Pútín, Lavrov og Shoigu allir í Hvíta-Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 19. desember 2022 13:44 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, fór síðast til Hvíta-Rússlands árið 2019. Síðan þá hefur Lúkasjenka ítrekað ferðast til Rússlands og hitt Pútín. AP/Gavriil Grigorov Vladimír Pútín, forseti Rússlands, fer í dag á fund Alexanders Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands. Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem Pútín sækir Lúkasjenka heim en hann er einn af fáum bandamönnum Pútíns. Fyrr í dag fóru bæði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra, og Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, til Hvíta-Rússlands en ráðamenn í Úkraínu hafa varað við því undanfarna daga að Rússar gætu mögulega verið að undirbúa aðra atlögu að Kænugarði frá Hvíta-Rússlandi. Valerí Salúsjní, yfirmaður herafla Úkraínu, sagðist í síðustu viku handviss um að Rússar muni gera aðra atlögu að Kænugarði. Þeir væru að þjálfa og vopna um tvö hundruð þúsund nýja hermenn og muni reyna að nota þá til að opna nýja víglínu á nýju ári. Hernaðarsérfræðingar og ráðamenn á Vesturlöndum hafa margir lýst yfir efasemdum um þessar yfirlýsingar Úkraínumanna og segja óljóst hvort rússneski herinn hafi burði til að opna nýja víglínu að svo stöddu. Sjá einnig: Viss um að Rússar geri aðra atlögu að Kænugarði Þá hefur lengi verið talið að Pútín vilji að Lúkasjenka taki beinan þátt í innrás Rússa í Úkraínu en einræðisherrann hefur forðast það hingað til. Það er ekki að ástæðulausu en her Hvíta-Rússlands er tiltölulega lítill og óreyndur en hann inniheldur eingöngu um 45 þúsund hermenn og þar á meðal menn sem hafa verið skikkaðir til herþjónustu. Hermenn ríkisins þykja þar að auki agalausir og illa þjálfaðir. Lukasjenka er þar að auki ólíklegur til að vilja fara í herkvaðningu af ótta við að vopnvæða stóran hluta þjóðarinnar. Sergei Surovikin, sem stýrir innrásinni í Úkraínu, og Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands.AP/Gavriil Grigorov Rússar fluttur hermenn aftur til Hvíta-Rússlands í október og eru þeir sagðir eiga að stunda heræfingar þar með her Hvíta-Rússlands. Úkraínumenn segja samkvæmt Reuters að viðræðurnar í dag snúist um frekari árásir gegn Úkraínu og aðkomu hers Hvíta Rússlands að þeim. AP fréttaveitan segir að viðræður Pútíns og Lúkasjenka muni mögulega snúast um það að Hvít-Rússar eigi líklega vopn og skotfæri frá tímum Sovétríkjanna sem Rússar gætu notað. Fregnir hafa borist af því að Rússa skorti skotfæri fyrir stórskotalið. Sjá einnig: Farnir að nota fjörutíu ára sprengikúlur Pútín fór síðast til Hvíta-Rússlands árið 2019. Síðan þá hefur Lúkasjenka ítrekað farið til Rússlands og hitt Pútín þar. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Drónaárásir á Kænugarð í morgunsárið Loftvarnaflautur hafa ómað í úkraínsku höfuðborginni Kænugarði í morgun vegna drónaárása rússneska hersins. Vítalí Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, segir að fjöldi sprenginga hafi heyrst í höfuðborginni í morgun. 19. desember 2022 06:31 Búist við auknum sóknarþunga Rússa Valdímír Pútin Rússlandsforseti hefur fundað með herforingjum sínum nú þegar hávær orðrómur er um að Rússar muni gera metnaðarfulla tilraun til að snúa vörn í sókn á vígvellinum. 17. desember 2022 16:48 Sextíu flugskeytum skotið á borgir Úkraínu í morgunsárið Rússar eru sagðir hafa skotið tugum flugskeyta á borgir Úkraínu snemma í morgun. Skipulega hafi verið ráðist á innviði þjóðarinnar. Rafmagnslaust er í borgunum Kharkiv og Poltava eftir árásirnar. 16. desember 2022 10:47 Senda besta loftvarnarkerfið til Úkraínu Ríkisstjórn Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, vinnur að því að senda Úkraínumönnum svokallað Patriot-loftvarnarkerfi. Það er háþróað kerfi sem er sagt sérstaklega skilvirkt við það að skjóta niður stýri- og eldflaugar. 13. desember 2022 18:04 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Sjá meira
Fyrr í dag fóru bæði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra, og Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, til Hvíta-Rússlands en ráðamenn í Úkraínu hafa varað við því undanfarna daga að Rússar gætu mögulega verið að undirbúa aðra atlögu að Kænugarði frá Hvíta-Rússlandi. Valerí Salúsjní, yfirmaður herafla Úkraínu, sagðist í síðustu viku handviss um að Rússar muni gera aðra atlögu að Kænugarði. Þeir væru að þjálfa og vopna um tvö hundruð þúsund nýja hermenn og muni reyna að nota þá til að opna nýja víglínu á nýju ári. Hernaðarsérfræðingar og ráðamenn á Vesturlöndum hafa margir lýst yfir efasemdum um þessar yfirlýsingar Úkraínumanna og segja óljóst hvort rússneski herinn hafi burði til að opna nýja víglínu að svo stöddu. Sjá einnig: Viss um að Rússar geri aðra atlögu að Kænugarði Þá hefur lengi verið talið að Pútín vilji að Lúkasjenka taki beinan þátt í innrás Rússa í Úkraínu en einræðisherrann hefur forðast það hingað til. Það er ekki að ástæðulausu en her Hvíta-Rússlands er tiltölulega lítill og óreyndur en hann inniheldur eingöngu um 45 þúsund hermenn og þar á meðal menn sem hafa verið skikkaðir til herþjónustu. Hermenn ríkisins þykja þar að auki agalausir og illa þjálfaðir. Lukasjenka er þar að auki ólíklegur til að vilja fara í herkvaðningu af ótta við að vopnvæða stóran hluta þjóðarinnar. Sergei Surovikin, sem stýrir innrásinni í Úkraínu, og Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands.AP/Gavriil Grigorov Rússar fluttur hermenn aftur til Hvíta-Rússlands í október og eru þeir sagðir eiga að stunda heræfingar þar með her Hvíta-Rússlands. Úkraínumenn segja samkvæmt Reuters að viðræðurnar í dag snúist um frekari árásir gegn Úkraínu og aðkomu hers Hvíta Rússlands að þeim. AP fréttaveitan segir að viðræður Pútíns og Lúkasjenka muni mögulega snúast um það að Hvít-Rússar eigi líklega vopn og skotfæri frá tímum Sovétríkjanna sem Rússar gætu notað. Fregnir hafa borist af því að Rússa skorti skotfæri fyrir stórskotalið. Sjá einnig: Farnir að nota fjörutíu ára sprengikúlur Pútín fór síðast til Hvíta-Rússlands árið 2019. Síðan þá hefur Lúkasjenka ítrekað farið til Rússlands og hitt Pútín þar.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Drónaárásir á Kænugarð í morgunsárið Loftvarnaflautur hafa ómað í úkraínsku höfuðborginni Kænugarði í morgun vegna drónaárása rússneska hersins. Vítalí Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, segir að fjöldi sprenginga hafi heyrst í höfuðborginni í morgun. 19. desember 2022 06:31 Búist við auknum sóknarþunga Rússa Valdímír Pútin Rússlandsforseti hefur fundað með herforingjum sínum nú þegar hávær orðrómur er um að Rússar muni gera metnaðarfulla tilraun til að snúa vörn í sókn á vígvellinum. 17. desember 2022 16:48 Sextíu flugskeytum skotið á borgir Úkraínu í morgunsárið Rússar eru sagðir hafa skotið tugum flugskeyta á borgir Úkraínu snemma í morgun. Skipulega hafi verið ráðist á innviði þjóðarinnar. Rafmagnslaust er í borgunum Kharkiv og Poltava eftir árásirnar. 16. desember 2022 10:47 Senda besta loftvarnarkerfið til Úkraínu Ríkisstjórn Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, vinnur að því að senda Úkraínumönnum svokallað Patriot-loftvarnarkerfi. Það er háþróað kerfi sem er sagt sérstaklega skilvirkt við það að skjóta niður stýri- og eldflaugar. 13. desember 2022 18:04 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Sjá meira
Drónaárásir á Kænugarð í morgunsárið Loftvarnaflautur hafa ómað í úkraínsku höfuðborginni Kænugarði í morgun vegna drónaárása rússneska hersins. Vítalí Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, segir að fjöldi sprenginga hafi heyrst í höfuðborginni í morgun. 19. desember 2022 06:31
Búist við auknum sóknarþunga Rússa Valdímír Pútin Rússlandsforseti hefur fundað með herforingjum sínum nú þegar hávær orðrómur er um að Rússar muni gera metnaðarfulla tilraun til að snúa vörn í sókn á vígvellinum. 17. desember 2022 16:48
Sextíu flugskeytum skotið á borgir Úkraínu í morgunsárið Rússar eru sagðir hafa skotið tugum flugskeyta á borgir Úkraínu snemma í morgun. Skipulega hafi verið ráðist á innviði þjóðarinnar. Rafmagnslaust er í borgunum Kharkiv og Poltava eftir árásirnar. 16. desember 2022 10:47
Senda besta loftvarnarkerfið til Úkraínu Ríkisstjórn Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, vinnur að því að senda Úkraínumönnum svokallað Patriot-loftvarnarkerfi. Það er háþróað kerfi sem er sagt sérstaklega skilvirkt við það að skjóta niður stýri- og eldflaugar. 13. desember 2022 18:04
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent