Já, þetta er bara klassískt dæmi um það.“
Lögreglumál Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Leiðir meinta barnaníðinga í gildru og afhjúpar á netinu Karlmaður, sem hefur undanfarinn einn og hálfan mánuð lokkað og ljóstrað upp um meinta barnaníðinga á samfélagsmiðlum, hefur skilað gögnunum sem hann hefur safnað til lögreglu. Hann segir lögreglu og dómskerfi ekki taka á kynferðisofbeldismálum af nógu mikilli hörku. 6. janúar 2023 18:29 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Sjá meira
Leiðir meinta barnaníðinga í gildru og afhjúpar á netinu Karlmaður, sem hefur undanfarinn einn og hálfan mánuð lokkað og ljóstrað upp um meinta barnaníðinga á samfélagsmiðlum, hefur skilað gögnunum sem hann hefur safnað til lögreglu. Hann segir lögreglu og dómskerfi ekki taka á kynferðisofbeldismálum af nógu mikilli hörku. 6. janúar 2023 18:29