Isiah Thomas útskýrir af hverju Jordan gerði hann svona reiðan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2022 14:31 Isiah Thomas og óvinur hans Michael Jordan. Samsett/Getty Körfuboltagoðsögnin Isiah Thomas er enn mjög ósáttur með Michael Jordan vegna „Last Dance“ heimildarþáttanna sem slógu í gegn á sínum tíma en máluðu ekki fallega mynd af Thomas. Það lítur út fyrir að öldurnar muni aldrei lægja í deilu Zeke og MJ. Í það minnsta er Thomas alltaf að tala um óvin sinn. Isiah Thomas og Michael Jordan hafa nefnilega verið litlir vinir síðan að þeir áttust svo oft við inn á körfuboltagólfinu á níunda áratugnum. Jordan náði ekki að verða NBA-meistari fyrr en hann komst í gegnum tuddana í Detriot Pistons sem gengu undir nafninu Slæmu strákarnir. Frægt var þegar Thomas og félagar strunsuðu út úr salnum án þess að þakka fyrir einvígið þegar Chicago Bulls vann þá loksins. Stuttu síðar var Thomas skilinn út undan þegar valið var í draumalið Bandaríkjamanna á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. Það var fjallað um þetta í „Last Dance“ heimildarþáttunum og Jordan gerði lítið úr Zeke. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) Jordan er sagður hafa spilað lykilhlutverk í því að einn besti bakvörður NBA-deildarinnar í áratug var ekki valinn í liðið og það þótt að þjálfari hans hjá Pistons, Chuck Daly, væri að þjálfa landsliðið. Thomas hefur nú útskýrt betur hvað það er sem gerði hann svona reiðann út í Jordan eftir sýningu þáttanna. „Ég var mjög ósáttur með það að vera horfa á heimildarmynd um gæja sem lét eins og hálfviti við alla en kallaði mig síðan hálfvita og ég hef ekki verið neitt annað en almennilegur við þennan gaur alla tíð,“ sagði Isiah Thomas. Tímabilið 1990-91, fyrir valið á draumaliðinu þá var Isiah Thomas með 16,2 stig og 9,3 stoðsendingar í leik. Hann var ekki valinn í liðið en það var John Stockton sem var með 17,2 stig og 14,2 stoðsendingar að meðaltali þetta sama tímabil. Thomas var þarna á sínu tíunda tímabili og hafði tvisvar leitt Detroit Pistons til NBA meistaratitils. Hann var með 19,2 stig og 9,3 stoðsendingar að meðaltali í 979 leikjum sínum í deildarkeppni NBA og með 20,4 stig og 8,9 stoðsendingar að meðaltali í 111 leikjum sínum í úrslitakeppni NBA. Thomas var síðan með 22,6 stig iog 7,9 stoðsendingar í leik í sextán leikjum sínum í úrslitaeinvígi um titilinn. NBA Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Fleiri fréttir Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Sjá meira
Það lítur út fyrir að öldurnar muni aldrei lægja í deilu Zeke og MJ. Í það minnsta er Thomas alltaf að tala um óvin sinn. Isiah Thomas og Michael Jordan hafa nefnilega verið litlir vinir síðan að þeir áttust svo oft við inn á körfuboltagólfinu á níunda áratugnum. Jordan náði ekki að verða NBA-meistari fyrr en hann komst í gegnum tuddana í Detriot Pistons sem gengu undir nafninu Slæmu strákarnir. Frægt var þegar Thomas og félagar strunsuðu út úr salnum án þess að þakka fyrir einvígið þegar Chicago Bulls vann þá loksins. Stuttu síðar var Thomas skilinn út undan þegar valið var í draumalið Bandaríkjamanna á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. Það var fjallað um þetta í „Last Dance“ heimildarþáttunum og Jordan gerði lítið úr Zeke. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) Jordan er sagður hafa spilað lykilhlutverk í því að einn besti bakvörður NBA-deildarinnar í áratug var ekki valinn í liðið og það þótt að þjálfari hans hjá Pistons, Chuck Daly, væri að þjálfa landsliðið. Thomas hefur nú útskýrt betur hvað það er sem gerði hann svona reiðann út í Jordan eftir sýningu þáttanna. „Ég var mjög ósáttur með það að vera horfa á heimildarmynd um gæja sem lét eins og hálfviti við alla en kallaði mig síðan hálfvita og ég hef ekki verið neitt annað en almennilegur við þennan gaur alla tíð,“ sagði Isiah Thomas. Tímabilið 1990-91, fyrir valið á draumaliðinu þá var Isiah Thomas með 16,2 stig og 9,3 stoðsendingar í leik. Hann var ekki valinn í liðið en það var John Stockton sem var með 17,2 stig og 14,2 stoðsendingar að meðaltali þetta sama tímabil. Thomas var þarna á sínu tíunda tímabili og hafði tvisvar leitt Detroit Pistons til NBA meistaratitils. Hann var með 19,2 stig og 9,3 stoðsendingar að meðaltali í 979 leikjum sínum í deildarkeppni NBA og með 20,4 stig og 8,9 stoðsendingar að meðaltali í 111 leikjum sínum í úrslitakeppni NBA. Thomas var síðan með 22,6 stig iog 7,9 stoðsendingar í leik í sextán leikjum sínum í úrslitaeinvígi um titilinn.
NBA Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Fleiri fréttir Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Sjá meira