Mygla í grunnskólum Garðabæjar: Bæjarstjórn lítur málið alvarlegum augum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 21. desember 2022 09:35 Mygla hefur greinst á nokkrum stöðum í Flataskóla. Mygla hefur greinst í tveimur grunnskólum í Garðabæ. Foreldrar eru ósáttir við hversu seint var brugðist við ábendingum og gagnrýna skort á upplýsingagjöf. Bæjarstjóri lofar allsherjarúttekt og endurbótum. Þann 7. desember síðastliðinn barst foreldrum barna í Hofsstaðaskóla póstur þar sem niðurstöður úr sýnatökum skólans voru kynntar. Mygla hafði fundist undir gólfdúk í þremur kennslustofum. Jafnframt greindist mygla í ryki í tveimur öðrum stofum. Alls fimm myglaðar stofur. Í gær hófst vinna skólann þar sem verið er að grafa fyrir færanlegum skólastofum sem teknar verða í notkun eftir áramót. Daginn eftir tilkynninguna frá Hofsstaðaskóla var barst tilkynning frá öðrum skóla í Garðabæ, Flataskóla. Þar hafði líka fundist mygla á nokkrum stöðum auk þess sem tekið var fram að ástæða væri til að skoða húsnæðið enn betur. Í gær hófst vinna við Hofsstaðaskóla þar sem verið er að grafa fyrir færanlegum skólastofum sem teknar verða í notkun eftir áramót.Vísir/Sigurjón Foreldrafélag skólans hefur síðustu tvö ár ítrekað bent á að aðgerða sé þörf þar sem nemendur og starfsfólk hafi verið að veikjast. Guðrún Yrsa Richer er ritari foreldrafélags Flataskóla, fulltrúi foreldra í skólaráði og móðir barns í skólanum. Hún segir illa hafi verið staðið að viðhaldi og bæjaryfirvöld hafi brugðist seint við ábendingum. Þá hafi ekki verið staðið vel að þeim framkvæmdum sem ráðist hefur verið í hingað til. Guðrún Yrsa Richer er ritari foreldrafélags Flataskóla, fulltrúi foreldra í skólaráði og móðir barns í skólanum.Vísir/Sigurjón „Þetta hefur haft afleiðingar bæði fyrir starfsfólk og nemendur. Þrátt fyrir gott samstarf við skólastjórnendur þá var bærinn mjög seinn að bregðast við. Við bindum vonir við að nú verði staðið betur að þessu. Það var mjög beinskeyttur fundur með bæjarstjóranum með foreldrum um daginn og bærinn er í raun og veru búinn að lofa að núna verði betur verði staðið að þessu. Við munum fylgjast náið með að þeir standi við það.“ Guðrún segir bæjaryfirvöld hafa lofað allsherjar úttekt á skólanum. „Og við sjáum að þar sem myglan er að koma upp á fleiri en einum stað, að það er það eina í stöðunni." Almar segist skynja áhyggjur hjá íbúum en mestu skipti að þeir upplifi að bæjaryfirvöld vilji eiga í góðum samskiptum varðandi þessi mál.Vísir/Sigurjón Almar Guðmundsson tók við sem bæjarstjóri Garðabæjar í júní. Hann segir bæjarstjórnina taka stöðuna mjög alvarlega. „Það gerum við með því að fara í heildarúttektir í fyrsta lagi. Í öðru lagi bendi ég á það að það var einhugur í bæjarstjórninni um að fara í myndarlegt endurbótaátak á húsnæði bæjarins. Það gerum við auðvitað líka til að vera forvirk í okkar aðgerðum. Ekki bara til að bregðast við eins og við erum að gera núna.“ Löng barátta framundan Það var í upphafi síðast árs sem mygla greindist fyrst í Flataskóla. Almar segir ljóst að einhverjar aðgerðir hafi ekki heppnast nægilega vel. „Nú er mjög mikilvægt, og það hefur verið síðan í haust okkar markmið að upplýsa beint og eiga samtal. Og vera auðvitað með aðgerðarplan sem kemur í veg fyrir það sem við erum að glíma við. Við teljum að með hjálp góðra og öflugra sérfræðinga séum við að nálgast það en þessi barátta er löng og við ætlum að tryggja það að börn og starfsmenn séu í umhverfi sem er heilnæmt og í lagi.“ Almar segist skynja áhyggjur hjá íbúum en mestu skipti að þeir upplifi að bæjaryfirvöld vilji eiga í góðum samskiptum varðandi þessi mál. „Íbúar í Garðabæ geta treyst því að við munum fylgja þessu máli mjög vel eftir bæði varðandi viðgerðir og endurbætur en ekki síst varðandi upplýsingastreymi og svör við spurningum og endurbótum,“ segir Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar. Mygla Skóla - og menntamál Garðabær Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira
Þann 7. desember síðastliðinn barst foreldrum barna í Hofsstaðaskóla póstur þar sem niðurstöður úr sýnatökum skólans voru kynntar. Mygla hafði fundist undir gólfdúk í þremur kennslustofum. Jafnframt greindist mygla í ryki í tveimur öðrum stofum. Alls fimm myglaðar stofur. Í gær hófst vinna skólann þar sem verið er að grafa fyrir færanlegum skólastofum sem teknar verða í notkun eftir áramót. Daginn eftir tilkynninguna frá Hofsstaðaskóla var barst tilkynning frá öðrum skóla í Garðabæ, Flataskóla. Þar hafði líka fundist mygla á nokkrum stöðum auk þess sem tekið var fram að ástæða væri til að skoða húsnæðið enn betur. Í gær hófst vinna við Hofsstaðaskóla þar sem verið er að grafa fyrir færanlegum skólastofum sem teknar verða í notkun eftir áramót.Vísir/Sigurjón Foreldrafélag skólans hefur síðustu tvö ár ítrekað bent á að aðgerða sé þörf þar sem nemendur og starfsfólk hafi verið að veikjast. Guðrún Yrsa Richer er ritari foreldrafélags Flataskóla, fulltrúi foreldra í skólaráði og móðir barns í skólanum. Hún segir illa hafi verið staðið að viðhaldi og bæjaryfirvöld hafi brugðist seint við ábendingum. Þá hafi ekki verið staðið vel að þeim framkvæmdum sem ráðist hefur verið í hingað til. Guðrún Yrsa Richer er ritari foreldrafélags Flataskóla, fulltrúi foreldra í skólaráði og móðir barns í skólanum.Vísir/Sigurjón „Þetta hefur haft afleiðingar bæði fyrir starfsfólk og nemendur. Þrátt fyrir gott samstarf við skólastjórnendur þá var bærinn mjög seinn að bregðast við. Við bindum vonir við að nú verði staðið betur að þessu. Það var mjög beinskeyttur fundur með bæjarstjóranum með foreldrum um daginn og bærinn er í raun og veru búinn að lofa að núna verði betur verði staðið að þessu. Við munum fylgjast náið með að þeir standi við það.“ Guðrún segir bæjaryfirvöld hafa lofað allsherjar úttekt á skólanum. „Og við sjáum að þar sem myglan er að koma upp á fleiri en einum stað, að það er það eina í stöðunni." Almar segist skynja áhyggjur hjá íbúum en mestu skipti að þeir upplifi að bæjaryfirvöld vilji eiga í góðum samskiptum varðandi þessi mál.Vísir/Sigurjón Almar Guðmundsson tók við sem bæjarstjóri Garðabæjar í júní. Hann segir bæjarstjórnina taka stöðuna mjög alvarlega. „Það gerum við með því að fara í heildarúttektir í fyrsta lagi. Í öðru lagi bendi ég á það að það var einhugur í bæjarstjórninni um að fara í myndarlegt endurbótaátak á húsnæði bæjarins. Það gerum við auðvitað líka til að vera forvirk í okkar aðgerðum. Ekki bara til að bregðast við eins og við erum að gera núna.“ Löng barátta framundan Það var í upphafi síðast árs sem mygla greindist fyrst í Flataskóla. Almar segir ljóst að einhverjar aðgerðir hafi ekki heppnast nægilega vel. „Nú er mjög mikilvægt, og það hefur verið síðan í haust okkar markmið að upplýsa beint og eiga samtal. Og vera auðvitað með aðgerðarplan sem kemur í veg fyrir það sem við erum að glíma við. Við teljum að með hjálp góðra og öflugra sérfræðinga séum við að nálgast það en þessi barátta er löng og við ætlum að tryggja það að börn og starfsmenn séu í umhverfi sem er heilnæmt og í lagi.“ Almar segist skynja áhyggjur hjá íbúum en mestu skipti að þeir upplifi að bæjaryfirvöld vilji eiga í góðum samskiptum varðandi þessi mál. „Íbúar í Garðabæ geta treyst því að við munum fylgja þessu máli mjög vel eftir bæði varðandi viðgerðir og endurbætur en ekki síst varðandi upplýsingastreymi og svör við spurningum og endurbótum,“ segir Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar.
Mygla Skóla - og menntamál Garðabær Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira