Hvetur fólk til þess að sýna sjálfu sér mildi á nýju ári Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 4. janúar 2023 15:30 Hulda Tölgyes sálfræðingur minnir fólk á að maður þurfi ekki að vera besta útgáfan af sjálfum sér þó svo að það sé komið nýtt ár. Vísir/Vilhelm Á nýju ári ætla sér margir stóra hluti. Fólk ætlar sér ýmist að verða grennra eða ríkara, vakna fyrr á morgnanna, skara fram úr, afreka meira og stefna í átt að fullkomnun. Sálfræðingurinn Hulda Jónsdóttir Tölgyes hefur áhyggjur af þeim skaðlegu áhrifum sem þessi menning hefur í för með sér. „Ég held að þessi ofuráhersla á að verða betri ýti bara undir það að okkur finnist við aldrei gera nógu vel. Það er alveg hægt að bæta sig í einhverju eða læra eitthvað nýtt án þess að ætla sér að verða einhver besta útgáfa af sér. Hvers vegna þurfum við að vera það? Hvaðan kom það eiginlega? Þvílík pressa,“ segir Hulda í samtali við Vísi. Þarft ekki að verða besta útgáfan af sjálfum þér Hulda er virk á Instagram síðu sinni þar sem hún birtir reglulega einfalt en hagnýtt fræðsluefni með það að markmiði að stuðla að sjálfsmildi í kröfuhörðum heimi. Nú á dögunum birti hún nýárshugvekju þar sem hún hvatti fylgjendur sína til þess að slaka á kröfunum á nýju ári. „Ég held að við getum minnkað streitu töluvert ef við látum ekki bjóða okkur það lengur að við þurfum alltaf að vera að vinna að þessum hlutum. Vinna að því að verða grennri, fallegri, ríkari, líta betur út, gera mikið, drífa okkur, afreka, vakna fyrr, sýna öllum hvað við erum dugleg, skara framúr, vera ofurfólk.“ View this post on Instagram A post shared by Hulda Tölgyes (@hulda.tolgyes) Streitumenning sem þjónar engum nema markaðsöflunum Hulda kallar þetta „streitumenningu“. Hún segir hana ekki gera neinum gott, nema þá kannski markaðsöflunum. Þessi menning telji okkur trú um að við séum aldrei nógu góð, okkur skorti alltaf eitthvað og þurfum alltaf að gera aðeins betur. „Það er auðvelt að selja fólki hugmyndir um að það þurfi bara að taka ákveðin skref eða fylgja ákveðnum ráðum til að verða betri manneskja eða líða betur. Að fólk þurfi nú bara að vera aðeins duglegra að tileinka sér hitt og þetta, gera betur og helst skara fram úr. Svona ,,no excuses” fílingur. Ég set spurningamerki við slíkt og finnst leitt þegar fólk sem er leitandi og jafnvel í vanlíðan með sjálft sig er markhópur söluvara sem færa fram óraunhæfar lausnir, innpakkaðar í einfaldan búning og eiga að henta hverjum sem er.“ „Við erum eina dýrið sem heldur að við þurfum stöðugt að verða betri. Dýrið sem á hvað erfiðast með að hlusta á líkamann, gera minna, ganga aðeins hægar, vera til.“ View this post on Instagram A post shared by Hulda Tölgyes (@hulda.tolgyes) Markmið ekki slæm í sjálfu sér „Það er gott mál ef fólk vill setja sér markmið eins og áramótaheit. Markmið eru ekkert slæm í sjálfu sér nema ef þau eru óraunhæf og byggjast á ofurkröfum en ekki því sem gefur okkur lífsfyllingu til lengri tíma. Til dæmis ætlar fólk sér oft mjög miklar breytingar á mjög skömmum tíma og gefur lítið rými fyrir það að geta ekki fylgt þeim eftir í einu og öllu. Þá er algengt að fólk missi móðinn þegar það fer að rífa sig niður fyrir að geta ekki fylgt einhverju plani sem það ætlaði sér að fylgja. Þessu fylgir oft vanlíðan og vanvirkni.“ Þó svo að margir tengi nýtt ár við nýtt upphaf, þá segir Hulda 1. janúar alls ekki marka tímamót þar sem allt þurfi að breytast. „Ég myndi frekar ráðleggja fólki að gera litlar breytingar og gefa sér færi á að finna á eigin skinni að það nái tökum á þeim. Fyrir sum gæti þetta þýtt að minnka kröfur áramótaheita um helming eða meira, eða fækka markmiðum. Það er mikilvægt að við finnum að við náum tökum á hlutunum og byggjum þannig upp trú á eigin getu til að gera breytingar. Byrjum bara frekar á ,,of smáum” verkefnum og bætum síðan við.“ View this post on Instagram A post shared by Hulda To lgyes (@hulda.tolgyes) Mikilvægt að markmið séu sett á réttum forsendum Vilji fólk ná markmiðum eða breyta venjum tekur það tíma og þarf það að vera gert á réttum forsendum. Hulda segir það vera lykilatriði að ígrunda það vel hvers vegna tiltekið markmið sé mikilvægt, hverju það muni breyta og hvað það muni færa viðkomandi. „Við erum oft að setja okkur markmið bara eitthvað út í bláinn eða á forsendum sem eru ekki í takt við okkar eigin gildi eða ástríðu. Þá er hætt við að þau færi okkur ekki mikla gleði eða lífsfyllingu. Til dæmis ef ég set mér markmið um að fara út að hlaupa en mér finnst það hundleiðinlegt og hef engan áhuga á hlaupum. Þá ætti ég kannski að skoða aðra hreyfingu sem veitir mér meiri gleði.“ View this post on Instagram A post shared by Hulda Tölgyes (@hulda.tolgyes) Félagsleg tengsl og mildi lykilatriði í janúar Ofan á streituna sem getur fylgt nýju ári getur skammdegið í janúar einnig reynst mörgum erfitt. Desember, mánuður ljóss og hátíðarhalda, er allt í einu liðinn og blákaldur hversdagsleikinn tekinn við. Hvaða ráð getur Hulda veitt lesendum til þess að janúar verði sem ánægjulegastur og streita verði í lágmarki? „Almennt það að leggja áherslu á tengsl við fólkið í kringum okkur og samverustundir. Og bæta því við að það er til mikils að vinna með því að hægja á, minnka streitu og bara vera til, hangsa svolítið og teygja úr okkur eins og hin dýrin gera. Taka af og til stöðu á enni, kjálka, herðum, kvið og mjöðmum og kanna hvort við séum mögulega of uppspennt. Streita er alltof algeng og við erum of mikið að drífa okkur þó við vitum ekki einu sinni hvers vegna.“ Sjá einnig: Gefur góð ráð í skammdeginu: „Virkni er óvinur þunglyndis og depurðar“ „Við sköpum menninguna og við erum hluti af henni. Við getum hætt að hlýða kröfum um fullkomið líf í frábærum heimi þar sem við eigum bara alltaf að brosa, sama hvað. Það er nefnilega líka alveg óhætt að vera mannleg, finna til og vera ófullkomin. Það er jafnvel bara eitthvað hressandi og frelsandi við það.“ Geðheilbrigði Heilsa Áramót Tengdar fréttir Ekki vænlegt að segja konum að „slaka bara á“ Hulda Tölgyes, sálfræðingur segir að hin svonefnda þriðja vakt sé streituvaldandi og að of mikil streita til lengri tíma sé afar skaðleg heilsunni. Þyngstu byrðar þriðju vaktarinnar séu vanalega í aðdraganda jóla. Pistill sem Hulda og Þorsteinn V. Einarsson, eiginmaður hennar, skrifuðu hefur vakið gífurlega athygli og er mest lesinn á Vísi þriðja daginn í röð. 2. desember 2022 13:54 Gefur góð ráð í skammdeginu: „Virkni er óvinur þunglyndis og depurðar“ Á þessum árstíma eru fjölmargir Íslendingar sem finna fyrir skammdegisþunglyndi, þó í mismiklum mæli. Í ofanálag geisar svo heimsfaraldur með tilheyrandi skerðingu á félagslífi sem einnig hefur áhrif. Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingur segist finna fyrir því í sínu starfi að það sé þyngra yfir fólki nú en vanalega. Vísir fékk Huldu til þess að deila nokkrum ráðum með lesendum sem gott er að hafa í huga þar til birta tekur á nýjan leik. 26. janúar 2022 11:30 Ætlaði að hafa allt fullkomið en lenti á vegg og brann út „Heimilið þarf ekki alltaf að vera allt tandurhreint og fínt. Ástin til barnsins, við erum ekki með fiðrildi í maganum allan sólarhringinn alltaf og það er eðlilegt. Það er kannski eðlilegt að þeir sem eru í makasambandi geti ekki farið á jafn mörg stefnumót,“ segir Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingur. 13. febrúar 2021 10:01 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
„Ég held að þessi ofuráhersla á að verða betri ýti bara undir það að okkur finnist við aldrei gera nógu vel. Það er alveg hægt að bæta sig í einhverju eða læra eitthvað nýtt án þess að ætla sér að verða einhver besta útgáfa af sér. Hvers vegna þurfum við að vera það? Hvaðan kom það eiginlega? Þvílík pressa,“ segir Hulda í samtali við Vísi. Þarft ekki að verða besta útgáfan af sjálfum þér Hulda er virk á Instagram síðu sinni þar sem hún birtir reglulega einfalt en hagnýtt fræðsluefni með það að markmiði að stuðla að sjálfsmildi í kröfuhörðum heimi. Nú á dögunum birti hún nýárshugvekju þar sem hún hvatti fylgjendur sína til þess að slaka á kröfunum á nýju ári. „Ég held að við getum minnkað streitu töluvert ef við látum ekki bjóða okkur það lengur að við þurfum alltaf að vera að vinna að þessum hlutum. Vinna að því að verða grennri, fallegri, ríkari, líta betur út, gera mikið, drífa okkur, afreka, vakna fyrr, sýna öllum hvað við erum dugleg, skara framúr, vera ofurfólk.“ View this post on Instagram A post shared by Hulda Tölgyes (@hulda.tolgyes) Streitumenning sem þjónar engum nema markaðsöflunum Hulda kallar þetta „streitumenningu“. Hún segir hana ekki gera neinum gott, nema þá kannski markaðsöflunum. Þessi menning telji okkur trú um að við séum aldrei nógu góð, okkur skorti alltaf eitthvað og þurfum alltaf að gera aðeins betur. „Það er auðvelt að selja fólki hugmyndir um að það þurfi bara að taka ákveðin skref eða fylgja ákveðnum ráðum til að verða betri manneskja eða líða betur. Að fólk þurfi nú bara að vera aðeins duglegra að tileinka sér hitt og þetta, gera betur og helst skara fram úr. Svona ,,no excuses” fílingur. Ég set spurningamerki við slíkt og finnst leitt þegar fólk sem er leitandi og jafnvel í vanlíðan með sjálft sig er markhópur söluvara sem færa fram óraunhæfar lausnir, innpakkaðar í einfaldan búning og eiga að henta hverjum sem er.“ „Við erum eina dýrið sem heldur að við þurfum stöðugt að verða betri. Dýrið sem á hvað erfiðast með að hlusta á líkamann, gera minna, ganga aðeins hægar, vera til.“ View this post on Instagram A post shared by Hulda Tölgyes (@hulda.tolgyes) Markmið ekki slæm í sjálfu sér „Það er gott mál ef fólk vill setja sér markmið eins og áramótaheit. Markmið eru ekkert slæm í sjálfu sér nema ef þau eru óraunhæf og byggjast á ofurkröfum en ekki því sem gefur okkur lífsfyllingu til lengri tíma. Til dæmis ætlar fólk sér oft mjög miklar breytingar á mjög skömmum tíma og gefur lítið rými fyrir það að geta ekki fylgt þeim eftir í einu og öllu. Þá er algengt að fólk missi móðinn þegar það fer að rífa sig niður fyrir að geta ekki fylgt einhverju plani sem það ætlaði sér að fylgja. Þessu fylgir oft vanlíðan og vanvirkni.“ Þó svo að margir tengi nýtt ár við nýtt upphaf, þá segir Hulda 1. janúar alls ekki marka tímamót þar sem allt þurfi að breytast. „Ég myndi frekar ráðleggja fólki að gera litlar breytingar og gefa sér færi á að finna á eigin skinni að það nái tökum á þeim. Fyrir sum gæti þetta þýtt að minnka kröfur áramótaheita um helming eða meira, eða fækka markmiðum. Það er mikilvægt að við finnum að við náum tökum á hlutunum og byggjum þannig upp trú á eigin getu til að gera breytingar. Byrjum bara frekar á ,,of smáum” verkefnum og bætum síðan við.“ View this post on Instagram A post shared by Hulda To lgyes (@hulda.tolgyes) Mikilvægt að markmið séu sett á réttum forsendum Vilji fólk ná markmiðum eða breyta venjum tekur það tíma og þarf það að vera gert á réttum forsendum. Hulda segir það vera lykilatriði að ígrunda það vel hvers vegna tiltekið markmið sé mikilvægt, hverju það muni breyta og hvað það muni færa viðkomandi. „Við erum oft að setja okkur markmið bara eitthvað út í bláinn eða á forsendum sem eru ekki í takt við okkar eigin gildi eða ástríðu. Þá er hætt við að þau færi okkur ekki mikla gleði eða lífsfyllingu. Til dæmis ef ég set mér markmið um að fara út að hlaupa en mér finnst það hundleiðinlegt og hef engan áhuga á hlaupum. Þá ætti ég kannski að skoða aðra hreyfingu sem veitir mér meiri gleði.“ View this post on Instagram A post shared by Hulda Tölgyes (@hulda.tolgyes) Félagsleg tengsl og mildi lykilatriði í janúar Ofan á streituna sem getur fylgt nýju ári getur skammdegið í janúar einnig reynst mörgum erfitt. Desember, mánuður ljóss og hátíðarhalda, er allt í einu liðinn og blákaldur hversdagsleikinn tekinn við. Hvaða ráð getur Hulda veitt lesendum til þess að janúar verði sem ánægjulegastur og streita verði í lágmarki? „Almennt það að leggja áherslu á tengsl við fólkið í kringum okkur og samverustundir. Og bæta því við að það er til mikils að vinna með því að hægja á, minnka streitu og bara vera til, hangsa svolítið og teygja úr okkur eins og hin dýrin gera. Taka af og til stöðu á enni, kjálka, herðum, kvið og mjöðmum og kanna hvort við séum mögulega of uppspennt. Streita er alltof algeng og við erum of mikið að drífa okkur þó við vitum ekki einu sinni hvers vegna.“ Sjá einnig: Gefur góð ráð í skammdeginu: „Virkni er óvinur þunglyndis og depurðar“ „Við sköpum menninguna og við erum hluti af henni. Við getum hætt að hlýða kröfum um fullkomið líf í frábærum heimi þar sem við eigum bara alltaf að brosa, sama hvað. Það er nefnilega líka alveg óhætt að vera mannleg, finna til og vera ófullkomin. Það er jafnvel bara eitthvað hressandi og frelsandi við það.“
Geðheilbrigði Heilsa Áramót Tengdar fréttir Ekki vænlegt að segja konum að „slaka bara á“ Hulda Tölgyes, sálfræðingur segir að hin svonefnda þriðja vakt sé streituvaldandi og að of mikil streita til lengri tíma sé afar skaðleg heilsunni. Þyngstu byrðar þriðju vaktarinnar séu vanalega í aðdraganda jóla. Pistill sem Hulda og Þorsteinn V. Einarsson, eiginmaður hennar, skrifuðu hefur vakið gífurlega athygli og er mest lesinn á Vísi þriðja daginn í röð. 2. desember 2022 13:54 Gefur góð ráð í skammdeginu: „Virkni er óvinur þunglyndis og depurðar“ Á þessum árstíma eru fjölmargir Íslendingar sem finna fyrir skammdegisþunglyndi, þó í mismiklum mæli. Í ofanálag geisar svo heimsfaraldur með tilheyrandi skerðingu á félagslífi sem einnig hefur áhrif. Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingur segist finna fyrir því í sínu starfi að það sé þyngra yfir fólki nú en vanalega. Vísir fékk Huldu til þess að deila nokkrum ráðum með lesendum sem gott er að hafa í huga þar til birta tekur á nýjan leik. 26. janúar 2022 11:30 Ætlaði að hafa allt fullkomið en lenti á vegg og brann út „Heimilið þarf ekki alltaf að vera allt tandurhreint og fínt. Ástin til barnsins, við erum ekki með fiðrildi í maganum allan sólarhringinn alltaf og það er eðlilegt. Það er kannski eðlilegt að þeir sem eru í makasambandi geti ekki farið á jafn mörg stefnumót,“ segir Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingur. 13. febrúar 2021 10:01 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Ekki vænlegt að segja konum að „slaka bara á“ Hulda Tölgyes, sálfræðingur segir að hin svonefnda þriðja vakt sé streituvaldandi og að of mikil streita til lengri tíma sé afar skaðleg heilsunni. Þyngstu byrðar þriðju vaktarinnar séu vanalega í aðdraganda jóla. Pistill sem Hulda og Þorsteinn V. Einarsson, eiginmaður hennar, skrifuðu hefur vakið gífurlega athygli og er mest lesinn á Vísi þriðja daginn í röð. 2. desember 2022 13:54
Gefur góð ráð í skammdeginu: „Virkni er óvinur þunglyndis og depurðar“ Á þessum árstíma eru fjölmargir Íslendingar sem finna fyrir skammdegisþunglyndi, þó í mismiklum mæli. Í ofanálag geisar svo heimsfaraldur með tilheyrandi skerðingu á félagslífi sem einnig hefur áhrif. Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingur segist finna fyrir því í sínu starfi að það sé þyngra yfir fólki nú en vanalega. Vísir fékk Huldu til þess að deila nokkrum ráðum með lesendum sem gott er að hafa í huga þar til birta tekur á nýjan leik. 26. janúar 2022 11:30
Ætlaði að hafa allt fullkomið en lenti á vegg og brann út „Heimilið þarf ekki alltaf að vera allt tandurhreint og fínt. Ástin til barnsins, við erum ekki með fiðrildi í maganum allan sólarhringinn alltaf og það er eðlilegt. Það er kannski eðlilegt að þeir sem eru í makasambandi geti ekki farið á jafn mörg stefnumót,“ segir Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingur. 13. febrúar 2021 10:01