Samgönguinnviðir hafi ekki verið byggðir upp á sama hraða og flugstöðin Fanndís Birna Logadóttir skrifar 22. desember 2022 13:15 Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm Formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis telur mögulegt að samgöngur að Keflavíkurflugvelli hafi ekki verið byggðar upp á sama hraða og flugstöðin sjálf. Auka þurfi eftirlit og koma á fót skýrum verkferlum. Mikilvægt sé að staðan sem kom upp vegna lokun Reykjanesbrautar fyrr í vikunni komi aldrei upp aftur. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kom saman til sérstaks aukafundar í morgun þar sem staðan á Reykjanesbrautinni og Keflavíkurflugvelli fyrr í vikunni var rædd. Vilhjálmur Árnason, formaður nefndarinnar, segir nefndarmenn hafa verið sammála innviðaráðherra um að þörf væri á aðgerðum. „Nú er lagt allt kapp á það í þeim starfshópi sem að ráðherra er nú þegar búinn að skipa, að komast til botns í því hvað það var nákvæmlega sem kom upp á og hvað er það sem við getum bætt til þess að koma í veg fyrir það að þetta komi upp aftur. Þetta er náttúrulega töluvert tjón og óhagræði en þetta er líka bara mikið öryggismál,“ segir Vilhjálmur. Ljóst sé að bæta þurfi viðbrögð og undirbúning en Vilhjálmur spyr einnig hvort samgönguinnviðir hafi orðið eftir samanborið við uppbyggingu á flugstöðinni. „Við erum að byggja gríðarlega mikið upp og auka umsvif flugstöðvarinnar fyrir tugi milljarða en á meðan klárum við ekki þennan eina samgönguinnvið sem að liggur að henni,“ segir hann. Stóri flöskuhálsinn hafi verið vegarkaflinn þar sem Reykjanesbær og flugstöðin mætast á Reykjanesbrautinni. Hefði svo ekki verið hefði líklegast verið hægt að opna veginn fyrr, þó Vilhjálmur vilji ekkert fullyrða um hvort hægt hafi verið að koma í veg fyrir að Reykjanesbraut hefði verið lokað. „Þarna þarf einhvern veginn að samræma betur, bæði að klára þessa uppbyggingu og auka svo þjónustuna og snjómoksturinn og viðbragðið til þess að þetta verði ekki flöskuháls komi svona veðuraðstæður upp aftur,“ segir Vilhjálmur. Líta megi til veghaldara annars staðar Starfshópur innviðaráðherra mun skila tillögum innan mánuðar en honum er meðal annars falið að semja drög að áætlun til að takast á við aðstæður líkt og þær sem sköpuðust í vikunni. Að sögn Vilhjálms þarf að skýra hvernig betur er hægt að standa að undirbúningi, hver eigi að taka ákvarðanir og hver eigi að upplýsa. „Það kom líka fram að það voru tæki frá Isavia sem að komu þarna út í lokinn og sáu til þess að það væri hægt að opna Reykjanesbrautina. Þannig ég held að þetta snúist svolítið bara um það að sá búnaður sé þá til taks og það sé skýrt hver tekur ákvörðun um að senda hann af stað til þess að halda veginum opnum eins og veður leyfir næst þegar svona kemur upp á,“ segir Vilhjálmur. Hann bendir á að mögulega sé hægt að læra af því hvernig farið er að málunum annars staðar á landinu. „Þegar við erum komin með svona fjölfarinn og mikilvægan samgönguinnvið þá þarf kannski bara að vera aukin vöktun og eftirlit af veghaldara a veginum, eins og við sjáum til dæmis bara í göngum sem eru með myndavélaeftirlit allan sólarhringinn og tilbúna dráttarbíla,“segir Vilhjálmur en þekkingin sem verður aflað mun einnig nýtast á öðrum stofnæðum. „Það