Handtóku leiðtoga stjórnarandstöðunnar fyrir hryðjuverk Kjartan Kjartansson skrifar 29. desember 2022 10:19 Luis Fernando Camacho er ríkisstjóri Santa Cruz og leiðtogi hægriflokksins Við trúum (sp. Creemos). Hann var framarlega í flokki í mótmælum sem leiddu til þess að Evó Morales hrökklaðist úr stóli forseta fyrir þremur árum. AP/Juan Karita Lögregla í Bólivíu handtók helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar vegna rannsóknar á meintu valdaráni árið 2019. Stuðningsmenn hans mótmæla á götum úti og saka stjórnvöld um mannrán. Luis Fernando Camacho er ríkisstjóri Santa Cruz, auðugasta héraðs Bólivíu, og hægrisinnaður leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Hann tók þátt í að bola Evó Morales forseta úr embætti árið 2019. Fyrir það saka saksóknarar hann um hryðjuverk í ákæru sem var gefin út í október. Camacho tapaði forsetakosningum fyrir vinstrimanninum Luis Arce árið 2020. Ríkisstjórnin skilgreinir atburðina sem leiddu til þess að Morales flúði land árið 2019 sem valdarán. Handtakan á Camacho í gær er sögð tengast rannsókn á því. Camacho sjálfur hefur neitað að gefa skýrslu í málinu og sagst vera fórnarlamb pólitískra ofsókna. Undanfarinn mánuð hefur Camacho farið fyrir mótmælum gegn stjórnvöldum í Santa Cruz. Ástæða þeirra eru tafir á manntali en það myndi að líkindum færa Santa Cruz, sem er höfuðvígi stjórnarandstöðunnar, aukna hlutdeild í skattfé og fleiri sæti á þingi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ólöglegt mannrán Stuðningsmenn Camacho þustu út á götur og lokuðu vegum og hraðbrautum sem tengja Santa Cruz við aðra landshluta. AP-fréttastofan segir að langar raðir hafi myndast við bensínstöðvar þar sem fólk óttast að órói leiði til vöruskorts. Engar upplýsingar fengust um handtökuna fyrr en að nokkrum klukkustundum liðnum. Skrifstofa ríkisstjórans sakaði lögreglu um að hafa rænt Camacho í óhefðbundinni aðgerð og farið með hann á óþekktan stað. Carlos Mesa, fyrrverandi forseti, líkti handtökunni einnig við ólöglegt og ofsafengið mannrán. Camacho var einn leiðtoga fjölmennra mótmæla gegn Morales í kjölfar kosninga árið 2019. Samtök Ameríkuríkja sögðu að svik hefðu verið í tafli í kosningunum þar sem Morales sóttist eftir endurkjöri í fjórðia sinn. Bólivía Tengdar fréttir Fordæma handtökur á stjórnarandstæðingum í Bólivíu Mannréttindasamtök og Samtök Ameríkuríkja gagnrýna harðlega handtökur á Jeanine Áñez, fyrrverandi starfandi forseta Bólivíu, og fleiri stjórnmálamönnum og saka stjórnvöld um að misbeita réttarkerfinu á pólitískan hátt. Saksóknarar saka Áñez um aðild að valdaráni. 16. mars 2021 09:27 Handtökuskipun gefin út á hendur fyrrverandi forseta Saksóknarar í Bólivíu hafa gefið út handtökuskipun á hendur Jeanine Áñez, fyrrverandi starfandi forseta landsins, og nokkrum fyrrverandi ráðherrum. Áñez er sökuð um að hafa tekið þátt í valdaráni gegn Evó Morales, fyrrverandi forseta. Sjálf segist hún fórnarlamb pólitískra hefnda flokks Morales sem er nú aftur við völd. 13. mars 2021 09:19 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Luis Fernando Camacho er ríkisstjóri Santa Cruz, auðugasta héraðs Bólivíu, og hægrisinnaður leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Hann tók þátt í að bola Evó Morales forseta úr embætti árið 2019. Fyrir það saka saksóknarar hann um hryðjuverk í ákæru sem var gefin út í október. Camacho tapaði forsetakosningum fyrir vinstrimanninum Luis Arce árið 2020. Ríkisstjórnin skilgreinir atburðina sem leiddu til þess að Morales flúði land árið 2019 sem valdarán. Handtakan á Camacho í gær er sögð tengast rannsókn á því. Camacho sjálfur hefur neitað að gefa skýrslu í málinu og sagst vera fórnarlamb pólitískra ofsókna. Undanfarinn mánuð hefur Camacho farið fyrir mótmælum gegn stjórnvöldum í Santa Cruz. Ástæða þeirra eru tafir á manntali en það myndi að líkindum færa Santa Cruz, sem er höfuðvígi stjórnarandstöðunnar, aukna hlutdeild í skattfé og fleiri sæti á þingi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ólöglegt mannrán Stuðningsmenn Camacho þustu út á götur og lokuðu vegum og hraðbrautum sem tengja Santa Cruz við aðra landshluta. AP-fréttastofan segir að langar raðir hafi myndast við bensínstöðvar þar sem fólk óttast að órói leiði til vöruskorts. Engar upplýsingar fengust um handtökuna fyrr en að nokkrum klukkustundum liðnum. Skrifstofa ríkisstjórans sakaði lögreglu um að hafa rænt Camacho í óhefðbundinni aðgerð og farið með hann á óþekktan stað. Carlos Mesa, fyrrverandi forseti, líkti handtökunni einnig við ólöglegt og ofsafengið mannrán. Camacho var einn leiðtoga fjölmennra mótmæla gegn Morales í kjölfar kosninga árið 2019. Samtök Ameríkuríkja sögðu að svik hefðu verið í tafli í kosningunum þar sem Morales sóttist eftir endurkjöri í fjórðia sinn.
Bólivía Tengdar fréttir Fordæma handtökur á stjórnarandstæðingum í Bólivíu Mannréttindasamtök og Samtök Ameríkuríkja gagnrýna harðlega handtökur á Jeanine Áñez, fyrrverandi starfandi forseta Bólivíu, og fleiri stjórnmálamönnum og saka stjórnvöld um að misbeita réttarkerfinu á pólitískan hátt. Saksóknarar saka Áñez um aðild að valdaráni. 16. mars 2021 09:27 Handtökuskipun gefin út á hendur fyrrverandi forseta Saksóknarar í Bólivíu hafa gefið út handtökuskipun á hendur Jeanine Áñez, fyrrverandi starfandi forseta landsins, og nokkrum fyrrverandi ráðherrum. Áñez er sökuð um að hafa tekið þátt í valdaráni gegn Evó Morales, fyrrverandi forseta. Sjálf segist hún fórnarlamb pólitískra hefnda flokks Morales sem er nú aftur við völd. 13. mars 2021 09:19 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Fordæma handtökur á stjórnarandstæðingum í Bólivíu Mannréttindasamtök og Samtök Ameríkuríkja gagnrýna harðlega handtökur á Jeanine Áñez, fyrrverandi starfandi forseta Bólivíu, og fleiri stjórnmálamönnum og saka stjórnvöld um að misbeita réttarkerfinu á pólitískan hátt. Saksóknarar saka Áñez um aðild að valdaráni. 16. mars 2021 09:27
Handtökuskipun gefin út á hendur fyrrverandi forseta Saksóknarar í Bólivíu hafa gefið út handtökuskipun á hendur Jeanine Áñez, fyrrverandi starfandi forseta landsins, og nokkrum fyrrverandi ráðherrum. Áñez er sökuð um að hafa tekið þátt í valdaráni gegn Evó Morales, fyrrverandi forseta. Sjálf segist hún fórnarlamb pólitískra hefnda flokks Morales sem er nú aftur við völd. 13. mars 2021 09:19