Þungir dómar yfir öfgamönnum sem ætluðu að ræna ríkisstjóra Kjartan Kjartansson skrifar 29. desember 2022 16:03 Barry Croft yngri (t.v.) og Adam Fox (t.h.) voru leiðtogar hópsins sem ætlaði að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, árið 2020. AP/samsett Forsprakki hóps hægriöfgamanna sem ætlaði að ræna ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum var dæmdur í rúmlega nítján ára fangelsi í gær. Dómurinn er sá þyngsti í málinu en annar leiðtoga hópsins hlaut sextán ára dóm á þriðjudag. Öfgamennirnir voru sakaðir um að leggja á ráðin um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, úr sumarhúsi sínu rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2020. Þeim grömdust sóttvarnaaðgerðir ríkisstjórans við upphaf kórónuveirufaraldursins og töldu auk þess að rétti þeirra til byssueignar væri ógnað, að sögn AP-fréttastofunnar. Barry Croft yngri, 47 ára gömlum vöruflutningabílstjóra frá Delaware, var lýst sem hugmyndafræðingi og andlegum leiðtoga hópsins. Saksóknarar kröfðust lífstíðardóms yfir honum en Croft var sakfelldur fyrir samsærið í ágúst. Hann hlaut á endanum ríflega nítján ára fangelsisdóm fyrir umdæmisdómstóli í Michigan í gær. Verjandi hans segist ætla að áfrýja. Croft tilheyrði vopnaði öfgahægrisveit sem nefnir sig Þrjú prósentin og er andsnúin stjórnvöldum. Degi áður var Adam Fox, samverkamaður Croft, dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir þátt sinn í samsærinu og vörslu á óskráðri sprengju. Átti að verða kveikjan að skálmöld í Bandaríkjunum Hópurinn komst aldrei svo langt að hrinda fyrirætlunum sínum í framkvæmd. Alríkislögreglan FBI laumaði útsendurum sínum inn í hópinn og handtók fjórtán manns. Mannráninu var sagt ætlað að vera upphafið að „skálmöld“ í Bandaríkjunum. Hópurinn ætlaði að ræna Whitmer vopnaður byssum, láta hana svara til saka við gerviréttarhöld og taka hana af lífi. Croft sá fyrir sér óeirðir og ofbeldi um allt landið og að kveikt yrði í opinberum embættismönnum þar sem þeir svæfu. Hann, Fox og fleiri ferðuðust að sumardvalarstað Whitmer til að kynna sér aðstæður. Þrír aðrir félagar í hópnum hafa hlotið þunga fangelsisdóma og fimm bíða enn réttarhalda. Tveir játuðu sig seka og báru vitni gegn Croft og Fox. Þeir hlutu vægari dómara. Whitmer kenndi Donald Trump, þáverandi forseta, um ráðabruggið að hluta þar sem hann hefði alið á ótta og sundrung. Trump hvatti meðal annars stuðningsmenn sína til þess að „frelsa“ Michigan á meðan sóttvarnaaðgerðir voru í gildi þar. Hann lýsti mannránssamsærinu sem „falsi“ fyrr á þessu ári. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Tveir sem ætluðu að ræna ríkisstjóra dæmdir Tveir menn hafa verið dæmdir fyrir ráðabrugg sem gekk út á að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum. Þeir tilheyrðu hópi sem ætlaði að ræna ríkisstjóranum vegna aðgerða hennar til að sporna gegn útbreiðslu Covid-19. Mennirnir ætluðu að halda einhverskonar „réttarhöld“ gegn Whitmer og mögulega taka hana af lífi. 23. ágúst 2022 18:16 Ráðgjafi forsetans hvatti íbúa til að rísa upp gegn sóttvörnum Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, segir henni hafa brugðið þegar hún sá að einn helsti sóttvarnaráðgjafi Donald Trumps, forseta, hefði kallað eftir því að íbúar ríkis hennar risu upp gegn sóttvarnaraðgerðum yfirvalda. 16. nóvember 2020 19:49 Flytja þurfti fjölskyldu Whitmer vegna öfgamanna Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, og fjölskylda hennar voru flutt á milli felustaða af lögregluþjónum á meðan fylgst var með mönnum sem lögðu á ráðin með að ræna henni. 9. október 2020 17:02 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Öfgamennirnir voru sakaðir um að leggja á ráðin um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, úr sumarhúsi sínu rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2020. Þeim grömdust sóttvarnaaðgerðir ríkisstjórans við upphaf kórónuveirufaraldursins og töldu auk þess að rétti þeirra til byssueignar væri ógnað, að sögn AP-fréttastofunnar. Barry Croft yngri, 47 ára gömlum vöruflutningabílstjóra frá Delaware, var lýst sem hugmyndafræðingi og andlegum leiðtoga hópsins. Saksóknarar kröfðust lífstíðardóms yfir honum en Croft var sakfelldur fyrir samsærið í ágúst. Hann hlaut á endanum ríflega nítján ára fangelsisdóm fyrir umdæmisdómstóli í Michigan í gær. Verjandi hans segist ætla að áfrýja. Croft tilheyrði vopnaði öfgahægrisveit sem nefnir sig Þrjú prósentin og er andsnúin stjórnvöldum. Degi áður var Adam Fox, samverkamaður Croft, dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir þátt sinn í samsærinu og vörslu á óskráðri sprengju. Átti að verða kveikjan að skálmöld í Bandaríkjunum Hópurinn komst aldrei svo langt að hrinda fyrirætlunum sínum í framkvæmd. Alríkislögreglan FBI laumaði útsendurum sínum inn í hópinn og handtók fjórtán manns. Mannráninu var sagt ætlað að vera upphafið að „skálmöld“ í Bandaríkjunum. Hópurinn ætlaði að ræna Whitmer vopnaður byssum, láta hana svara til saka við gerviréttarhöld og taka hana af lífi. Croft sá fyrir sér óeirðir og ofbeldi um allt landið og að kveikt yrði í opinberum embættismönnum þar sem þeir svæfu. Hann, Fox og fleiri ferðuðust að sumardvalarstað Whitmer til að kynna sér aðstæður. Þrír aðrir félagar í hópnum hafa hlotið þunga fangelsisdóma og fimm bíða enn réttarhalda. Tveir játuðu sig seka og báru vitni gegn Croft og Fox. Þeir hlutu vægari dómara. Whitmer kenndi Donald Trump, þáverandi forseta, um ráðabruggið að hluta þar sem hann hefði alið á ótta og sundrung. Trump hvatti meðal annars stuðningsmenn sína til þess að „frelsa“ Michigan á meðan sóttvarnaaðgerðir voru í gildi þar. Hann lýsti mannránssamsærinu sem „falsi“ fyrr á þessu ári.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Tveir sem ætluðu að ræna ríkisstjóra dæmdir Tveir menn hafa verið dæmdir fyrir ráðabrugg sem gekk út á að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum. Þeir tilheyrðu hópi sem ætlaði að ræna ríkisstjóranum vegna aðgerða hennar til að sporna gegn útbreiðslu Covid-19. Mennirnir ætluðu að halda einhverskonar „réttarhöld“ gegn Whitmer og mögulega taka hana af lífi. 23. ágúst 2022 18:16 Ráðgjafi forsetans hvatti íbúa til að rísa upp gegn sóttvörnum Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, segir henni hafa brugðið þegar hún sá að einn helsti sóttvarnaráðgjafi Donald Trumps, forseta, hefði kallað eftir því að íbúar ríkis hennar risu upp gegn sóttvarnaraðgerðum yfirvalda. 16. nóvember 2020 19:49 Flytja þurfti fjölskyldu Whitmer vegna öfgamanna Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, og fjölskylda hennar voru flutt á milli felustaða af lögregluþjónum á meðan fylgst var með mönnum sem lögðu á ráðin með að ræna henni. 9. október 2020 17:02 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Tveir sem ætluðu að ræna ríkisstjóra dæmdir Tveir menn hafa verið dæmdir fyrir ráðabrugg sem gekk út á að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum. Þeir tilheyrðu hópi sem ætlaði að ræna ríkisstjóranum vegna aðgerða hennar til að sporna gegn útbreiðslu Covid-19. Mennirnir ætluðu að halda einhverskonar „réttarhöld“ gegn Whitmer og mögulega taka hana af lífi. 23. ágúst 2022 18:16
Ráðgjafi forsetans hvatti íbúa til að rísa upp gegn sóttvörnum Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, segir henni hafa brugðið þegar hún sá að einn helsti sóttvarnaráðgjafi Donald Trumps, forseta, hefði kallað eftir því að íbúar ríkis hennar risu upp gegn sóttvarnaraðgerðum yfirvalda. 16. nóvember 2020 19:49
Flytja þurfti fjölskyldu Whitmer vegna öfgamanna Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, og fjölskylda hennar voru flutt á milli felustaða af lögregluþjónum á meðan fylgst var með mönnum sem lögðu á ráðin með að ræna henni. 9. október 2020 17:02