Þrjár þrettándabrennur á höfuðborgarsvæðinu Atli Ísleifsson skrifar 6. janúar 2023 09:13 Jólin verða kvödd í dag. Getty Tvær þrettándabrennur verða haldnar í Reykjavík í dag í tilefni af þrettándanum í dag. Brenna verður einnig í Mosfellsbæ og þá verður sérstök Þrettándagleði í Hafnarfirði. Brennurnar í Reykjavík verða annars vegar við Ægisíðu og hin við frístundamiðstöðina Gufunesbæ í Grafarvogi. Í Mosfellsbæ verður þrettándabrennan neðan Holtahverfis við Leiruvoginn en Þrettándagleðin Í Hafnarfirði á Ásvöllum. Á vef Reykjavíkurborgar segir að Austurmiðstöð standi fyrir þrettándabrennu við Gufunesbæ og hefst dagskráin klukkan 17 með kakó- og vöfflustund í Hlöðunni. „Skólahljómsveit Grafarvogs leikur létt lög kl. 17.20 og leiðir síðan göngu frá Hlöðunni að brennu kl. 17.55. Kveikt verður í brennunni kl.18 og munu Espólín, Dóra og Döðlurnar og Friðrik Dór skemmta gestum. Þrettándagleði lýkur svo með flugeldasýningu kl.19. Gestir minntir á að skilja skotelda eftir heima Á þrettándahátíð Vesturbæjar verður dagskráin eftirfarandi. Safnast verður saman við Melaskóla kl.18, þar sem Sveinn Bjarki leiðir fjöldasöng en því næst verður gengið með kyndla að brennunni á Ægisíðu í fylgd lögreglu. Borinn verður eldur að kestinum um kl. 18.30 og boðið verður upp á flugeldasýningu um kl.18.45 í samstarfi við KR-flugelda. Vöfflubíllinn mætir á svæðið og mun allur ágóði af sölunni renna í Örninn sem er minningar- og styrktarsjóður. Kvæðamannafélagið Iðunn tekur nokkur lög og mögulega kíkja jólasveinar við áður en þeir leggja af stað til fjalla. Foreldrafélög Vesturbæjar-, Granda-, Haga- og Melaskóla, ásamt Vesturmiðstöð standa að þrettándahátíðinni. Aðstandendur hátíðarinnar biðja, að gefnu tilefni, öll að skilja skotelda eftir heima því mikil hætta getur skapast ef þeim er skotið upp þar sem mörg eru saman komin. Þá er minnt á að óheimilt er að taka við jólatrjám á brennuna,“ segir á vef Reykjavíkurborgar. Brenna í Mosó og Þrettándagleði í Hafnarfirði Á vef Mosfellsbæjar kemur fram að Skátafélagið Mosverjar leiði blysför frá Miðbæjartorginu klukkkan 17:30. „Dagskráin verður vegleg en fram koma Stormsveitin og Skólahljómsveit Mosfellsbæjar. Álfakóngur og álfadrottning, Grýla, Leppalúða og þeirra hyski verða á svæðinu. Björgunarsveitin Kyndill verður með glæsilega flugeldasýningu,“ segir í tilkynningunni. Þá segir á vef Hafnarfjarðar að jólin verði kvödd með dansi og söng á Þrettándagleði á Ásvöllum í kvöld. „Hátíðin hefst kl. 18. Guðrún Árný stjórnar söng og dansi af sviði. Kertasníkir, Grýla, álfar og púkar verða á sveimi á svæðinu. Í afgreiðslu verður hægt að kaupa kakó, kleinur og stjörnuljós. Hátíðinni lýkur um kl. 18:45 með glæsilegri flugeldasýningu Björgunarsveitar Hafnarfjarðar,“ segir á vef Hafnarfirði. Jól Reykjavík Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Samsláttur skapandi greina öflugur á Íslandi Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Sjá meira
Brennurnar í Reykjavík verða annars vegar við Ægisíðu og hin við frístundamiðstöðina Gufunesbæ í Grafarvogi. Í Mosfellsbæ verður þrettándabrennan neðan Holtahverfis við Leiruvoginn en Þrettándagleðin Í Hafnarfirði á Ásvöllum. Á vef Reykjavíkurborgar segir að Austurmiðstöð standi fyrir þrettándabrennu við Gufunesbæ og hefst dagskráin klukkan 17 með kakó- og vöfflustund í Hlöðunni. „Skólahljómsveit Grafarvogs leikur létt lög kl. 17.20 og leiðir síðan göngu frá Hlöðunni að brennu kl. 17.55. Kveikt verður í brennunni kl.18 og munu Espólín, Dóra og Döðlurnar og Friðrik Dór skemmta gestum. Þrettándagleði lýkur svo með flugeldasýningu kl.19. Gestir minntir á að skilja skotelda eftir heima Á þrettándahátíð Vesturbæjar verður dagskráin eftirfarandi. Safnast verður saman við Melaskóla kl.18, þar sem Sveinn Bjarki leiðir fjöldasöng en því næst verður gengið með kyndla að brennunni á Ægisíðu í fylgd lögreglu. Borinn verður eldur að kestinum um kl. 18.30 og boðið verður upp á flugeldasýningu um kl.18.45 í samstarfi við KR-flugelda. Vöfflubíllinn mætir á svæðið og mun allur ágóði af sölunni renna í Örninn sem er minningar- og styrktarsjóður. Kvæðamannafélagið Iðunn tekur nokkur lög og mögulega kíkja jólasveinar við áður en þeir leggja af stað til fjalla. Foreldrafélög Vesturbæjar-, Granda-, Haga- og Melaskóla, ásamt Vesturmiðstöð standa að þrettándahátíðinni. Aðstandendur hátíðarinnar biðja, að gefnu tilefni, öll að skilja skotelda eftir heima því mikil hætta getur skapast ef þeim er skotið upp þar sem mörg eru saman komin. Þá er minnt á að óheimilt er að taka við jólatrjám á brennuna,“ segir á vef Reykjavíkurborgar. Brenna í Mosó og Þrettándagleði í Hafnarfirði Á vef Mosfellsbæjar kemur fram að Skátafélagið Mosverjar leiði blysför frá Miðbæjartorginu klukkkan 17:30. „Dagskráin verður vegleg en fram koma Stormsveitin og Skólahljómsveit Mosfellsbæjar. Álfakóngur og álfadrottning, Grýla, Leppalúða og þeirra hyski verða á svæðinu. Björgunarsveitin Kyndill verður með glæsilega flugeldasýningu,“ segir í tilkynningunni. Þá segir á vef Hafnarfjarðar að jólin verði kvödd með dansi og söng á Þrettándagleði á Ásvöllum í kvöld. „Hátíðin hefst kl. 18. Guðrún Árný stjórnar söng og dansi af sviði. Kertasníkir, Grýla, álfar og púkar verða á sveimi á svæðinu. Í afgreiðslu verður hægt að kaupa kakó, kleinur og stjörnuljós. Hátíðinni lýkur um kl. 18:45 með glæsilegri flugeldasýningu Björgunarsveitar Hafnarfjarðar,“ segir á vef Hafnarfirði.
Jól Reykjavík Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Samsláttur skapandi greina öflugur á Íslandi Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Sjá meira