Þungir dómar yfir öfgamönnum sem ætluðu að ræna ríkisstjóra Kjartan Kjartansson skrifar 29. desember 2022 16:03 Barry Croft yngri (t.v.) og Adam Fox (t.h.) voru leiðtogar hópsins sem ætlaði að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, árið 2020. AP/samsett Forsprakki hóps hægriöfgamanna sem ætlaði að ræna ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum var dæmdur í rúmlega nítján ára fangelsi í gær. Dómurinn er sá þyngsti í málinu en annar leiðtoga hópsins hlaut sextán ára dóm á þriðjudag. Öfgamennirnir voru sakaðir um að leggja á ráðin um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, úr sumarhúsi sínu rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2020. Þeim grömdust sóttvarnaaðgerðir ríkisstjórans við upphaf kórónuveirufaraldursins og töldu auk þess að rétti þeirra til byssueignar væri ógnað, að sögn AP-fréttastofunnar. Barry Croft yngri, 47 ára gömlum vöruflutningabílstjóra frá Delaware, var lýst sem hugmyndafræðingi og andlegum leiðtoga hópsins. Saksóknarar kröfðust lífstíðardóms yfir honum en Croft var sakfelldur fyrir samsærið í ágúst. Hann hlaut á endanum ríflega nítján ára fangelsisdóm fyrir umdæmisdómstóli í Michigan í gær. Verjandi hans segist ætla að áfrýja. Croft tilheyrði vopnaði öfgahægrisveit sem nefnir sig Þrjú prósentin og er andsnúin stjórnvöldum. Degi áður var Adam Fox, samverkamaður Croft, dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir þátt sinn í samsærinu og vörslu á óskráðri sprengju. Átti að verða kveikjan að skálmöld í Bandaríkjunum Hópurinn komst aldrei svo langt að hrinda fyrirætlunum sínum í framkvæmd. Alríkislögreglan FBI laumaði útsendurum sínum inn í hópinn og handtók fjórtán manns. Mannráninu var sagt ætlað að vera upphafið að „skálmöld“ í Bandaríkjunum. Hópurinn ætlaði að ræna Whitmer vopnaður byssum, láta hana svara til saka við gerviréttarhöld og taka hana af lífi. Croft sá fyrir sér óeirðir og ofbeldi um allt landið og að kveikt yrði í opinberum embættismönnum þar sem þeir svæfu. Hann, Fox og fleiri ferðuðust að sumardvalarstað Whitmer til að kynna sér aðstæður. Þrír aðrir félagar í hópnum hafa hlotið þunga fangelsisdóma og fimm bíða enn réttarhalda. Tveir játuðu sig seka og báru vitni gegn Croft og Fox. Þeir hlutu vægari dómara. Whitmer kenndi Donald Trump, þáverandi forseta, um ráðabruggið að hluta þar sem hann hefði alið á ótta og sundrung. Trump hvatti meðal annars stuðningsmenn sína til þess að „frelsa“ Michigan á meðan sóttvarnaaðgerðir voru í gildi þar. Hann lýsti mannránssamsærinu sem „falsi“ fyrr á þessu ári. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Tveir sem ætluðu að ræna ríkisstjóra dæmdir Tveir menn hafa verið dæmdir fyrir ráðabrugg sem gekk út á að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum. Þeir tilheyrðu hópi sem ætlaði að ræna ríkisstjóranum vegna aðgerða hennar til að sporna gegn útbreiðslu Covid-19. Mennirnir ætluðu að halda einhverskonar „réttarhöld“ gegn Whitmer og mögulega taka hana af lífi. 23. ágúst 2022 18:16 Ráðgjafi forsetans hvatti íbúa til að rísa upp gegn sóttvörnum Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, segir henni hafa brugðið þegar hún sá að einn helsti sóttvarnaráðgjafi Donald Trumps, forseta, hefði kallað eftir því að íbúar ríkis hennar risu upp gegn sóttvarnaraðgerðum yfirvalda. 16. nóvember 2020 19:49 Flytja þurfti fjölskyldu Whitmer vegna öfgamanna Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, og fjölskylda hennar voru flutt á milli felustaða af lögregluþjónum á meðan fylgst var með mönnum sem lögðu á ráðin með að ræna henni. 9. október 2020 17:02 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Öfgamennirnir voru sakaðir um að leggja á ráðin um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, úr sumarhúsi sínu rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2020. Þeim grömdust sóttvarnaaðgerðir ríkisstjórans við upphaf kórónuveirufaraldursins og töldu auk þess að rétti þeirra til byssueignar væri ógnað, að sögn AP-fréttastofunnar. Barry Croft yngri, 47 ára gömlum vöruflutningabílstjóra frá Delaware, var lýst sem hugmyndafræðingi og andlegum leiðtoga hópsins. Saksóknarar kröfðust lífstíðardóms yfir honum en Croft var sakfelldur fyrir samsærið í ágúst. Hann hlaut á endanum ríflega nítján ára fangelsisdóm fyrir umdæmisdómstóli í Michigan í gær. Verjandi hans segist ætla að áfrýja. Croft tilheyrði vopnaði öfgahægrisveit sem nefnir sig Þrjú prósentin og er andsnúin stjórnvöldum. Degi áður var Adam Fox, samverkamaður Croft, dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir þátt sinn í samsærinu og vörslu á óskráðri sprengju. Átti að verða kveikjan að skálmöld í Bandaríkjunum Hópurinn komst aldrei svo langt að hrinda fyrirætlunum sínum í framkvæmd. Alríkislögreglan FBI laumaði útsendurum sínum inn í hópinn og handtók fjórtán manns. Mannráninu var sagt ætlað að vera upphafið að „skálmöld“ í Bandaríkjunum. Hópurinn ætlaði að ræna Whitmer vopnaður byssum, láta hana svara til saka við gerviréttarhöld og taka hana af lífi. Croft sá fyrir sér óeirðir og ofbeldi um allt landið og að kveikt yrði í opinberum embættismönnum þar sem þeir svæfu. Hann, Fox og fleiri ferðuðust að sumardvalarstað Whitmer til að kynna sér aðstæður. Þrír aðrir félagar í hópnum hafa hlotið þunga fangelsisdóma og fimm bíða enn réttarhalda. Tveir játuðu sig seka og báru vitni gegn Croft og Fox. Þeir hlutu vægari dómara. Whitmer kenndi Donald Trump, þáverandi forseta, um ráðabruggið að hluta þar sem hann hefði alið á ótta og sundrung. Trump hvatti meðal annars stuðningsmenn sína til þess að „frelsa“ Michigan á meðan sóttvarnaaðgerðir voru í gildi þar. Hann lýsti mannránssamsærinu sem „falsi“ fyrr á þessu ári.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Tveir sem ætluðu að ræna ríkisstjóra dæmdir Tveir menn hafa verið dæmdir fyrir ráðabrugg sem gekk út á að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum. Þeir tilheyrðu hópi sem ætlaði að ræna ríkisstjóranum vegna aðgerða hennar til að sporna gegn útbreiðslu Covid-19. Mennirnir ætluðu að halda einhverskonar „réttarhöld“ gegn Whitmer og mögulega taka hana af lífi. 23. ágúst 2022 18:16 Ráðgjafi forsetans hvatti íbúa til að rísa upp gegn sóttvörnum Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, segir henni hafa brugðið þegar hún sá að einn helsti sóttvarnaráðgjafi Donald Trumps, forseta, hefði kallað eftir því að íbúar ríkis hennar risu upp gegn sóttvarnaraðgerðum yfirvalda. 16. nóvember 2020 19:49 Flytja þurfti fjölskyldu Whitmer vegna öfgamanna Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, og fjölskylda hennar voru flutt á milli felustaða af lögregluþjónum á meðan fylgst var með mönnum sem lögðu á ráðin með að ræna henni. 9. október 2020 17:02 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Tveir sem ætluðu að ræna ríkisstjóra dæmdir Tveir menn hafa verið dæmdir fyrir ráðabrugg sem gekk út á að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum. Þeir tilheyrðu hópi sem ætlaði að ræna ríkisstjóranum vegna aðgerða hennar til að sporna gegn útbreiðslu Covid-19. Mennirnir ætluðu að halda einhverskonar „réttarhöld“ gegn Whitmer og mögulega taka hana af lífi. 23. ágúst 2022 18:16
Ráðgjafi forsetans hvatti íbúa til að rísa upp gegn sóttvörnum Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, segir henni hafa brugðið þegar hún sá að einn helsti sóttvarnaráðgjafi Donald Trumps, forseta, hefði kallað eftir því að íbúar ríkis hennar risu upp gegn sóttvarnaraðgerðum yfirvalda. 16. nóvember 2020 19:49
Flytja þurfti fjölskyldu Whitmer vegna öfgamanna Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, og fjölskylda hennar voru flutt á milli felustaða af lögregluþjónum á meðan fylgst var með mönnum sem lögðu á ráðin með að ræna henni. 9. október 2020 17:02