„Ég mun tryggja að svona gerist ekki aftur“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. desember 2022 18:29 Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra ætlar að tryggja að álíka ástand og verið hefur á Reykjanesbraut síðustu sólarhringa, með tilheyrandi raski á flugumferð, myndist ekki aftur. Hann segir flókið að taka ákvörðun um lokun brautarinnar og segir að ástandið ætti að opna augu fólks fyrir öryggishlutverki Reykjavíkurflugvallar. Búið er að opna Reykjanesbrautina í báðar áttir og brátt mun eðlileg flugumferð um Keflavíkurflugvöll hefjast á ný. Ástandinu á Keflavíkurflugvelli hefur hins vegar verið lýst sem martraðarkenndu þar sem fjöldi fólks hefur þurft að dvelja vegna aflýstra flugferða. Svona var ástandið á Keflavíkurflugvelli síðdegis í dag.vísir Sigurður Ingi ræddi ástandið við þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis. Hann var meðal annars spurður út í hvort að yfirvöld hafi ekki lært neitt á síðasta vetri þegar svipað veður gekk yfir með álíka afleiðingum. „Þá ræddi ég nú við veðurfræðinga sem sögðu að veðrið hafi verið óvenju vont óvenju lengi. Áður fyrr komu hvellir sem gengu yfir á nokkrum klukkutímum, síðan var hægt að moka og úr varð ágætur dagur þó fleiri hvellir kæmu daginn þar á eftir.“ Þá ræddi hann að erfitt sé að taka ákvörðun um lokun Reykjanesbrautarinnar. Sé ákvörðun tekin of seint sitja fleiri bílar fastir þannig að gríðarlegan tíma tekur að losa þá og koma til byggða. Hins vegar sé það einnig gagnrýnt þegar ákvörðun er tekin skjótt. „Á meðan flugvöllurinn er opinn þá hljótum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að vegirnir til og frá flugvellinum verði opnir. Auðvitað getur komið veður þar sem við ráðum ekki við það tímabundið, en þá þarf það tímabil að vera eins stutt og hægt er,“ segir Sigurður Ingi. Staðfesti tilverurétt Reykjavíkurflugvallar Sigurður nefnir að skoða verði hvort Vegagerðin hafi nægjanlegar heimildir til að draga bíla á brott. „Menn hafa stundum reynt svona fylgdarakstur snjóruðningsbíla. Það endar hins vegar oftast með því að röðin verði of löng, þegar að veðrið er orðið þannig að síðasti bíllinn byrjar að stoppa. Þá er sú leið orðin lokuð.“ Hann segist vera búinn að kalla saman fólk í dag til að finna endanlega lausn á þessu vandamáli. Sigurður Ingi tekur einnig undir það að ástandið staðfesti tilverurétt Reykjavíkurflugvallar. „Ég hef unnið að því og náð samkomulagi um það að Reykjavíkurflugvöllur verði þar sem hann er þangað til annar, nýr og betri flugvöllur er kominn. Það er ekki að gerast á næstu árum og ég held að við ættum að hætta að tala um þetta,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Samgöngur Veður Reykjavíkurflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Snjómokstur Fréttir af flugi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Við viljum ekki að svona komi fyrir aftur“ Búið er að opna Reykjanesbrautina í báðar áttir og brátt mun eðlileg flugumferð um Keflavíkurflugvöll hefjast á ný. Forstjóri Icelandair tók á móti farþegum tveggja þota sem flogið var frá Keflavík til Reykjavíkur í dag. 20. desember 2022 15:32 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Búið er að opna Reykjanesbrautina í báðar áttir og brátt mun eðlileg flugumferð um Keflavíkurflugvöll hefjast á ný. Ástandinu á Keflavíkurflugvelli hefur hins vegar verið lýst sem martraðarkenndu þar sem fjöldi fólks hefur þurft að dvelja vegna aflýstra flugferða. Svona var ástandið á Keflavíkurflugvelli síðdegis í dag.vísir Sigurður Ingi ræddi ástandið við þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis. Hann var meðal annars spurður út í hvort að yfirvöld hafi ekki lært neitt á síðasta vetri þegar svipað veður gekk yfir með álíka afleiðingum. „Þá ræddi ég nú við veðurfræðinga sem sögðu að veðrið hafi verið óvenju vont óvenju lengi. Áður fyrr komu hvellir sem gengu yfir á nokkrum klukkutímum, síðan var hægt að moka og úr varð ágætur dagur þó fleiri hvellir kæmu daginn þar á eftir.“ Þá ræddi hann að erfitt sé að taka ákvörðun um lokun Reykjanesbrautarinnar. Sé ákvörðun tekin of seint sitja fleiri bílar fastir þannig að gríðarlegan tíma tekur að losa þá og koma til byggða. Hins vegar sé það einnig gagnrýnt þegar ákvörðun er tekin skjótt. „Á meðan flugvöllurinn er opinn þá hljótum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að vegirnir til og frá flugvellinum verði opnir. Auðvitað getur komið veður þar sem við ráðum ekki við það tímabundið, en þá þarf það tímabil að vera eins stutt og hægt er,“ segir Sigurður Ingi. Staðfesti tilverurétt Reykjavíkurflugvallar Sigurður nefnir að skoða verði hvort Vegagerðin hafi nægjanlegar heimildir til að draga bíla á brott. „Menn hafa stundum reynt svona fylgdarakstur snjóruðningsbíla. Það endar hins vegar oftast með því að röðin verði of löng, þegar að veðrið er orðið þannig að síðasti bíllinn byrjar að stoppa. Þá er sú leið orðin lokuð.“ Hann segist vera búinn að kalla saman fólk í dag til að finna endanlega lausn á þessu vandamáli. Sigurður Ingi tekur einnig undir það að ástandið staðfesti tilverurétt Reykjavíkurflugvallar. „Ég hef unnið að því og náð samkomulagi um það að Reykjavíkurflugvöllur verði þar sem hann er þangað til annar, nýr og betri flugvöllur er kominn. Það er ekki að gerast á næstu árum og ég held að við ættum að hætta að tala um þetta,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Samgöngur Veður Reykjavíkurflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Snjómokstur Fréttir af flugi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Við viljum ekki að svona komi fyrir aftur“ Búið er að opna Reykjanesbrautina í báðar áttir og brátt mun eðlileg flugumferð um Keflavíkurflugvöll hefjast á ný. Forstjóri Icelandair tók á móti farþegum tveggja þota sem flogið var frá Keflavík til Reykjavíkur í dag. 20. desember 2022 15:32 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
„Við viljum ekki að svona komi fyrir aftur“ Búið er að opna Reykjanesbrautina í báðar áttir og brátt mun eðlileg flugumferð um Keflavíkurflugvöll hefjast á ný. Forstjóri Icelandair tók á móti farþegum tveggja þota sem flogið var frá Keflavík til Reykjavíkur í dag. 20. desember 2022 15:32
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“