Hjálparköll sendiráða setja skýrt verklag í gang hjá lögreglu Kolbeinn Tumi Daðason, Sunna Sæmundsdóttir og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa 4. janúar 2023 17:12 Tveir slökkviliðsmenn klæddir í hlífðarbúnað og með gasgrímur við sendiráðið í dag. Vísir/Vilhelm Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra, segir að reglulegt verklag hafi farið af stað á þriðja tímanum í dag þegar boð barst frá bandaríska sendiráðinu um dularfulla pakkasendingu. Tveir starfsmenn sendiráðsins voru sendir á sjúkrahús í varúðarskyni. Ekkert amar að þeim. Þetta segir Runólfur í samtali við fréttastofu. Skýrir verkferlar séu hjá ríkislögreglustjóra hvernig bregðast eigi við þegar grunsamlegar sendingar berast sendiráðum. Slíkt gerist reglulega víða um heim. „Þær upplýsingar sem að var aflað á vettvangi og aðrar upplýsingar sem að voru fyrirliggjandi gáfu tilefni til þess að við gátum dregið úr viðbrögðunum nokkuð skjótt,“ segir Runólfur. Hvaða viðbúnaður var settur af stað, hverjir voru sendir á staðinn? „Það er samkvæmt verklaginu. Þá fáum við lögreglu svona ef að þarf að loka og rýma, við fáum sprengjusérfræðinga frá sérsveitinni til þess að nálgast þetta samkvæmt því verklagi sem við viljum að sé viðhaft. Slökkviliðið kemur þarna líka vegna þess að það býr yfir mjög góðum búnaði og við höfum farið yfir þetta verklag og æft þetta, hvernig við tökumst á við þegar lögregla fær svona tilkynningar,“ segir Runólfur. Þegar hann er spurður út í búnaðinn sem viðbragðsaðilar báru á vettvangi eins og gasgrímur segir Runólfur þurfa að gera ráð fyrir og vera viðbúin öllu þegar tilkynningar af þessu tagi berist. Í þetta sinn hafi verið dregið fljótt úr viðbúnaði. Lögregla muni hafa betri upplýsingar um það hvað nákvæmlega hafi verið á ferðinni fljótlega. Málið sé til rannsóknar. Viðtalið má heyra hér að neðan. Að neðan má svo sjá svipmyndir frá vettvangi í dag. Lögreglumál Reykjavík Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Starfsfólk sendiráðsins á sjúkrahús vegna grunsamlegrar sendingar Starfsfólk bandaríska sendiráðsins við Engjateig var flutt á sjúkrahús til skoðunar til öryggis eftir að það handlék grunsamlega sendingu. Sérsveit ríkislögreglustjóra og slökkvilið var kallað til vegna sendingarinnar. 4. janúar 2023 14:17 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Þetta segir Runólfur í samtali við fréttastofu. Skýrir verkferlar séu hjá ríkislögreglustjóra hvernig bregðast eigi við þegar grunsamlegar sendingar berast sendiráðum. Slíkt gerist reglulega víða um heim. „Þær upplýsingar sem að var aflað á vettvangi og aðrar upplýsingar sem að voru fyrirliggjandi gáfu tilefni til þess að við gátum dregið úr viðbrögðunum nokkuð skjótt,“ segir Runólfur. Hvaða viðbúnaður var settur af stað, hverjir voru sendir á staðinn? „Það er samkvæmt verklaginu. Þá fáum við lögreglu svona ef að þarf að loka og rýma, við fáum sprengjusérfræðinga frá sérsveitinni til þess að nálgast þetta samkvæmt því verklagi sem við viljum að sé viðhaft. Slökkviliðið kemur þarna líka vegna þess að það býr yfir mjög góðum búnaði og við höfum farið yfir þetta verklag og æft þetta, hvernig við tökumst á við þegar lögregla fær svona tilkynningar,“ segir Runólfur. Þegar hann er spurður út í búnaðinn sem viðbragðsaðilar báru á vettvangi eins og gasgrímur segir Runólfur þurfa að gera ráð fyrir og vera viðbúin öllu þegar tilkynningar af þessu tagi berist. Í þetta sinn hafi verið dregið fljótt úr viðbúnaði. Lögregla muni hafa betri upplýsingar um það hvað nákvæmlega hafi verið á ferðinni fljótlega. Málið sé til rannsóknar. Viðtalið má heyra hér að neðan. Að neðan má svo sjá svipmyndir frá vettvangi í dag.
Lögreglumál Reykjavík Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Starfsfólk sendiráðsins á sjúkrahús vegna grunsamlegrar sendingar Starfsfólk bandaríska sendiráðsins við Engjateig var flutt á sjúkrahús til skoðunar til öryggis eftir að það handlék grunsamlega sendingu. Sérsveit ríkislögreglustjóra og slökkvilið var kallað til vegna sendingarinnar. 4. janúar 2023 14:17 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Starfsfólk sendiráðsins á sjúkrahús vegna grunsamlegrar sendingar Starfsfólk bandaríska sendiráðsins við Engjateig var flutt á sjúkrahús til skoðunar til öryggis eftir að það handlék grunsamlega sendingu. Sérsveit ríkislögreglustjóra og slökkvilið var kallað til vegna sendingarinnar. 4. janúar 2023 14:17