Allt var hreint og fagurt og sálin líka á jólunum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. desember 2022 20:04 Gissur Páll mætti í 105 ára afmælið og söng nokkur af uppáhalds lögum Þórhildar en Gissur er í miklu uppáhaldi hjá henni. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Jólin voru óskaplega einföld, sálmar voru sungnir, allt var hreint og fagurt og sálin líka“, segir elsti Íslendingurinn, Þórhildur Magnúsdóttir, sem fagnaði 105 ára afmælinu sínu í gær, 22. desember. Að sjálfsögðu fékk Þórhildur afmælissöng frá fjölskyldunni undir styrkri stjórn Gissurar Páls Gissurarsonar, söngvara. Þórhildur er ótrúlega ern og lítur vel út, maður trúir því bara alls ekki að hún sé orðin 105 ára. Hún á um 90 afkomendur. En jólin í huga Þórhildar, hvernig eru þau? „Jólin eru alltaf yndisleg og hátíðleg, það var alltaf svo mikil helgi yfir jólunum í gamla daga, það var ekkert rafrænt, sem truflaði. Ef þú ætlar að halda jól þá heldur þú jól. Ég veit ekki hvort að börnin vita fyrir hvað jólin standa,“ segir Þórhildur. Fimm ættliðir í beinan kvenlegg hjá Þórhildi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvernig voru jólin í þinni æsku? „Þau voru óskaplega einföld, það var kertaljós og kveðin lög eins og sagt er. Svo voru sálmar sungnir, allt var hreint og fagurt og sálin líka. Það var ekki mikið lagt svo mikið upp úr mat, það var meira lagt upp úr söng og hvað gerðist á jólum, trúarbrögðin eiginlega,“ bætir Þórhildur við. Og meira af fimm ættliðum í beinan kvenlegg hjá Þórhildi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En á hún sér einhverja drauma jólagjöf? „Nei, nei, það var ekkert í þá daga verið að tala um jólagjafir. Það var miklu heldur að halda jólin heilög heima og halda þau þannig að allir voru samstíga að gera allt fallegt,“ segir elsti núlifandi Íslendingurinn, Þórhildur Magnúsdóttir. Þórhildur og Magnús Hlynur, fréttamaður, sem er að gera þátt um hana, sem sýndur verður á Stöð 2 á nýju ári.Aðsend Reykjavík Eldri borgarar Langlífi Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Fleiri fréttir Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Sjá meira
Að sjálfsögðu fékk Þórhildur afmælissöng frá fjölskyldunni undir styrkri stjórn Gissurar Páls Gissurarsonar, söngvara. Þórhildur er ótrúlega ern og lítur vel út, maður trúir því bara alls ekki að hún sé orðin 105 ára. Hún á um 90 afkomendur. En jólin í huga Þórhildar, hvernig eru þau? „Jólin eru alltaf yndisleg og hátíðleg, það var alltaf svo mikil helgi yfir jólunum í gamla daga, það var ekkert rafrænt, sem truflaði. Ef þú ætlar að halda jól þá heldur þú jól. Ég veit ekki hvort að börnin vita fyrir hvað jólin standa,“ segir Þórhildur. Fimm ættliðir í beinan kvenlegg hjá Þórhildi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvernig voru jólin í þinni æsku? „Þau voru óskaplega einföld, það var kertaljós og kveðin lög eins og sagt er. Svo voru sálmar sungnir, allt var hreint og fagurt og sálin líka. Það var ekki mikið lagt svo mikið upp úr mat, það var meira lagt upp úr söng og hvað gerðist á jólum, trúarbrögðin eiginlega,“ bætir Þórhildur við. Og meira af fimm ættliðum í beinan kvenlegg hjá Þórhildi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En á hún sér einhverja drauma jólagjöf? „Nei, nei, það var ekkert í þá daga verið að tala um jólagjafir. Það var miklu heldur að halda jólin heilög heima og halda þau þannig að allir voru samstíga að gera allt fallegt,“ segir elsti núlifandi Íslendingurinn, Þórhildur Magnúsdóttir. Þórhildur og Magnús Hlynur, fréttamaður, sem er að gera þátt um hana, sem sýndur verður á Stöð 2 á nýju ári.Aðsend
Reykjavík Eldri borgarar Langlífi Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Fleiri fréttir Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Sjá meira