Vinnueftirlitið hefur farið í 253 athuganir í leikskóla frá 2015 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. janúar 2023 10:54 Vinnueftirlitið var meðal annars kallað út á leikskólann Sólborg í Reykjavík. Reykjavíkurborg Frá árinu 2015 hefur Vinnueftirlitið farið í 253 vettvangsathuganir í leikskóla á landinu til að sinna eftirlitshlutverki sínu á grundvelli laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Í 27 tilvikum voru gerðar athugasemdir vegna vinnurýmis starfsfólks. Þetta kemur fram í skriflegum svörum Vinnueftirlitsins við fyrirspurn fréttastofu. Þar segir að í 15 af þessum 27 tilvikum voru gefnar út ábendingar að taka þyrfti tillit til bæði fjölda starfsfólks og barna. Hins vegar hafi ekki verið gefin bein fyrirmæli um fækkun barna. Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum um það hversu margir leikskólar hefðu leitað til Vinnueftirlitsins vegna óviðunandi aðstæðna, hvort sem er vegna skorts á starfsmönnum eða myglu. Samkvæmt heimildum Vísis hafa stjórnendur eða starfsmenn að minnsta kosti sex leikskóla í Reykjavík leitað til Vinnueftirlitsins, eftir að hafa mætt fálæti af hálfu skóla- og frístundasviðs borgarinnar. Í svörum Vinnueftirlitsins segir að stofnunin tæki við ábendingum um ætlaðan vanbúnað á vinnustöðum frá starfsfólki og öðrum sem verða hans áskynja. Vinnueftirlitinu sé hins vegar óheimilt að upplýsa um hvort því hafi borist ábendingar eða umkvartanir um einstaka vinnustaði. „Á það einnig við um ákveðna tegundir vinnustaða á innlendum vinnumarkaði enda oft um tiltölulega fáa vinnustaði að ræða,“ segir í svörunum en afar mikilvægt sé að starfsfólk geti leitað til stofnunarinnar án þess að óttast að eiga það á hættu að stofnuninni verði gert skylt að upplýsa atvinnurekandann eða aðra um kvörtunina. Fréttastofa ræddi í september síðastliðnum við Guðrúnu Jónu Thorarensen, leikskólastjóra á Sólborg og samráðsfulltrúa leikskólastjórnenda í Reykjavík, þar sem hún greindi frá því að hún hefði leitað til Vinnueftirlitsins vegna fjölda barna á leikskólanum. Tilefnið var boðuð reglugerðabreyting menntamálaráðherra sem fól meðal annars í sér að ef ágreiningur kæmi upp um fjölda barna á leikskóla þá væri endanleg ákvörðun á forræði sveitarstjórnar. 136 umsagnir bárust um tillöguna og var hún dregin til baka. Í kjölfar heimsóknar Vinnueftirlitsins á Sólborg var börnunum á leikskólanum fækkað um 20 prósent. Leikskólar Reykjavík Vinnustaðurinn Skóla - og menntamál Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Þetta kemur fram í skriflegum svörum Vinnueftirlitsins við fyrirspurn fréttastofu. Þar segir að í 15 af þessum 27 tilvikum voru gefnar út ábendingar að taka þyrfti tillit til bæði fjölda starfsfólks og barna. Hins vegar hafi ekki verið gefin bein fyrirmæli um fækkun barna. Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum um það hversu margir leikskólar hefðu leitað til Vinnueftirlitsins vegna óviðunandi aðstæðna, hvort sem er vegna skorts á starfsmönnum eða myglu. Samkvæmt heimildum Vísis hafa stjórnendur eða starfsmenn að minnsta kosti sex leikskóla í Reykjavík leitað til Vinnueftirlitsins, eftir að hafa mætt fálæti af hálfu skóla- og frístundasviðs borgarinnar. Í svörum Vinnueftirlitsins segir að stofnunin tæki við ábendingum um ætlaðan vanbúnað á vinnustöðum frá starfsfólki og öðrum sem verða hans áskynja. Vinnueftirlitinu sé hins vegar óheimilt að upplýsa um hvort því hafi borist ábendingar eða umkvartanir um einstaka vinnustaði. „Á það einnig við um ákveðna tegundir vinnustaða á innlendum vinnumarkaði enda oft um tiltölulega fáa vinnustaði að ræða,“ segir í svörunum en afar mikilvægt sé að starfsfólk geti leitað til stofnunarinnar án þess að óttast að eiga það á hættu að stofnuninni verði gert skylt að upplýsa atvinnurekandann eða aðra um kvörtunina. Fréttastofa ræddi í september síðastliðnum við Guðrúnu Jónu Thorarensen, leikskólastjóra á Sólborg og samráðsfulltrúa leikskólastjórnenda í Reykjavík, þar sem hún greindi frá því að hún hefði leitað til Vinnueftirlitsins vegna fjölda barna á leikskólanum. Tilefnið var boðuð reglugerðabreyting menntamálaráðherra sem fól meðal annars í sér að ef ágreiningur kæmi upp um fjölda barna á leikskóla þá væri endanleg ákvörðun á forræði sveitarstjórnar. 136 umsagnir bárust um tillöguna og var hún dregin til baka. Í kjölfar heimsóknar Vinnueftirlitsins á Sólborg var börnunum á leikskólanum fækkað um 20 prósent.
Leikskólar Reykjavík Vinnustaðurinn Skóla - og menntamál Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira