Færri en eyðsluglaðari ferðamenn Eiður Þór Árnason skrifar 27. desember 2022 11:40 Erlendir ferðamenn hafa mætt nokkrum vetrarhörkum undanfarnar vikur. Vísir/Vilhelm Heildarkortavelta erlendra ferðamanna hér á landi jókst á fyrstu tíu mánuðum ársins samanborið við 2019 þrátt fyrir að ríflega 16% færri erlendir ferðamenn hafi nú sótt landið heim. Innlend greiðslukortavelta þeirra frá janúar út október er metin rúmlega 3% meiri í krónum talið samanborið við síðasta árið fyrir heimsfaraldur. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Ferðamálastofu sem veltir því upp hvort erlendir ferðamenn séu almennt eyðsluglaðari nú en fyrir faraldur. Áður hefur verið bent á að vísbendingar séu um að uppsafnaður sparnaður og ferðavilji fólks hafi gert það að verkum að það sé nú tilbúið að verja meiri fjármunum á ferðalögum sínum en áður. Talið er að 1,45 milljónir erlendra ferðamanna hafi komið til Íslands á fyrstu tíu mánuðum þessa árs. Að sögn Ferðamálastofu hafa þeir verið mjög nálægt fjöldanum 2019 eftir mánuðum frá því um mitt þetta ár en meiri munur hafi verið á fyrstu mánuðum ársins. Heildarvelta upp um 23 prósent Heildarvelta á hvern erlendan ferðamann jókst um rúm 23% frá 2019 á fyrstu tíu mánuðum þessa árs á nafnverði í krónum og segir Ferðamálastofa að fyrirliggjandi gögn bendi til að ástæða aukningarinnar sé fyrst og fremst að meðallengd dvalar hafi lengst. Hún sé nú 7,7 dagar í stað 6,7 eða um 14% lengri en á sama tíma árið 2019. Ef leiðrétt er fyrir verðlagshækkunum frá 2019 mælist þrátt fyrir þetta raunsamdráttur í veltu ferðamanna á hvern dvalardag upp á tæp 7%. Samkvæmt tölum Rannsóknarseturs verslunarinnar var kortavelta innanlands á hvern erlendan ferðamann 148,8 þúsund krónur á fyrstu tíu mánuðum ársins, samanborið við 120,7 þúsund krónur á sama tímabili árið 2019, eða ríflega 23% hærri líkt of fyrr segir. Á sama tíma hefur verðlag hækkað umtalsvert á Íslandi og gengi krónunnar gagnvart helstu heimamyntum ferðamanna breyst. Ef horft er til þess er aukning kortaveltu á hvern erlendan ferðamann á föstu verðlagi rúmlega 6% og um 5% á föstu gengi heimamynta ferðamanna á þessu tímabili. Hagstofa Íslands greindi frá því á dögunum að gistinóttum það sem af er ári hafi fjölgað um 77% frá 2021 og aukist um 4% frá metárinu 2018. Þannig hafa gistinætur á skráðum gististöðum aldrei mæst fleiri hér á landi en erlendir ferðamenn keyptu um 77% þeirra í nóvember. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri greiningu Ferðamálastofu sem veltir því upp hvort erlendir ferðamenn séu almennt eyðsluglaðari nú en fyrir faraldur. Áður hefur verið bent á að vísbendingar séu um að uppsafnaður sparnaður og ferðavilji fólks hafi gert það að verkum að það sé nú tilbúið að verja meiri fjármunum á ferðalögum sínum en áður. Talið er að 1,45 milljónir erlendra ferðamanna hafi komið til Íslands á fyrstu tíu mánuðum þessa árs. Að sögn Ferðamálastofu hafa þeir verið mjög nálægt fjöldanum 2019 eftir mánuðum frá því um mitt þetta ár en meiri munur hafi verið á fyrstu mánuðum ársins. Heildarvelta upp um 23 prósent Heildarvelta á hvern erlendan ferðamann jókst um rúm 23% frá 2019 á fyrstu tíu mánuðum þessa árs á nafnverði í krónum og segir Ferðamálastofa að fyrirliggjandi gögn bendi til að ástæða aukningarinnar sé fyrst og fremst að meðallengd dvalar hafi lengst. Hún sé nú 7,7 dagar í stað 6,7 eða um 14% lengri en á sama tíma árið 2019. Ef leiðrétt er fyrir verðlagshækkunum frá 2019 mælist þrátt fyrir þetta raunsamdráttur í veltu ferðamanna á hvern dvalardag upp á tæp 7%. Samkvæmt tölum Rannsóknarseturs verslunarinnar var kortavelta innanlands á hvern erlendan ferðamann 148,8 þúsund krónur á fyrstu tíu mánuðum ársins, samanborið við 120,7 þúsund krónur á sama tímabili árið 2019, eða ríflega 23% hærri líkt of fyrr segir. Á sama tíma hefur verðlag hækkað umtalsvert á Íslandi og gengi krónunnar gagnvart helstu heimamyntum ferðamanna breyst. Ef horft er til þess er aukning kortaveltu á hvern erlendan ferðamann á föstu verðlagi rúmlega 6% og um 5% á föstu gengi heimamynta ferðamanna á þessu tímabili. Hagstofa Íslands greindi frá því á dögunum að gistinóttum það sem af er ári hafi fjölgað um 77% frá 2021 og aukist um 4% frá metárinu 2018. Þannig hafa gistinætur á skráðum gististöðum aldrei mæst fleiri hér á landi en erlendir ferðamenn keyptu um 77% þeirra í nóvember.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira