Krafa um áfengi og tilbúna rétti hafi alltaf legið fyrir Árni Sæberg skrifar 6. janúar 2023 18:28 Joe & The Juice mun loka báðum veitingastöðum sínum í Leifsstöð. Aðsend Mikla athygli vakti í dag þegar aðstandendur veitingastaðakeðjunnar Joe & The Juice tilkynntu að þeir hefðu dregið sig úr útboðsferli Isavia varðandi veitingasölu á Keflavíkurflugvelli vegna kröfu um áfengissölu og sölu tilbúinna rétta. Í tilkynningu frá Isavia segir að krafan hafi legið fyrir allt frá því að útboðsferlið hófst snemma á síðasta ári. Í tilkynningu Joe & The Juice segir að krafan samræmist ekki áherslum keðjunnar. „Joe & The Juice hefur ekki selt áfengi á sínum stöðum og sömuleiðis hefur staðurinn aldrei boðið upp á mat sem útbúinn var mörgum klukkustundum áður. Þvert á móti er það eitt helsta einkenni staðarins að bjóða upp á eins ferskar samlokur og djúsa og mögulegt er, sem útbúnir eru eftir pöntun,“ segir í tilkynningunni. Því verði báðum veitingastöðum fyrirtækisins lokað á næstu mánuðum eftir tæplega átta ára veru í flugstöðinni. Þá er jafnframt haft eftir Birgi Bieltvedt, eiganda keðjunnar á Íslandi, að krafan hafi komið á óvart þegar útboðsgögn voru gefin út síðasta sumar en samt sem áður hafi verið ákveðið að taka þátt í útboðinu. Í útboðsferlinu hafi svo komið í ljós að mikil áhersla væri lögð á ýmsa þætti sem hefðu þýtt stórfelldar breytingar á „konsepti“ Joe & The Juice. Megináherslan fjölbreytt framboð Isavia brást við fjölmiðlaumfjöllun um málið með því að senda frá sér fréttatilkynningu. Þar segir að útboðið sem um ræðir taki til þriggja veitingarýma í flugstöðinni sem séu boðin út sem ein heild og að það sé á lokastigi. „Þar er lögð megináhersla á fjölbreytt framboð fyrir farþega í veitingaþjónustu. Það þýðir að mismunandi vörumerki geta tekið höndum saman og unnið í sama rými til að uppfylla þær kröfur. Það hefur verið gert í fyrri útboðsniðurstöðum og er alþekkt fyrirkomulag á alþjóðaflugvöllum um allan heim,“ segir í tilkynningunni. Þá er haft eftir Gunnhildi Erlu Vilbergsdóttur, deildarstjóra verslunar og veitinga hjá Isavia, að snemma á síðasta ári hafi verið haldinn vel sóttur kynningarfundur um væntanleg útboð á verslunar- og veitingarými á Keflavíkurflugvelli. Tilgangur fundarins hafi einnig verið að leiða saman rekstraraðila sem gætu unnið saman að útboðum. Síðan hafi verið haldin útboð sem öll hafi gengið vel og leitt til niðurstöðu sem muni auka úrval á mat, drykk og verslunartækifærum á Keflavíkurflugvelli. Kröfurnar hafi legið fyrir frá upphafi Þá segir að Isavia sé skylt að bjóða út alla verslunar- og veitingaþjónustu í flugstöðinni á nokkurra ára fresti á öllu Evrópska efnahagssvæðinu og þau útboð séu opin öllum. „Það hefur legið fyrir frá upphafi hverjar kröfurnar væru og kom það fram á kynningarfundi fyrir tæpu ári og í öllum útboðsgögnum,“ segir í tilkynningu. Að lokum hvetur Isavia sem fyrr alla áhugasama rekstraraðila til að kynna sér öll útboð fyrirtækisins sem verða síðar á þessu ári og endilega taka þátt. Keflavíkurflugvöllur Veitingastaðir Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Joe & the Juice gefast upp á Leifsstöð Veitingastaðurinn Joe & The Juice hefur dregið sig út úr útboðsferli Isavia varðandi veitingasölu á Keflavíkurflugvelli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Joe & Juice. Fyrirtækið hefur verið með sölustaði á flugvellinum um árabil. 6. janúar 2023 11:03 Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Í tilkynningu Joe & The Juice segir að krafan samræmist ekki áherslum keðjunnar. „Joe & The Juice hefur ekki selt áfengi á sínum stöðum og sömuleiðis hefur staðurinn aldrei boðið upp á mat sem útbúinn var mörgum klukkustundum áður. Þvert á móti er það eitt helsta einkenni staðarins að bjóða upp á eins ferskar samlokur og djúsa og mögulegt er, sem útbúnir eru eftir pöntun,“ segir í tilkynningunni. Því verði báðum veitingastöðum fyrirtækisins lokað á næstu mánuðum eftir tæplega átta ára veru í flugstöðinni. Þá er jafnframt haft eftir Birgi Bieltvedt, eiganda keðjunnar á Íslandi, að krafan hafi komið á óvart þegar útboðsgögn voru gefin út síðasta sumar en samt sem áður hafi verið ákveðið að taka þátt í útboðinu. Í útboðsferlinu hafi svo komið í ljós að mikil áhersla væri lögð á ýmsa þætti sem hefðu þýtt stórfelldar breytingar á „konsepti“ Joe & The Juice. Megináherslan fjölbreytt framboð Isavia brást við fjölmiðlaumfjöllun um málið með því að senda frá sér fréttatilkynningu. Þar segir að útboðið sem um ræðir taki til þriggja veitingarýma í flugstöðinni sem séu boðin út sem ein heild og að það sé á lokastigi. „Þar er lögð megináhersla á fjölbreytt framboð fyrir farþega í veitingaþjónustu. Það þýðir að mismunandi vörumerki geta tekið höndum saman og unnið í sama rými til að uppfylla þær kröfur. Það hefur verið gert í fyrri útboðsniðurstöðum og er alþekkt fyrirkomulag á alþjóðaflugvöllum um allan heim,“ segir í tilkynningunni. Þá er haft eftir Gunnhildi Erlu Vilbergsdóttur, deildarstjóra verslunar og veitinga hjá Isavia, að snemma á síðasta ári hafi verið haldinn vel sóttur kynningarfundur um væntanleg útboð á verslunar- og veitingarými á Keflavíkurflugvelli. Tilgangur fundarins hafi einnig verið að leiða saman rekstraraðila sem gætu unnið saman að útboðum. Síðan hafi verið haldin útboð sem öll hafi gengið vel og leitt til niðurstöðu sem muni auka úrval á mat, drykk og verslunartækifærum á Keflavíkurflugvelli. Kröfurnar hafi legið fyrir frá upphafi Þá segir að Isavia sé skylt að bjóða út alla verslunar- og veitingaþjónustu í flugstöðinni á nokkurra ára fresti á öllu Evrópska efnahagssvæðinu og þau útboð séu opin öllum. „Það hefur legið fyrir frá upphafi hverjar kröfurnar væru og kom það fram á kynningarfundi fyrir tæpu ári og í öllum útboðsgögnum,“ segir í tilkynningu. Að lokum hvetur Isavia sem fyrr alla áhugasama rekstraraðila til að kynna sér öll útboð fyrirtækisins sem verða síðar á þessu ári og endilega taka þátt.
Keflavíkurflugvöllur Veitingastaðir Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Joe & the Juice gefast upp á Leifsstöð Veitingastaðurinn Joe & The Juice hefur dregið sig út úr útboðsferli Isavia varðandi veitingasölu á Keflavíkurflugvelli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Joe & Juice. Fyrirtækið hefur verið með sölustaði á flugvellinum um árabil. 6. janúar 2023 11:03 Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Joe & the Juice gefast upp á Leifsstöð Veitingastaðurinn Joe & The Juice hefur dregið sig út úr útboðsferli Isavia varðandi veitingasölu á Keflavíkurflugvelli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Joe & Juice. Fyrirtækið hefur verið með sölustaði á flugvellinum um árabil. 6. janúar 2023 11:03