Luka endaði árið með þriðja fimmtíu stiga leiknum í síðustu fimm leikjum Smári Jökull Jónsson skrifar 1. janúar 2023 10:30 Luka Doncic skoraði 51 stig þegar Dallas lagði San Antonio í nótt. Vísir/Getty Luka Doncic endaði árið 2022 heldur betur vel því hann skoraði 51 stig fyrir Dallas Mavericks þegar liðið lagði San Antonio Spurs í nótt. Þá var Joel Embiid með þrefalda tvennu í sigri Philadelphia 76´ers gegn Oklahoma City Thunder. Luka Doncic hefur verið frábær fyrir Dallas Mavericks á tímabilinu en hann er stigahæstur í NBA-deildinni með 34,2 stig að meðaltali í vetur. Hann var að sjálfsögðu í aðalhlutverki hjá liði Dalls í nótt þegar liðið vann sigur á San Antonio Spurs. Doncic skoraði hvorki meira né minna en 51 stig í 126-125 sigri liðsins en þetta er þriðji leikurinn af síðustu fimm þar sem Doncic skorar yfir 50 stig. Hann er fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA sem nær 250 stigum, 50 fráköstum og 50 stoðsendingum á fimm leikja tímabili. Luka is averaging a 45/11/10 triple-double over his last 5 games. pic.twitter.com/UwxxVaALsD— NBA (@NBA) January 1, 2023 Leikurinn í nótt var æsispennandi en Tre Jones fékk tækifæri til að jafna í lokin en klikkaði á seinna vítaskotinu sínu. Doncic fór síðan á vítalínuna með 1,5 sekúndur eftir. Hann klikkaði á báðum, því seinna viljandi svo Spurs fengi minni tíma til að koma skoti á körfuna. „Þetta er ótrúlegt. Á mínum sjö árum í deildinni þá hef ég aldrei séð neinn gera það sem hann getur gert. Hann er í ótrúlegu formi, að spila eins og MVP. Augljóslega einn af bestu leikmönnunum í deildinni,“ sagði samherji Doncic hjá Dallas, Christian Wood. Þreföld tvenna hjá Embiid Joel Embiid skoraði 16 stig, tók 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar þegar Philadelphia 76´ers vann 115-96 sigur á Oklahoma City Thunder. Kamerúninn Embiid er næst stigahæstur í deildinni, á eftir Doncic, en 76´ers er í fimmta sæti Austurdeildarinnar. Paul George skoraði 45 stig fyrir LA Clippers í 131-130 tapi liðsins gegn Indiana Pacers. George sneri þar aftur á sinn gamla heimavöll en þetta er hæsta stigaskor leikmanns hjá Clippers í vetur. Tyler Herro var hetja Miami Heat þegar hann skoraði flautukörfu til að tryggja liðinu 126-123 sigur á Utah Jazz. Herro skoraði 29 stig, tók 9 fráköst og gaf sex stoðsendingar. Sigurkarfa hans undir lokin var glæsileg en hann keyrði þá upp völlinn eftir að Jazz hafði jafnað leikinn úr vítaskoti þegar rúmar sex sekúndur voru eftir. After his game-winner tonight, peep some of the most clutch shots from Tyler Herro's career so far pic.twitter.com/CRkkvUEDzz— NBA (@NBA) January 1, 2023 Önnur úrslit í NBA-deildinni í nótt: Charlotte Hornets - Brooklyn Nets 106-123 Chicago Bulls - Cleveland Cavaliers 102-103 Houston Rockets - New York Knicks 88-108 Memphis Grizzlies - New Orleans Pelicans 116-101 Minnesota Timberwolves - Detroit Pistons 104-116 NBA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Fleiri fréttir ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira
Luka Doncic hefur verið frábær fyrir Dallas Mavericks á tímabilinu en hann er stigahæstur í NBA-deildinni með 34,2 stig að meðaltali í vetur. Hann var að sjálfsögðu í aðalhlutverki hjá liði Dalls í nótt þegar liðið vann sigur á San Antonio Spurs. Doncic skoraði hvorki meira né minna en 51 stig í 126-125 sigri liðsins en þetta er þriðji leikurinn af síðustu fimm þar sem Doncic skorar yfir 50 stig. Hann er fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA sem nær 250 stigum, 50 fráköstum og 50 stoðsendingum á fimm leikja tímabili. Luka is averaging a 45/11/10 triple-double over his last 5 games. pic.twitter.com/UwxxVaALsD— NBA (@NBA) January 1, 2023 Leikurinn í nótt var æsispennandi en Tre Jones fékk tækifæri til að jafna í lokin en klikkaði á seinna vítaskotinu sínu. Doncic fór síðan á vítalínuna með 1,5 sekúndur eftir. Hann klikkaði á báðum, því seinna viljandi svo Spurs fengi minni tíma til að koma skoti á körfuna. „Þetta er ótrúlegt. Á mínum sjö árum í deildinni þá hef ég aldrei séð neinn gera það sem hann getur gert. Hann er í ótrúlegu formi, að spila eins og MVP. Augljóslega einn af bestu leikmönnunum í deildinni,“ sagði samherji Doncic hjá Dallas, Christian Wood. Þreföld tvenna hjá Embiid Joel Embiid skoraði 16 stig, tók 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar þegar Philadelphia 76´ers vann 115-96 sigur á Oklahoma City Thunder. Kamerúninn Embiid er næst stigahæstur í deildinni, á eftir Doncic, en 76´ers er í fimmta sæti Austurdeildarinnar. Paul George skoraði 45 stig fyrir LA Clippers í 131-130 tapi liðsins gegn Indiana Pacers. George sneri þar aftur á sinn gamla heimavöll en þetta er hæsta stigaskor leikmanns hjá Clippers í vetur. Tyler Herro var hetja Miami Heat þegar hann skoraði flautukörfu til að tryggja liðinu 126-123 sigur á Utah Jazz. Herro skoraði 29 stig, tók 9 fráköst og gaf sex stoðsendingar. Sigurkarfa hans undir lokin var glæsileg en hann keyrði þá upp völlinn eftir að Jazz hafði jafnað leikinn úr vítaskoti þegar rúmar sex sekúndur voru eftir. After his game-winner tonight, peep some of the most clutch shots from Tyler Herro's career so far pic.twitter.com/CRkkvUEDzz— NBA (@NBA) January 1, 2023 Önnur úrslit í NBA-deildinni í nótt: Charlotte Hornets - Brooklyn Nets 106-123 Chicago Bulls - Cleveland Cavaliers 102-103 Houston Rockets - New York Knicks 88-108 Memphis Grizzlies - New Orleans Pelicans 116-101 Minnesota Timberwolves - Detroit Pistons 104-116
NBA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Fleiri fréttir ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira