Tekur tíma að hita sundlaugarnar upp Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. desember 2022 20:02 Starfsfólk Laugardalslaugarinnar notaði daginn til að þrífa. Vísir/Egill Starfsfólk Laugardalslaugarinnar hefur staðið í sannkallaðri jólahreingerningu frá því að sundlaugum borgarinnar var lokað í gær. Stefnt er að því að taka aftur á móti gestum strax í fyrramáli en það getur þó tekið tíma að hita laugina á ný. Þrátt fyrir að engir gestir væru á svæðinu í dag hafði starfsfólk í nógu að snúast. „Við erum að nýta daginn í að þrífa rennur og ristar. Eitthvað sem er ekki hægt að gera þegar það er fólk í lauginni en í dag þá nýtum við tækifærið og gerum bara allt í einu,“ segir Jökull Örlygsson starfsmaður Laugardalslaugarinnar. Þannig var sett upp sérstakt plan til að hægt sé að þrífa sem mest þegar engir gestir eru á svæðinu. „„Það voru bara sett upp þrifaplön og tækifærið nýtt til þess að þrífa svæði staði og svoleiðis sem við eigum mjög erfitt með að þrífa og fara með mjög sterk efni á og svoleiðis,“ segir Árni Jónsson forstöðumaður Laugardalslaugarinnar. Árni Jónsson forstöðumaður Laugadalslaugarinnar hefur í dag notað tækifærið til að dytta að og þrífa ásamt starfsfólki sínu.Vísir/Egill Sundlaugunum í Reykjavík var lokað í gær vegna bilunar í Hellisheiðarvirkjun. Viðgerð lauk í dag en laugarnar voru áfram lokaðar þar sem tíma tekur að vinna upp vatnsforða. Í fyrramáli klukkan sjö verður Laugardalslaugin opnuð á ný en aðrar laugar borgarinnar ekki fyrr en klukkan hálf tólf. Nokkur tíma getur tekið að hita laugarnar upp á ný. „Það gæti alveg verið hálfur sólarhringur allavega eitthvað svoleiðis. Jafnvel eitthvað lengur,“ segir Árni. Hann segir það sjaldgæft að lauginni sé lokað. „Einu sinni á ári í Laugardalslaug. Það er lokað á jóladag og verður sem sagt lokað núna á jóladag. Að öðru leyti erum við bara alltaf með opið.“ Árni segir sundlaugargesti koma til með að taka eftir að búið sé að þrífa allt hátt og lágt. „Ef að fólk kemur í jólabaðið til okkar á aðfangadag þá verða allir tandurhreinir.“ Sundlaugar Reykjavík Orkumál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Fleiri fréttir Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Sjá meira
Þrátt fyrir að engir gestir væru á svæðinu í dag hafði starfsfólk í nógu að snúast. „Við erum að nýta daginn í að þrífa rennur og ristar. Eitthvað sem er ekki hægt að gera þegar það er fólk í lauginni en í dag þá nýtum við tækifærið og gerum bara allt í einu,“ segir Jökull Örlygsson starfsmaður Laugardalslaugarinnar. Þannig var sett upp sérstakt plan til að hægt sé að þrífa sem mest þegar engir gestir eru á svæðinu. „„Það voru bara sett upp þrifaplön og tækifærið nýtt til þess að þrífa svæði staði og svoleiðis sem við eigum mjög erfitt með að þrífa og fara með mjög sterk efni á og svoleiðis,“ segir Árni Jónsson forstöðumaður Laugardalslaugarinnar. Árni Jónsson forstöðumaður Laugadalslaugarinnar hefur í dag notað tækifærið til að dytta að og þrífa ásamt starfsfólki sínu.Vísir/Egill Sundlaugunum í Reykjavík var lokað í gær vegna bilunar í Hellisheiðarvirkjun. Viðgerð lauk í dag en laugarnar voru áfram lokaðar þar sem tíma tekur að vinna upp vatnsforða. Í fyrramáli klukkan sjö verður Laugardalslaugin opnuð á ný en aðrar laugar borgarinnar ekki fyrr en klukkan hálf tólf. Nokkur tíma getur tekið að hita laugarnar upp á ný. „Það gæti alveg verið hálfur sólarhringur allavega eitthvað svoleiðis. Jafnvel eitthvað lengur,“ segir Árni. Hann segir það sjaldgæft að lauginni sé lokað. „Einu sinni á ári í Laugardalslaug. Það er lokað á jóladag og verður sem sagt lokað núna á jóladag. Að öðru leyti erum við bara alltaf með opið.“ Árni segir sundlaugargesti koma til með að taka eftir að búið sé að þrífa allt hátt og lágt. „Ef að fólk kemur í jólabaðið til okkar á aðfangadag þá verða allir tandurhreinir.“
Sundlaugar Reykjavík Orkumál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Fleiri fréttir Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Sjá meira