Spánn: Eina land Evrópu sem heldur í grímuskyldu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 18. desember 2022 14:30 Frá flugvellinum á Tenerife. Andrés Gutiérrez/Getty Images Spánn er eina landið í Evrópu þar sem enn er skylda að nota grímur í öllum almenningssamgöngum, þar á meðal þegar flogið er á milli landa. Spænsk flugfélög og ferðaskrifstofur mótmæla þessu ákaft og segja þetta hafa skaðleg áhrif á viðskiptin. Grímuskylda framlengd þrátt fyrir mikla andstöðu Spænsk stjórnvöld ákváðu síðast fyrir viku að framlengja grímuskyldu fólks í öllum almenningssamgöngum. Ákvörðunin uppskar hávær mótmæli talsmanna spænskra flugfélaga og ferðaskrifstofa, sem reyndar hafa mótmælt þessari mánaðarlegu framlengingu grímuskyldu um margra mánaða skeið. Enda engin furða, Spánn er nú eina land Evrópusambandsins þar sem þessari grímuskyldu er haldið til streitu. Styðst við ráðgjöf nafnlausra sérfræðinga Carolina Darias, heilbrigðisráðherra Spánar, segir að ákvörðunin sé tekin á grundvelli ráðlegginga sérfræðinganefndar, en ekki fæst uppgefið hvaða sérfræðingar það eru. Talsmenn ferðamála blása á þau rök og segja það undarlega sérfræðinga sem komist að annarri niðurstöðu en sérfræðinganefndir allra annarra ríkja í Evrópu. Segja grímuskyldu ógna afkomu fyrirtækja Þá segja talsmenn í flug-og ferðaþjónustu að grímuskyldan geti haft neikvæð áhrif á afkomu fyrirtækja. Til að mynda sé líklegt að einhverjir velji frekar að fljúga með erlendum félögum til og frá Spáni, svo viðkomandi þurfi ekki að vera með grímu í andlitinu allan þann tíma sem ferðast er. Sé flogið með erlendu flugfélagi, þarf bara að setja upp grímu á meðan vélin er í spænskri lofthelgi, en sé flogið með spænsku flugfélagi þarf að vera með grímu fyrir vitunum allan flugtímann. Menn geta svo velt fyrir sér gildi þeirrar forvarnar að þurfa að vera með grímu inni í spænskri lofthelgi í klukkustund eða svo og geta svo verið grímulausir afganginn af flugferðinni. Skortur á samhengi Svo má líka velta fyrir sér gildi grímuskyldu sem fáir hlíta. Örfáir ganga um með grímur á alþjóðaflugvöllum hér á Spáni og í neðanjarðarlestakerfum stórborganna eru sífellt færri með grímur fyrir vitunum. Engu að síður fara eftirlitsteymi á milli lesta og reka fólk til að setja upp grímurnar. Svo getur fólk velt fyrir sér samhenginu í því að þurfa að vera með grímu á 4ra klukkustunda lestarferðalagi til Madrid, einn í lestarklefa, en geta svo farið á tónleika daginn eftir þar sem samankomnir eru 50.000 tónleikagestir og þar þarf enginn að vera með grímu. Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Grímuskylda framlengd þrátt fyrir mikla andstöðu Spænsk stjórnvöld ákváðu síðast fyrir viku að framlengja grímuskyldu fólks í öllum almenningssamgöngum. Ákvörðunin uppskar hávær mótmæli talsmanna spænskra flugfélaga og ferðaskrifstofa, sem reyndar hafa mótmælt þessari mánaðarlegu framlengingu grímuskyldu um margra mánaða skeið. Enda engin furða, Spánn er nú eina land Evrópusambandsins þar sem þessari grímuskyldu er haldið til streitu. Styðst við ráðgjöf nafnlausra sérfræðinga Carolina Darias, heilbrigðisráðherra Spánar, segir að ákvörðunin sé tekin á grundvelli ráðlegginga sérfræðinganefndar, en ekki fæst uppgefið hvaða sérfræðingar það eru. Talsmenn ferðamála blása á þau rök og segja það undarlega sérfræðinga sem komist að annarri niðurstöðu en sérfræðinganefndir allra annarra ríkja í Evrópu. Segja grímuskyldu ógna afkomu fyrirtækja Þá segja talsmenn í flug-og ferðaþjónustu að grímuskyldan geti haft neikvæð áhrif á afkomu fyrirtækja. Til að mynda sé líklegt að einhverjir velji frekar að fljúga með erlendum félögum til og frá Spáni, svo viðkomandi þurfi ekki að vera með grímu í andlitinu allan þann tíma sem ferðast er. Sé flogið með erlendu flugfélagi, þarf bara að setja upp grímu á meðan vélin er í spænskri lofthelgi, en sé flogið með spænsku flugfélagi þarf að vera með grímu fyrir vitunum allan flugtímann. Menn geta svo velt fyrir sér gildi þeirrar forvarnar að þurfa að vera með grímu inni í spænskri lofthelgi í klukkustund eða svo og geta svo verið grímulausir afganginn af flugferðinni. Skortur á samhengi Svo má líka velta fyrir sér gildi grímuskyldu sem fáir hlíta. Örfáir ganga um með grímur á alþjóðaflugvöllum hér á Spáni og í neðanjarðarlestakerfum stórborganna eru sífellt færri með grímur fyrir vitunum. Engu að síður fara eftirlitsteymi á milli lesta og reka fólk til að setja upp grímurnar. Svo getur fólk velt fyrir sér samhenginu í því að þurfa að vera með grímu á 4ra klukkustunda lestarferðalagi til Madrid, einn í lestarklefa, en geta svo farið á tónleika daginn eftir þar sem samankomnir eru 50.000 tónleikagestir og þar þarf enginn að vera með grímu.
Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira