Mygla í nokkrum leikskólum til viðbótar, borgin bregðist hraðar við Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. janúar 2023 12:01 Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs borgarinnar staðfestir að mygla hafi fundist í þremur leikskólum til viðbótar við þá sem þegar glíma við mygluvanda. Hann segir borgina bregðast hraðar við en áður Vísir Mygla hefur fundist á nokkrum leikskólum í Reykjavík og bætast þeir þar með í sístækkandi hóp grunn-og leikskóla sem glíma við mygluvanda. Sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs segir mun betur fylgst með húsnæði en áður. Ekki er ljóst hvort myglan muni hafa áhrif á starfsemi skólanna. Í samantekt fréttastofu frá því í haust kemur fram að í kring um tuttugu leik-og grunnskólar á landinu glími við mygluvanda og eða eftirköst þeirra. En bætast leikskólar í Reykjavík við þennan hóp. „Við getum staðfest það að það eru komin upp mál í þremur leikskólum. Maríuborg, Garðaborg og Hálsaskógi. Það er svolítið af ólíkum toga sem þetta er,“ segir Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Samkvæmt heimildum fréttastofu fannst til að mynda mygla undir dúk á Maríuborg í Grafarholti en það eru aðeins tuttugu ár síðan hann var tekinn í gagnið. Helgi segir borgina hafa lært mikið af þeim málum sem hafa komið upp undanförnum árum og grípi fyrr inn í en áður. „Við erum farin að fylgja miklu betur eftir vísbendingum. Bæði frá starfsfólki og stjórnendum. Þá eru fasteignastjórar í borgarhlutum sem hafa fylgst mun betur með húsunum núna því við erum búin að læra svo mikið af því hvaða byggingarlag, byggingartími og byggingarefni mygla greinist einkum í. Þess vegna eru svona mörg mál, hreinlega af því við erum að gera miklu betur,“ segir Helgi. Hann segir ekki komið í ljós hvaða áhrif myglan hefur á starfsemi skólanna. „Það er nokkuð mismunandi. Það liggur ekki fyrir heildarmyndin. Það er líka stundum þannig að þegar framkvæmdir hefjast þá kemur meira í ljós. Þannig að við upplýsum foreldra og starfsfólk í þessum leikskólum um það hvaða áhrif þetta hefur,“ segir Helgi. Aðspurður um hvort fólk hafi kvartað yfir einkennum sem geta komið fram í húsnæði þar sem mygla greinist. segist Helgi ekki enn hafa upplýsingar um það. Mygla Mygla í Fossvogsskóla Heilsa Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Mygla í grunnskólum Garðabæjar: Bæjarstjórn lítur málið alvarlegum augum Mygla hefur greinst í tveimur grunnskólum í Garðabæ. Foreldrar eru ósáttir við hversu seint var brugðist við ábendingum og gagnrýna skort á upplýsingagjöf. Bæjarstjóri lofar allsherjarúttekt og endurbótum. 21. desember 2022 09:35 Óvissa varðandi leikskólann Hlíð: „Erum í raun á hrakhólum“ Loka þurfti stærstum hluta húsnæðis leikskólans Hlíðar í lok október vegna myglu. Börn, foreldrar og starfsfólk þurfa að ferðast langar leiðir daglega á leikskóla í önnur hverfi borgarinnar. Bugaðir foreldrar þrýsta á Reykjavíkurborg og vilja að mögulega verði slakað á kröfum tímabundið varðandi húsnæði. 9. nóvember 2022 15:00 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Í samantekt fréttastofu frá því í haust kemur fram að í kring um tuttugu leik-og grunnskólar á landinu glími við mygluvanda og eða eftirköst þeirra. En bætast leikskólar í Reykjavík við þennan hóp. „Við getum staðfest það að það eru komin upp mál í þremur leikskólum. Maríuborg, Garðaborg og Hálsaskógi. Það er svolítið af ólíkum toga sem þetta er,“ segir Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Samkvæmt heimildum fréttastofu fannst til að mynda mygla undir dúk á Maríuborg í Grafarholti en það eru aðeins tuttugu ár síðan hann var tekinn í gagnið. Helgi segir borgina hafa lært mikið af þeim málum sem hafa komið upp undanförnum árum og grípi fyrr inn í en áður. „Við erum farin að fylgja miklu betur eftir vísbendingum. Bæði frá starfsfólki og stjórnendum. Þá eru fasteignastjórar í borgarhlutum sem hafa fylgst mun betur með húsunum núna því við erum búin að læra svo mikið af því hvaða byggingarlag, byggingartími og byggingarefni mygla greinist einkum í. Þess vegna eru svona mörg mál, hreinlega af því við erum að gera miklu betur,“ segir Helgi. Hann segir ekki komið í ljós hvaða áhrif myglan hefur á starfsemi skólanna. „Það er nokkuð mismunandi. Það liggur ekki fyrir heildarmyndin. Það er líka stundum þannig að þegar framkvæmdir hefjast þá kemur meira í ljós. Þannig að við upplýsum foreldra og starfsfólk í þessum leikskólum um það hvaða áhrif þetta hefur,“ segir Helgi. Aðspurður um hvort fólk hafi kvartað yfir einkennum sem geta komið fram í húsnæði þar sem mygla greinist. segist Helgi ekki enn hafa upplýsingar um það.
Mygla Mygla í Fossvogsskóla Heilsa Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Mygla í grunnskólum Garðabæjar: Bæjarstjórn lítur málið alvarlegum augum Mygla hefur greinst í tveimur grunnskólum í Garðabæ. Foreldrar eru ósáttir við hversu seint var brugðist við ábendingum og gagnrýna skort á upplýsingagjöf. Bæjarstjóri lofar allsherjarúttekt og endurbótum. 21. desember 2022 09:35 Óvissa varðandi leikskólann Hlíð: „Erum í raun á hrakhólum“ Loka þurfti stærstum hluta húsnæðis leikskólans Hlíðar í lok október vegna myglu. Börn, foreldrar og starfsfólk þurfa að ferðast langar leiðir daglega á leikskóla í önnur hverfi borgarinnar. Bugaðir foreldrar þrýsta á Reykjavíkurborg og vilja að mögulega verði slakað á kröfum tímabundið varðandi húsnæði. 9. nóvember 2022 15:00 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Mygla í grunnskólum Garðabæjar: Bæjarstjórn lítur málið alvarlegum augum Mygla hefur greinst í tveimur grunnskólum í Garðabæ. Foreldrar eru ósáttir við hversu seint var brugðist við ábendingum og gagnrýna skort á upplýsingagjöf. Bæjarstjóri lofar allsherjarúttekt og endurbótum. 21. desember 2022 09:35
Óvissa varðandi leikskólann Hlíð: „Erum í raun á hrakhólum“ Loka þurfti stærstum hluta húsnæðis leikskólans Hlíðar í lok október vegna myglu. Börn, foreldrar og starfsfólk þurfa að ferðast langar leiðir daglega á leikskóla í önnur hverfi borgarinnar. Bugaðir foreldrar þrýsta á Reykjavíkurborg og vilja að mögulega verði slakað á kröfum tímabundið varðandi húsnæði. 9. nóvember 2022 15:00