Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni niðurlægður í atkvæðagreiðslum í gær Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. janúar 2023 07:33 Áhyggjur eru uppi um að McCarthy muni ekki takast að sameina þingflokkinn að baki sér. AP/Andrew Harnik Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, varð í gær fyrstur manna í hundrað ár til að ná ekki að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar í fyrstu atkvæðagreiðslu. Guardian hefur eftir pólitískum ráðgjafa sem sjálfur er Repúblikani að um sé að ræða mestu niðurlæginguna sem McCarthey hefur upplifað á ferlinum en honum mistókst ekki bara að tryggja sér embættið í þremur atkvæðagreiðslum í gær, heldur hlaut Demókratinn Hakeem Jeffries fleiri atkvæði en McCarthy. Í fyrstu tveimur umferðunum sviku nítján þingmenn Repúblikanaflokksins lit, þannig að McCarthy vantaði fimmtán atkvæði til að ná 218 atkvæða lágmarkinu. Í þriðju umferðinni hafði einn Repúblikani til viðbótar látið af stuðningi sínum við McCarthy. Atkvæðagreiðslunni var frestað í kjölfarið, til hádegis í dag. McCarthy hafði viðurkennt fyrirfram að honum myndi líklega ekki takast að tryggja sér embættið í fyrstu atkvæðagreiðslunni og gaf til kynna að hann væri undir það búinn að ferlið myndi taka nokkurn tíma. Leiðtoginn hefur notið stuðnings Donald Trump, fyrrverandi forseta, en sá neitaði að tjá sig um það í gær hvort hann myndi áfram styðja McCarthy eftir vandræðagang gærdagsins. „Við sjáum hvað gerist. Við sjáum hvernig þetta endar allt saman,“ sagði Trump í samtali við NBC í gær. Þingmaðurinn Bob Good frá Virginíu sagði í samtali við CNN í gærkvöldi að ákveðinn hópur þingmanna hefði fengið nóg af McCarthy og að atkvæðum honum til stuðnings myndi fara fækkandi í næstu atkvæðagreiðslum. Helstu andstæðingar McCarthy í þinginu tilheyra hópi harðra hægri manna sem hafa kallað eftir breytingum á starfsreglum þingdeildarinnar. Þeir saka McCarthy um að hafa hunsað sig og barist gegn sér. Stuðningsmenn McCarthy saka hópinn hins vegar um að forgangsraða eigin metnaði fram yfir hagsmuni flokksins. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir McCarthy í erfiðri stöðu og líkur á óreiðu á þingi Nýtt kjörtímabil hefst í Bandaríkjunum á morgun og munu Demókratar þá formlega missa meirihluta í fulltrúadeildinni. Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, hefur unnið hörðum höndum að því að tryggja sér atkvæði 218 þingmanna svo hann geti orðið þingforseti en svo virðist sem hann nái því ekki. 2. janúar 2023 14:05 Taka aftur upp fjársvikamál gegn lygaþingmanninum Saksóknarar í Brasilíu ætla að taka aftur upp rannsókn á fjársvikamáli gegn George Santos, verðandi þingmanni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Rannsóknin var sett á ís á sínum tíma þar sem brasilísku lögreglunni tókst ekki að hafa uppi á Santos. 3. janúar 2023 09:46 Mætir mótspyrnu innan eigin flokks Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, stendur frammi fyrir óvæntri mótspyrnu innan flokksins í tilraunum hans til að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar. Þingmenn flokksins hafa sagt að til greina komi að gera samkomulag við Demókrata um að kjósa þingforseta sem falli í kramið hjá þeim. 1. desember 2022 16:02 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Fleiri fréttir Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Sjá meira
Guardian hefur eftir pólitískum ráðgjafa sem sjálfur er Repúblikani að um sé að ræða mestu niðurlæginguna sem McCarthey hefur upplifað á ferlinum en honum mistókst ekki bara að tryggja sér embættið í þremur atkvæðagreiðslum í gær, heldur hlaut Demókratinn Hakeem Jeffries fleiri atkvæði en McCarthy. Í fyrstu tveimur umferðunum sviku nítján þingmenn Repúblikanaflokksins lit, þannig að McCarthy vantaði fimmtán atkvæði til að ná 218 atkvæða lágmarkinu. Í þriðju umferðinni hafði einn Repúblikani til viðbótar látið af stuðningi sínum við McCarthy. Atkvæðagreiðslunni var frestað í kjölfarið, til hádegis í dag. McCarthy hafði viðurkennt fyrirfram að honum myndi líklega ekki takast að tryggja sér embættið í fyrstu atkvæðagreiðslunni og gaf til kynna að hann væri undir það búinn að ferlið myndi taka nokkurn tíma. Leiðtoginn hefur notið stuðnings Donald Trump, fyrrverandi forseta, en sá neitaði að tjá sig um það í gær hvort hann myndi áfram styðja McCarthy eftir vandræðagang gærdagsins. „Við sjáum hvað gerist. Við sjáum hvernig þetta endar allt saman,“ sagði Trump í samtali við NBC í gær. Þingmaðurinn Bob Good frá Virginíu sagði í samtali við CNN í gærkvöldi að ákveðinn hópur þingmanna hefði fengið nóg af McCarthy og að atkvæðum honum til stuðnings myndi fara fækkandi í næstu atkvæðagreiðslum. Helstu andstæðingar McCarthy í þinginu tilheyra hópi harðra hægri manna sem hafa kallað eftir breytingum á starfsreglum þingdeildarinnar. Þeir saka McCarthy um að hafa hunsað sig og barist gegn sér. Stuðningsmenn McCarthy saka hópinn hins vegar um að forgangsraða eigin metnaði fram yfir hagsmuni flokksins.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir McCarthy í erfiðri stöðu og líkur á óreiðu á þingi Nýtt kjörtímabil hefst í Bandaríkjunum á morgun og munu Demókratar þá formlega missa meirihluta í fulltrúadeildinni. Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, hefur unnið hörðum höndum að því að tryggja sér atkvæði 218 þingmanna svo hann geti orðið þingforseti en svo virðist sem hann nái því ekki. 2. janúar 2023 14:05 Taka aftur upp fjársvikamál gegn lygaþingmanninum Saksóknarar í Brasilíu ætla að taka aftur upp rannsókn á fjársvikamáli gegn George Santos, verðandi þingmanni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Rannsóknin var sett á ís á sínum tíma þar sem brasilísku lögreglunni tókst ekki að hafa uppi á Santos. 3. janúar 2023 09:46 Mætir mótspyrnu innan eigin flokks Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, stendur frammi fyrir óvæntri mótspyrnu innan flokksins í tilraunum hans til að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar. Þingmenn flokksins hafa sagt að til greina komi að gera samkomulag við Demókrata um að kjósa þingforseta sem falli í kramið hjá þeim. 1. desember 2022 16:02 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Fleiri fréttir Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Sjá meira
McCarthy í erfiðri stöðu og líkur á óreiðu á þingi Nýtt kjörtímabil hefst í Bandaríkjunum á morgun og munu Demókratar þá formlega missa meirihluta í fulltrúadeildinni. Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, hefur unnið hörðum höndum að því að tryggja sér atkvæði 218 þingmanna svo hann geti orðið þingforseti en svo virðist sem hann nái því ekki. 2. janúar 2023 14:05
Taka aftur upp fjársvikamál gegn lygaþingmanninum Saksóknarar í Brasilíu ætla að taka aftur upp rannsókn á fjársvikamáli gegn George Santos, verðandi þingmanni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Rannsóknin var sett á ís á sínum tíma þar sem brasilísku lögreglunni tókst ekki að hafa uppi á Santos. 3. janúar 2023 09:46
Mætir mótspyrnu innan eigin flokks Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, stendur frammi fyrir óvæntri mótspyrnu innan flokksins í tilraunum hans til að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar. Þingmenn flokksins hafa sagt að til greina komi að gera samkomulag við Demókrata um að kjósa þingforseta sem falli í kramið hjá þeim. 1. desember 2022 16:02