Ísbirnir drepast í massavís við Hudsonflóa Samúel Karl Ólason skrifar 23. desember 2022 13:33 Ísbjörn við Hudsonflóa í Kanada. Þeim hefur fækkað mjög þar á undanförnum árum. AP/Sean Kilpatrick Ísbirnir við Hudsonflóa í Kanada eru að deyja í massavís. Ástandið er sérstaklega slæmt hjá birnum og húnum en fækkun ísbjarna á svæðinu hefur valdið miklum áhyggjum meðal vísindamanna. Samkvæmt talningu sem framkvæmd var í fyrra voru 618 ísbirnir við flóann. Árið 2016 voru þeir 842. Frá níunda áratug síðustu aldar hefur ísbjörnum fækkað um helming en fækkunin er að miklu leyti rakin til undanhalds hafíss. Vísindamaður sem rannsakað hefur ísbirni á svæðinu í tæpa fjóra áratugi sagði í samtali við AP fréttaveituna að fækkunin væri mun umfangsmeiri en búist var við. Ísbirnir nota ísinn til að veiða seli og önnur dýr þar sem þeir bíða við göt á ísbreiðunni eftir því að selir koma upp til að anda. Undanfarin ár hafa veðurfarsbreytingar af mannavöldum leitt til þess að ísinn frýs seinna á árinu og leysist upp fyrr og því hafa ísbirnir minni aðgang að fæðu. Selir eru gífurleg mikilvægir ísbjörnum því þeir fá svo mikla orku úr fitu þeirra. Einn leiðtoga talningarinnar segir að lengi hafi verið búist við því að breytingarnar myndu hafa mest áhrif á birnur og húna. Hratt stækkandi húnar þurfa mikla orku og birnur verja stórum hluta orkuforða þeirra í húnana. Þessi þróun er talin ógna tilvist ísbjarna á svæðinu þar sem ungir ísbirnir deyja í massavís. Leita meira í byggð Í nýlegri frétt BBC var fjallað um bæinn Churchill í Manitoba, sem liggur við Hudsonflóa, en honum er iðulega lýst sem ísbjarnahöfuðborg heimsins. Íbúar þar eru með sérstakar ruslafötur sem ísbirnir komast ekki í og bílar eru yfirleitt ólæstir svo fólk á göngu geti auðveldlega leitað sér skjóls rambi það á ísbjörn í bænum. Samhliða minni aðgengi ísbjarna að fæðu út á flóanum hafa fleiri ísbirnir leitað til byggða að fæðu. Í þeirri frétt kom fram að vísindamenn búast við því að miðað við núverandi þróun verði hafísinn orðinn svo lítill árið 2050 að ísbirnir muni hverfa frá Hudsonflóa. Kanada Dýr Loftslagsmál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Samkvæmt talningu sem framkvæmd var í fyrra voru 618 ísbirnir við flóann. Árið 2016 voru þeir 842. Frá níunda áratug síðustu aldar hefur ísbjörnum fækkað um helming en fækkunin er að miklu leyti rakin til undanhalds hafíss. Vísindamaður sem rannsakað hefur ísbirni á svæðinu í tæpa fjóra áratugi sagði í samtali við AP fréttaveituna að fækkunin væri mun umfangsmeiri en búist var við. Ísbirnir nota ísinn til að veiða seli og önnur dýr þar sem þeir bíða við göt á ísbreiðunni eftir því að selir koma upp til að anda. Undanfarin ár hafa veðurfarsbreytingar af mannavöldum leitt til þess að ísinn frýs seinna á árinu og leysist upp fyrr og því hafa ísbirnir minni aðgang að fæðu. Selir eru gífurleg mikilvægir ísbjörnum því þeir fá svo mikla orku úr fitu þeirra. Einn leiðtoga talningarinnar segir að lengi hafi verið búist við því að breytingarnar myndu hafa mest áhrif á birnur og húna. Hratt stækkandi húnar þurfa mikla orku og birnur verja stórum hluta orkuforða þeirra í húnana. Þessi þróun er talin ógna tilvist ísbjarna á svæðinu þar sem ungir ísbirnir deyja í massavís. Leita meira í byggð Í nýlegri frétt BBC var fjallað um bæinn Churchill í Manitoba, sem liggur við Hudsonflóa, en honum er iðulega lýst sem ísbjarnahöfuðborg heimsins. Íbúar þar eru með sérstakar ruslafötur sem ísbirnir komast ekki í og bílar eru yfirleitt ólæstir svo fólk á göngu geti auðveldlega leitað sér skjóls rambi það á ísbjörn í bænum. Samhliða minni aðgengi ísbjarna að fæðu út á flóanum hafa fleiri ísbirnir leitað til byggða að fæðu. Í þeirri frétt kom fram að vísindamenn búast við því að miðað við núverandi þróun verði hafísinn orðinn svo lítill árið 2050 að ísbirnir muni hverfa frá Hudsonflóa.
Kanada Dýr Loftslagsmál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira