Stöð 2 Sport
Klukkan 17:00 verður Subway Körfuboltakvöld kvenna í beinni útsendingu en þar verður farið yfir alla leiki gærkvöldsins í Subway-deildinni. Klukkan 18:05 hefst síðan útsending frá Grindavík þar sem heimamenn taka á móti KR í Subway-deild karla.
Klukkan 20:05 hefst útsending frá seinni leik kvöldsins í Subway-deild karla en þá tekur Stjarnan á móti Íslandmeisturum Vals. Strax í kjölfarið fara Kjartan Atli Kjartansson og félagar yfir allt það helsta í leikjum kvöldsins í Subway-tilþrifunum en útsendingin hefst klukkan 22:00.
Stöð 2 Esport
Klukkan 19:15 hefst bein útsending frá Ljósleiðaradeildinni í CS:GO.