voru allir algjörlega sammála um það að það þyrfti að bregðast við og það væri mikið öryggismál að þetta kæmi ekki fyrir aftur. Þetta er þjóðaröryggismál og líka bara öryggismál fyrir þá sem eru hér á ferðinni,“ segir hann enn fremur. Samgöngur Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Alþingi Snjómokstur Tengdar fréttir „Við hefðum ekki getað farið að hleypa mörg hundruð manns á Reykjanesbrautina“ Vegagerðin telur það hafa verið rétta ákvörðun að loka Reykjanesbrautinni í rúman sólarhring út af óveðrinu líkt og gert var. Sérstakur samráðshópur hefur verið stofnaður til að fara yfir lokunina. 21. desember 2022 13:27 „Það er allt hægt og bítandi að komast í eðlilegt horf á vellinum“ Flugumferð um Keflavíkurflugvöll er að komast aftur í rétt horf eftir umtalsverðar raskanir síðustu daga. Forstjóri Icelandair segir stefnt að því að koma öllum á áfangastað fyrir jól en félagið hefur meðal annars tekið tvær breiðþotur á leigu til þess að það gangi upp. 21. desember 2022 12:26 Tíu milljarða vantar í fjárlög upp í loforðin í vegagerð Tíu milljarða króna gat er í nýsamþykktum fjárlögum næsta árs til að unnt verði að standa við þau fyrirheit sem gefin voru í samgönguáætlun fyrir síðustu kosningar. Breikkun Suðurlandsvegar í útjaðri Reykjavíkur er meðal þeirra verkefna sem skorin verða niður. 21. desember 2022 10:20 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kom saman til sérstaks aukafundar í morgun þar sem staðan á Reykjanesbrautinni og Keflavíkurflugvelli fyrr í vikunni var rædd. Vilhjálmur Árnason, formaður nefndarinnar, segir nefndarmenn hafa verið sammála innviðaráðherra um að þörf væri á aðgerðum. „Nú er lagt allt kapp á það í þeim starfshópi sem að ráðherra er nú þegar búinn að skipa, að komast til botns í því hvað það var nákvæmlega sem kom upp á og hvað er það sem við getum bætt til þess að koma í veg fyrir það að þetta komi upp aftur. Þetta er náttúrulega töluvert tjón og óhagræði en þetta er líka bara mikið öryggismál,“ segir Vilhjálmur. Ljóst sé að bæta þurfi viðbrögð og undirbúning en Vilhjálmur spyr einnig hvort samgönguinnviðir hafi orðið eftir samanborið við uppbyggingu á flugstöðinni. „Við erum að byggja gríðarlega mikið upp og auka umsvif flugstöðvarinnar fyrir tugi milljarða en á meðan klárum við ekki þennan eina samgönguinnvið sem að liggur að henni,“ segir hann. Stóri flöskuhálsinn hafi verið vegarkaflinn þar sem Reykjanesbær og flugstöðin mætast á Reykjanesbrautinni. Hefði svo ekki verið hefði líklegast verið hægt að opna veginn fyrr, þó Vilhjálmur vilji ekkert fullyrða um hvort hægt hafi verið að koma í veg fyrir að Reykjanesbraut hefði verið lokað. „Þarna þarf einhvern veginn að samræma betur, bæði að klára þessa uppbyggingu og auka svo þjónustuna og snjómoksturinn og viðbragðið til þess að þetta verði ekki flöskuháls komi svona veðuraðstæður upp aftur,“ segir Vilhjálmur. Líta megi til veghaldara annars staðar Starfshópur innviðaráðherra mun skila tillögum innan mánuðar en honum er meðal annars falið að semja drög að áætlun til að takast á við aðstæður líkt og þær sem sköpuðust í vikunni. Að sögn Vilhjálms þarf að skýra hvernig betur er hægt að standa að undirbúningi, hver eigi að taka ákvarðanir og hver eigi að upplýsa. „Það kom líka fram að það voru tæki frá Isavia sem að komu þarna út í lokinn og sáu til þess að það væri hægt að opna Reykjanesbrautina. Þannig ég held að þetta snúist svolítið bara um það að sá búnaður sé þá til taks og það sé skýrt hver tekur ákvörðun um að senda hann af stað til þess að halda veginum opnum eins og veður leyfir næst þegar svona kemur upp á,“ segir Vilhjálmur. Hann bendir á að mögulega sé hægt að læra af því hvernig farið er að málunum annars staðar á landinu. „Þegar við erum komin með svona fjölfarinn og mikilvægan samgönguinnvið þá þarf kannski bara að vera aukin vöktun og eftirlit af veghaldara a veginum, eins og við sjáum til dæmis bara í göngum sem eru með myndavélaeftirlit allan sólarhringinn og tilbúna dráttarbíla,“segir Vilhjálmur en þekkingin sem verður aflað mun einnig nýtast á öðrum stofnæðum. „Það voru allir algjörlega sammála um það að það þyrfti að bregðast við og það væri mikið öryggismál að þetta kæmi ekki fyrir aftur. Þetta er þjóðaröryggismál og líka bara öryggismál fyrir þá sem eru hér á ferðinni,“ segir hann enn fremur.
Samgöngur Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Alþingi Snjómokstur Tengdar fréttir „Við hefðum ekki getað farið að hleypa mörg hundruð manns á Reykjanesbrautina“ Vegagerðin telur það hafa verið rétta ákvörðun að loka Reykjanesbrautinni í rúman sólarhring út af óveðrinu líkt og gert var. Sérstakur samráðshópur hefur verið stofnaður til að fara yfir lokunina. 21. desember 2022 13:27 „Það er allt hægt og bítandi að komast í eðlilegt horf á vellinum“ Flugumferð um Keflavíkurflugvöll er að komast aftur í rétt horf eftir umtalsverðar raskanir síðustu daga. Forstjóri Icelandair segir stefnt að því að koma öllum á áfangastað fyrir jól en félagið hefur meðal annars tekið tvær breiðþotur á leigu til þess að það gangi upp. 21. desember 2022 12:26 Tíu milljarða vantar í fjárlög upp í loforðin í vegagerð Tíu milljarða króna gat er í nýsamþykktum fjárlögum næsta árs til að unnt verði að standa við þau fyrirheit sem gefin voru í samgönguáætlun fyrir síðustu kosningar. Breikkun Suðurlandsvegar í útjaðri Reykjavíkur er meðal þeirra verkefna sem skorin verða niður. 21. desember 2022 10:20 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
„Við hefðum ekki getað farið að hleypa mörg hundruð manns á Reykjanesbrautina“ Vegagerðin telur það hafa verið rétta ákvörðun að loka Reykjanesbrautinni í rúman sólarhring út af óveðrinu líkt og gert var. Sérstakur samráðshópur hefur verið stofnaður til að fara yfir lokunina. 21. desember 2022 13:27
„Það er allt hægt og bítandi að komast í eðlilegt horf á vellinum“ Flugumferð um Keflavíkurflugvöll er að komast aftur í rétt horf eftir umtalsverðar raskanir síðustu daga. Forstjóri Icelandair segir stefnt að því að koma öllum á áfangastað fyrir jól en félagið hefur meðal annars tekið tvær breiðþotur á leigu til þess að það gangi upp. 21. desember 2022 12:26
Tíu milljarða vantar í fjárlög upp í loforðin í vegagerð Tíu milljarða króna gat er í nýsamþykktum fjárlögum næsta árs til að unnt verði að standa við þau fyrirheit sem gefin voru í samgönguáætlun fyrir síðustu kosningar. Breikkun Suðurlandsvegar í útjaðri Reykjavíkur er meðal þeirra verkefna sem skorin verða niður. 21. desember 2022 10:20