Starfsfólk sendiráðsins á sjúkrahús vegna grunsamlegrar sendingar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. janúar 2023 14:17 Frá vettvangi núna upp úr klukkan 14:30. Vísir/Vilhelm Starfsfólk bandaríska sendiráðsins við Engjateig var flutt á sjúkrahús til skoðunar til öryggis eftir að það handlék grunsamlega sendingu. Sérsveit ríkislögreglustjóra og slökkvilið var kallað til vegna sendingarinnar. Töluverður viðbúnaður var fyrir utan sendiráðið um miðjan dag. Lögreglumenn og sérveitarmenn fylgdust með þegar slökkviliðsmenn í hlífðarbúningum aðhöfðust við innganginn. Í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra segir að viðbragðið hafi verið vegna sendingar sem starfsfólk sendiráðsins handlék. Farið hafi verið eftir sérstöku verklagi og sendingin fjarlægð. Upplýsingafulltrúi sendiráðsins segir Vísi að grunsamleg sending hafi borist. Starfsfólkinu varð ekki meint af, að sögn lögreglu, en var flutt á sjúkrahús til skoðunar til öryggis. Lögregla rannsakar innihald sendingarinnar. Kristinn Gilsdorf, upplýsingafulltrúi í sendiráðinu, segir alla í sendiráðinu hafa haldið ró sinni vegna málsins. Upphafleg fréttin af vettvangi er hér fyrir neðan: Fjöldi lögreglumanna stendur nú vaktina við bandaríska sendiráðið við Engjateig í Reykjavík. Upplýsingafulltrúi sendiráðsins segir atvik hafa komið upp sem hafi kallað á aðkomu lögreglu. Fulltrúar lögreglu og slökkviliðs eru á vettvangi og nokkur fjöldi manna er klæddur í hlífðargalla og með grímur. Umferð um Engjateig hefur verið lokað. Gestir á Hilton hóteli, gegnt sendiráðinu, fylgjast með út um gluggann og gangandi vegfarendur sömuleiðis. Kristinn Gilsdorf, upplýsingafulltrúi í sendiráðinu, segir í samtali við fréttastofu að atvik hafi komið upp fyrir utan sendiráðið sem leiddi til þess að ákveðið hefði verið að kalla til lögreglu. Málið væri í skoðun og hann gæti lítið tjáð sig um málið. Lögregla hefði tekið ákvörðun um að loka götunni. Fylgst er með gangi mála í vaktinni að neðan.
Töluverður viðbúnaður var fyrir utan sendiráðið um miðjan dag. Lögreglumenn og sérveitarmenn fylgdust með þegar slökkviliðsmenn í hlífðarbúningum aðhöfðust við innganginn. Í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra segir að viðbragðið hafi verið vegna sendingar sem starfsfólk sendiráðsins handlék. Farið hafi verið eftir sérstöku verklagi og sendingin fjarlægð. Upplýsingafulltrúi sendiráðsins segir Vísi að grunsamleg sending hafi borist. Starfsfólkinu varð ekki meint af, að sögn lögreglu, en var flutt á sjúkrahús til skoðunar til öryggis. Lögregla rannsakar innihald sendingarinnar. Kristinn Gilsdorf, upplýsingafulltrúi í sendiráðinu, segir alla í sendiráðinu hafa haldið ró sinni vegna málsins. Upphafleg fréttin af vettvangi er hér fyrir neðan: Fjöldi lögreglumanna stendur nú vaktina við bandaríska sendiráðið við Engjateig í Reykjavík. Upplýsingafulltrúi sendiráðsins segir atvik hafa komið upp sem hafi kallað á aðkomu lögreglu. Fulltrúar lögreglu og slökkviliðs eru á vettvangi og nokkur fjöldi manna er klæddur í hlífðargalla og með grímur. Umferð um Engjateig hefur verið lokað. Gestir á Hilton hóteli, gegnt sendiráðinu, fylgjast með út um gluggann og gangandi vegfarendur sömuleiðis. Kristinn Gilsdorf, upplýsingafulltrúi í sendiráðinu, segir í samtali við fréttastofu að atvik hafi komið upp fyrir utan sendiráðið sem leiddi til þess að ákveðið hefði verið að kalla til lögreglu. Málið væri í skoðun og hann gæti lítið tjáð sig um málið. Lögregla hefði tekið ákvörðun um að loka götunni. Fylgst er með gangi mála í vaktinni að neðan.
Lögreglumál Bandaríkin Reykjavík Sendiráð á Íslandi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira