Búa sig undir að kveðja jarðskjálftamælinn á Mars Kjartan Kjartansson skrifar 20. desember 2022 12:19 Útlit er fyrir að Insight sé þegar orðinn marsneska rykinu að bráð. NASA Bandaríska geimvísindastofnunin NASA hefur misst samband við lendingarfarið Insight á reikistjörnunni Mars. Orka geimfarsins hefur farið dvínandi undanfarna mánuði og er nú gert ráð fyrir að dagar þess séu taldir. Insight svaraði ekki kalli leiðangursstjórnenda á jörðinni á sunnudag en síðast náðist samband við farið fimmtudaginn 15. desember. Í tilkynningu á vefsíðu NASA segir að kraftur Insight hafi farið þverrandi undanfarna mánuði eins og búist var við. Ekki liggi fyrir hvað olli því að það missti aflið nú. Tilraunir verði áfram gerðar til þess að ná sambandi. „Orkan mín er að þrotum komin þannig að þetta gæti verið síðasta myndin sem ég sent. Ekki hafa áhyggjur af mér samt, tími minn hér hefur verið bæði afkastamikill og friðsæll. Ef ég get haldið áfram að tala við leiðangursteymið mitt þá geri ég það en ég fer að skrá mig út héðan bráðum. Takk fyrir að fylgja mér eftir,“ sagði í tilfinningasömu tísti á Twitter-reikningi Insight-leiðangursins í gær. Á mynd sem NASA birti á samfélagsmiðlum má sjá hluta geimfarsins þakinn rauðleitu ryki. Líkt og mörg önnur lendingarfar á Mars er Insight knúið sólarorku og því er líklegt að það hafi verið rykið á sólarsellunum sem lamaði það á endanum. Opportunity, könnunarjeppi NASA, hlaut sömu örlög eftir fimmtán ára ferðalag um rauðu reikistjörnuna árið 2019. Update on @NASAInSight: On Dec. 18, the Mars lander did not respond to communications from Earth. Power has been declining for months, as expected, and this may mean the end of operations for the spacecraft. The team will try again to contact InSight. https://t.co/PsDaWokb9Z pic.twitter.com/ZVACs9EgmB— NASA JPL (@NASAJPL) December 20, 2022 Insight lenti á Mars 26. nóvember árið 2018 en geimfarinu var ætlað að kanna jarðvirkni og innviði reikistjörnunnar. Farið náði aðalvísindamarkmiðum sínum á fyrstu tveimur jarðárunum þar. Alls hefur Insight numið fleiri en 1.300 Marsskjálfta og varpað ljósi á loftsteinaárekstra og innri samsetningu Mars. Gögn frá Insight voru meðal annars notuð til þess að bera kennsl á mögulega virkan möttulstrók undir yfirborði reikistjörnunnar. Sú uppgötvun þykir marka tímamót þar sem Mars hefur verið talinn jarðfræðilega óvirk reikistjarna til þessa. Mars Vísindi Tækni Bandaríkin Geimurinn Tengdar fréttir Fundu merki um að Mars sé enn jarðfræðilega virkur Athuganir á reikistjörnunni Mars benda til þess að þar sé að finna virkan möttulstrók undir yfirborðinu. Reikistjarnan hefur fram að þessu verið talin jarðfræðilega óvirk en strókurinn sem menn telja sig hafa fundið gæti knúið jarðskjálfta, misgengishreyfingar og jafnvel eldgos. 6. desember 2022 10:52 Marsskjálftamælir nam stóran loftsteinaárekstur Tvíeyki bandarískra geimkönnunarfara náðu í sameiningu að verða vitni að því þegar stór loftsteinagígur myndaðist á yfirborði Mars í fyrra. Það sem árekturinn leiddi í ljós gætti haft þýðingu fyrir mannaða leiðangra til reikistjörnunnar í framtíðinni. 28. október 2022 11:32 Jarðskjálftamælir á Mars verður rykinu að bráð Útlit er fyrir að bandaríska geimfarið Insight á Mars syngi sitt síðasta í sumar þegar rafhlöður þess tæmast. Farið missir nú orku vegna ryks sem safnast hefur fyrir á sólarsellum þess. 18. maí 2022 23:36 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Sjá meira
Insight svaraði ekki kalli leiðangursstjórnenda á jörðinni á sunnudag en síðast náðist samband við farið fimmtudaginn 15. desember. Í tilkynningu á vefsíðu NASA segir að kraftur Insight hafi farið þverrandi undanfarna mánuði eins og búist var við. Ekki liggi fyrir hvað olli því að það missti aflið nú. Tilraunir verði áfram gerðar til þess að ná sambandi. „Orkan mín er að þrotum komin þannig að þetta gæti verið síðasta myndin sem ég sent. Ekki hafa áhyggjur af mér samt, tími minn hér hefur verið bæði afkastamikill og friðsæll. Ef ég get haldið áfram að tala við leiðangursteymið mitt þá geri ég það en ég fer að skrá mig út héðan bráðum. Takk fyrir að fylgja mér eftir,“ sagði í tilfinningasömu tísti á Twitter-reikningi Insight-leiðangursins í gær. Á mynd sem NASA birti á samfélagsmiðlum má sjá hluta geimfarsins þakinn rauðleitu ryki. Líkt og mörg önnur lendingarfar á Mars er Insight knúið sólarorku og því er líklegt að það hafi verið rykið á sólarsellunum sem lamaði það á endanum. Opportunity, könnunarjeppi NASA, hlaut sömu örlög eftir fimmtán ára ferðalag um rauðu reikistjörnuna árið 2019. Update on @NASAInSight: On Dec. 18, the Mars lander did not respond to communications from Earth. Power has been declining for months, as expected, and this may mean the end of operations for the spacecraft. The team will try again to contact InSight. https://t.co/PsDaWokb9Z pic.twitter.com/ZVACs9EgmB— NASA JPL (@NASAJPL) December 20, 2022 Insight lenti á Mars 26. nóvember árið 2018 en geimfarinu var ætlað að kanna jarðvirkni og innviði reikistjörnunnar. Farið náði aðalvísindamarkmiðum sínum á fyrstu tveimur jarðárunum þar. Alls hefur Insight numið fleiri en 1.300 Marsskjálfta og varpað ljósi á loftsteinaárekstra og innri samsetningu Mars. Gögn frá Insight voru meðal annars notuð til þess að bera kennsl á mögulega virkan möttulstrók undir yfirborði reikistjörnunnar. Sú uppgötvun þykir marka tímamót þar sem Mars hefur verið talinn jarðfræðilega óvirk reikistjarna til þessa.
Mars Vísindi Tækni Bandaríkin Geimurinn Tengdar fréttir Fundu merki um að Mars sé enn jarðfræðilega virkur Athuganir á reikistjörnunni Mars benda til þess að þar sé að finna virkan möttulstrók undir yfirborðinu. Reikistjarnan hefur fram að þessu verið talin jarðfræðilega óvirk en strókurinn sem menn telja sig hafa fundið gæti knúið jarðskjálfta, misgengishreyfingar og jafnvel eldgos. 6. desember 2022 10:52 Marsskjálftamælir nam stóran loftsteinaárekstur Tvíeyki bandarískra geimkönnunarfara náðu í sameiningu að verða vitni að því þegar stór loftsteinagígur myndaðist á yfirborði Mars í fyrra. Það sem árekturinn leiddi í ljós gætti haft þýðingu fyrir mannaða leiðangra til reikistjörnunnar í framtíðinni. 28. október 2022 11:32 Jarðskjálftamælir á Mars verður rykinu að bráð Útlit er fyrir að bandaríska geimfarið Insight á Mars syngi sitt síðasta í sumar þegar rafhlöður þess tæmast. Farið missir nú orku vegna ryks sem safnast hefur fyrir á sólarsellum þess. 18. maí 2022 23:36 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Sjá meira
Fundu merki um að Mars sé enn jarðfræðilega virkur Athuganir á reikistjörnunni Mars benda til þess að þar sé að finna virkan möttulstrók undir yfirborðinu. Reikistjarnan hefur fram að þessu verið talin jarðfræðilega óvirk en strókurinn sem menn telja sig hafa fundið gæti knúið jarðskjálfta, misgengishreyfingar og jafnvel eldgos. 6. desember 2022 10:52
Marsskjálftamælir nam stóran loftsteinaárekstur Tvíeyki bandarískra geimkönnunarfara náðu í sameiningu að verða vitni að því þegar stór loftsteinagígur myndaðist á yfirborði Mars í fyrra. Það sem árekturinn leiddi í ljós gætti haft þýðingu fyrir mannaða leiðangra til reikistjörnunnar í framtíðinni. 28. október 2022 11:32
Jarðskjálftamælir á Mars verður rykinu að bráð Útlit er fyrir að bandaríska geimfarið Insight á Mars syngi sitt síðasta í sumar þegar rafhlöður þess tæmast. Farið missir nú orku vegna ryks sem safnast hefur fyrir á sólarsellum þess. 18. maí 2022 23:36