Starfsleyfi vegna skotsvæðisins á Álfsnesi fellt úr gildi Atli Ísleifsson skrifar 4. janúar 2023 07:03 Skotíþróttamenn hafa lengi stundað æfingar á æfingasvæðinu við Álfsnes. AÐSEND/GUÐMUNDUR GÍSLASON Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlitsins í Reykjavík frá síðasta sumri um að gefa út starfsleyfi til Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis til reksturs skotvallar á Álfsnesi. Svæðinu hefur því verið lokað. Niðurstaða nefndarinnar er að starfsemin sé ekki talin samræmast landnotkun svæðisins samkvæmt gildandi aðalskipulagi Reykjavíkur. „Er því starfsemi sú sem heimiluð er með hinu kærða starfsleyfi ekki í samræmi við landnotkun umrædds svæðis eins og það er tilgreint í aðalskipulagi“, og er þar vísað í lög um hollustuhætti og mengunarvarnir. Að auki kemur fram að starfsleyfið hafi farið í bága við ákvæði skipulagsreglugerðar um landnotkunarflokka en í þeirri reglugerð sé ekki að finna heimild til að víkja frá gildandi landnotkun samkvæmt skipulagi. Lokað fyrirvaralaust í september 2021 Skotsvæðinu á Álfsnesi var lokað fyrirvaralaust í september 2021 eftir að íbúar og landeigendur í nágrenninu höfðu kært leyfisveitinguna nokkrum mánuðum fyrr á þeim forsendum að blýmengun hlytist af starfsemi skotsvæðisins, í fjöru og sjó við Álfsnes. Þá sagði í fyrri úrskurði úrskurðarnefndarinnar að starfsemi skotfélagsins í Álfsnesi hafi verið, nánast frá upphafi, „í mikilli óþökk íbúa, meðal annars vegna hávaðamengunar.“ Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gaf hins vegar úr nýtt starfsleyfi fyrir æfingaaðstöðuna í júlí 2022. Endurkast frá Esjuklettum Landeigendur í nágrenninu kærðu þá ákvörðun Heilbrigðiseftirlitsins til nefndarinnar þar sem þess var krafist að ákvörðunin yrði felld úr gildi. Jafnframt var þess krafist að hávaðamælingar heilbrigðiseftirlitsins sem fram komi í starfsleyfinu yrðu ógildar og hljóðmælingar gerðar af óháðum aðila. Kærendur vísuðu til heilsuspillandi hávaðamengun frá skotsvæðinu sem bergmáli við endurkast frá Esjuklettum og þá valdi jarðvegsmengun á skotsvæðinu og mengun í sjó og fjöru því að fuglalíf væri í hættu og náttúru spillt. Umhverfismál Reykjavík Skotíþróttir Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Tengdar fréttir Fá að skjóta á Álfsnesi á ný Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur gefið út nýtt starfsleyfi fyrir æfingaaðstöðu Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis. Svæðinu var lokað fyrirvaralaust í september í fyrra. 5. ágúst 2022 07:16 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira
Niðurstaða nefndarinnar er að starfsemin sé ekki talin samræmast landnotkun svæðisins samkvæmt gildandi aðalskipulagi Reykjavíkur. „Er því starfsemi sú sem heimiluð er með hinu kærða starfsleyfi ekki í samræmi við landnotkun umrædds svæðis eins og það er tilgreint í aðalskipulagi“, og er þar vísað í lög um hollustuhætti og mengunarvarnir. Að auki kemur fram að starfsleyfið hafi farið í bága við ákvæði skipulagsreglugerðar um landnotkunarflokka en í þeirri reglugerð sé ekki að finna heimild til að víkja frá gildandi landnotkun samkvæmt skipulagi. Lokað fyrirvaralaust í september 2021 Skotsvæðinu á Álfsnesi var lokað fyrirvaralaust í september 2021 eftir að íbúar og landeigendur í nágrenninu höfðu kært leyfisveitinguna nokkrum mánuðum fyrr á þeim forsendum að blýmengun hlytist af starfsemi skotsvæðisins, í fjöru og sjó við Álfsnes. Þá sagði í fyrri úrskurði úrskurðarnefndarinnar að starfsemi skotfélagsins í Álfsnesi hafi verið, nánast frá upphafi, „í mikilli óþökk íbúa, meðal annars vegna hávaðamengunar.“ Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gaf hins vegar úr nýtt starfsleyfi fyrir æfingaaðstöðuna í júlí 2022. Endurkast frá Esjuklettum Landeigendur í nágrenninu kærðu þá ákvörðun Heilbrigðiseftirlitsins til nefndarinnar þar sem þess var krafist að ákvörðunin yrði felld úr gildi. Jafnframt var þess krafist að hávaðamælingar heilbrigðiseftirlitsins sem fram komi í starfsleyfinu yrðu ógildar og hljóðmælingar gerðar af óháðum aðila. Kærendur vísuðu til heilsuspillandi hávaðamengun frá skotsvæðinu sem bergmáli við endurkast frá Esjuklettum og þá valdi jarðvegsmengun á skotsvæðinu og mengun í sjó og fjöru því að fuglalíf væri í hættu og náttúru spillt.
Umhverfismál Reykjavík Skotíþróttir Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Tengdar fréttir Fá að skjóta á Álfsnesi á ný Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur gefið út nýtt starfsleyfi fyrir æfingaaðstöðu Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis. Svæðinu var lokað fyrirvaralaust í september í fyrra. 5. ágúst 2022 07:16 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira
Fá að skjóta á Álfsnesi á ný Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur gefið út nýtt starfsleyfi fyrir æfingaaðstöðu Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis. Svæðinu var lokað fyrirvaralaust í september í fyrra. 5. ágúst 2022 07:16