Fréttamaður sló í gegn í beinni: „Má ég fara aftur í venjulegu vinnuna mína?“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. desember 2022 11:34 Mark Woodley segir að yfirmenn hans á sjónvarpsstöðinni hafi haft gaman að vitleysunni. Skjáskot/Twitter Fréttamaður sjónvarpsstöðvarinnar KWWL í Bandaríkjunum sló í gegn í beinni útsendingu í gær þegar hann fjallaði um óveðrið í Bandaríkjunum. Hann er íþróttafréttamaður og kvartaði sáran yfir því að hafa verið sendur út í óveðrið. Íþróttafréttamaðurinn, Mark Woodley, segist óvanur því að fjalla um veðrið: „Það er búið að aflýsa öllum íþróttaleikjum næstu daga. Og hvað er þá betra en að láta íþróttafréttamanninn vakna fimm klukkutímum fyrr, mæta í vinnuna, til þess eins að hann geti staðið úti í fimbulkulda og snjókomu?“ Woodley sagðist þaulvanur sjónvarpsþáttum, sem vanalega væru um 30 mínútna langir, en hann væri ekkert sérstaklega spenntur fyrir því að standa úti í kuldanum í fleiri klukkutíma. Hann hvatti áhorfendur til að fylgjast vel með, enda yrði hann líklega pirraðri með hverjum klukkutímanum sem liði. „Má ég fara aftur í venjulegu vinnuna mína? Ég er nokkuð viss um að kollegar mínir hafi bætt við auka klukkutíma bara til að stríða mér,“ sagði Woodley í útsendingunni. Sjónvarpsstöðin KWWL er hluti af CNN og segir Woodley í viðtali við miðilinn síðarnefnda að hann sé almennt kaldhæðinn. Hann bætir við að yfirmenn hans hafi haft gaman af gríninu og birti sjálfur myndband með nokkrum vel völdum myndbrotum á Twitter, sem vakið hafa mikla lukku. This is what you get when you ask the sports guy to come in to cover a blizzard in the morning show. pic.twitter.com/h0RL9tVQqg— Mark Woodley (@MarkWoodleyTV) December 22, 2022 Bandaríkin Fjölmiðlar Grín og gaman Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira
Íþróttafréttamaðurinn, Mark Woodley, segist óvanur því að fjalla um veðrið: „Það er búið að aflýsa öllum íþróttaleikjum næstu daga. Og hvað er þá betra en að láta íþróttafréttamanninn vakna fimm klukkutímum fyrr, mæta í vinnuna, til þess eins að hann geti staðið úti í fimbulkulda og snjókomu?“ Woodley sagðist þaulvanur sjónvarpsþáttum, sem vanalega væru um 30 mínútna langir, en hann væri ekkert sérstaklega spenntur fyrir því að standa úti í kuldanum í fleiri klukkutíma. Hann hvatti áhorfendur til að fylgjast vel með, enda yrði hann líklega pirraðri með hverjum klukkutímanum sem liði. „Má ég fara aftur í venjulegu vinnuna mína? Ég er nokkuð viss um að kollegar mínir hafi bætt við auka klukkutíma bara til að stríða mér,“ sagði Woodley í útsendingunni. Sjónvarpsstöðin KWWL er hluti af CNN og segir Woodley í viðtali við miðilinn síðarnefnda að hann sé almennt kaldhæðinn. Hann bætir við að yfirmenn hans hafi haft gaman af gríninu og birti sjálfur myndband með nokkrum vel völdum myndbrotum á Twitter, sem vakið hafa mikla lukku. This is what you get when you ask the sports guy to come in to cover a blizzard in the morning show. pic.twitter.com/h0RL9tVQqg— Mark Woodley (@MarkWoodleyTV) December 22, 2022
Bandaríkin Fjölmiðlar Grín og gaman Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira