Varnarleikurinn, það er eitthvað sem við þurfum að hengja hatt okkar á Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. desember 2022 22:10 Helgi Magnússon var óánægður með varnarleikinn í kvöld. Vísir/Bára Helgi Magnússon þjálfari KR þurfti að mæta í enn eitt viðtalið til að ræða um slaka frammistöðu sinna manna, en KR töpuðu nokkuð örugglega gegn Stjörnunni í Subway-deildinni í kvöld, 99-88. Það er kannski þreyttur frasi að tala um að lið mæti ekki tilbúin til leiks, en leikurinn fór einfaldlega hræðilega af stað fyrir KR sem skoruðu aðeins 10 stig í fyrsta leikhluta en fengu á sig 29. Helgi var sérstaklega ósáttur við varnarleik sinna manna í upphafi leiks. „Við fengum fullt af flottum skotum en við bara gátum ekki hitt og létum það hafa áhrif á varnarleikinn. Mér fannst sum „possession-in“ okkar bara vera fín varnarlega en svo koma smá „breakdown“ sem enda í galopnu skoti undir körfunni, eða sóknarfrákasti eða hvað sem það var og það má ekki vera svo. Númer eitt tvö og þrjú er varnarleikurinn. Sóknin er eitthvað sem þú hittir á og það koma dagar og allt það, en varnarleikurinn, það er eitthvað sem við þurfum að hengja hatt okkar á.“ Eftir þessa hræðilegu byrjun þá var smá lífsmark með KR í þriðja leikhluta og þeir minnkuðu muninn í 9 stig. En holan sem þeir grófu sér í byrjun var djúp og Helgi sagði að það hefði einfaldlega reynst liðinu um megn að elta allan leikinn. „Það er náttúrulega bara erfitt að vera að elta svona svakalega mikið. En það kom allavega einhver karakter og barátta og það sem þarf að gerast til að vinna körfuboltaleiki. Það var fínn kafli hjá okkur en ég ætla ekkert að missa mig í einhverri ánægju með það. En þetta var fínn kafli en svo duttu menn kannski aðeins of mikið í að ætla að fara í heitu skotin til að ná þessu niður í 5 stigin eða hvað það var í staðinn fyrir að halda áfram að gera það sem var að ganga nokkuð vel þarna.“ Talandi um karakter, þá var Matthías Orri Sigurðsson mættur aftur á parketið í úrvalsdeild, eftir rúmlega árs hlé. Það hlýtur að vera fengur fyrir KR að fá leikmann eins og Matta aftur af stað, en er hann kominn til að vera? „Bara frábært að fá Matta. Hann er aðeins með okkur allavega núna til að byrja með og vonandi ílengist hann. Frábær körfuknattleiksmaður og leiðtogi. Gott að fá hann inn í hópinn.“ Sú saga flýgur nú fjöllum hærra að Dagur Kár sé hættur í KR. Hann var ekki með liðinu í kvöld og heldur ekki á bekknum í borgaralegum klæðum. Helgi sagði að á þessu væri ósköp eðlilegar skýringar, hann væri einfaldlega meiddur. „Hann er meiddur. Svo var hann bara fjarverandi í kvöld útaf persónulegum ástæðum.“ Svo mörg voru þau orð. Við spurðum Arnar Guðjónsson þjálfara Stjörnunnar einnig út í þessi tíðindi og hvort eitthvað væri til í þeim orðrómi að Dagur væri á leið í Stjörnuna. Arnar virtist koma af fjöllum þegar sú spurning var borin upp og ljóst að þeir félagar halda spilunum þétt að sér um þetta mál. Subway-deild karla KR Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Sjá meira
Helgi var sérstaklega ósáttur við varnarleik sinna manna í upphafi leiks. „Við fengum fullt af flottum skotum en við bara gátum ekki hitt og létum það hafa áhrif á varnarleikinn. Mér fannst sum „possession-in“ okkar bara vera fín varnarlega en svo koma smá „breakdown“ sem enda í galopnu skoti undir körfunni, eða sóknarfrákasti eða hvað sem það var og það má ekki vera svo. Númer eitt tvö og þrjú er varnarleikurinn. Sóknin er eitthvað sem þú hittir á og það koma dagar og allt það, en varnarleikurinn, það er eitthvað sem við þurfum að hengja hatt okkar á.“ Eftir þessa hræðilegu byrjun þá var smá lífsmark með KR í þriðja leikhluta og þeir minnkuðu muninn í 9 stig. En holan sem þeir grófu sér í byrjun var djúp og Helgi sagði að það hefði einfaldlega reynst liðinu um megn að elta allan leikinn. „Það er náttúrulega bara erfitt að vera að elta svona svakalega mikið. En það kom allavega einhver karakter og barátta og það sem þarf að gerast til að vinna körfuboltaleiki. Það var fínn kafli hjá okkur en ég ætla ekkert að missa mig í einhverri ánægju með það. En þetta var fínn kafli en svo duttu menn kannski aðeins of mikið í að ætla að fara í heitu skotin til að ná þessu niður í 5 stigin eða hvað það var í staðinn fyrir að halda áfram að gera það sem var að ganga nokkuð vel þarna.“ Talandi um karakter, þá var Matthías Orri Sigurðsson mættur aftur á parketið í úrvalsdeild, eftir rúmlega árs hlé. Það hlýtur að vera fengur fyrir KR að fá leikmann eins og Matta aftur af stað, en er hann kominn til að vera? „Bara frábært að fá Matta. Hann er aðeins með okkur allavega núna til að byrja með og vonandi ílengist hann. Frábær körfuknattleiksmaður og leiðtogi. Gott að fá hann inn í hópinn.“ Sú saga flýgur nú fjöllum hærra að Dagur Kár sé hættur í KR. Hann var ekki með liðinu í kvöld og heldur ekki á bekknum í borgaralegum klæðum. Helgi sagði að á þessu væri ósköp eðlilegar skýringar, hann væri einfaldlega meiddur. „Hann er meiddur. Svo var hann bara fjarverandi í kvöld útaf persónulegum ástæðum.“ Svo mörg voru þau orð. Við spurðum Arnar Guðjónsson þjálfara Stjörnunnar einnig út í þessi tíðindi og hvort eitthvað væri til í þeim orðrómi að Dagur væri á leið í Stjörnuna. Arnar virtist koma af fjöllum þegar sú spurning var borin upp og ljóst að þeir félagar halda spilunum þétt að sér um þetta mál.
Subway-deild karla KR Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Sjá meira