Opið bréf til Dags B. Eggertssonar Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar 18. desember 2022 08:02 Sæll Dagur. Ég sendi þér þetta bréf sem kjósandi þinn í Reykjavík. Málið varðar stöðu heimilislausra í Reykjavík en í dag bárust fregnir þess efnis að loka ætti Gistiskýlinu á Granda yfir daginn í miðjum snjóstormi. Ragnar Erling Hermannsson, notandi þjónustunnar í Gistiskýlinu, greindi frá því í dag. Þetta vekur óneitanlega upp þá tilfinningu að Reykjavík sé með þessu að bregðast lögbundinni þjónustu sinni, innan síns sveitarfélags. Ég vill leggja þetta upp fyrir þig í samhengi við baráttu fatlaðra fyrir mannréttindum á Íslandi. 2019 skrifaði ég grein í Kjarnann vegna mannréttindabrota sem fatlaður maður í Mosfellsbæ bjó við í nokkur ár. Sveitarfélagið bar við sig fjármagnsskorti sem ástæðu þess að þessu væri ekki sinnt. Ég tók þá afsökun ekki í mál og hvatti til mótmæla gagnvart bæjaryfirvöldum Mosfellsbæjar. Það sama verður að gilda gagnvart mannréttindum heimilislausra í Reykjavík. Reykjavíkurborg ber skylda til þess að þjónusta íbúa sína og veita þeim grunnþjónustu, þá sérstaklega þeim sem lifa við neyð. Já, sveitarfélögin eru að glíma við ákveðinn fjármagnsskort sem er m.a. tilkominn vegna samstarfsviljaskorts frá Fjármálaráðuneytinu gagnvart sveitarfélögum landsins og já það skiptir ekki máli því að peningar skipta ekki meira máli en landsmenn, eins og Ragnar réttilega bendir á. Við erum rík þjóð en ekki fátæk og getum leikandi veitt heimilislausum landsmönnum sem og öllum öðrum landsmönnum virðingu og mannréttindi, ef við erum ákveðin að við viljum það. Og það sem Ragnar er líka svo duglegur við að benda á er hans neyð og neyð annarra heimilislausra Reykvíkinga og á hann þakkir skildar fyrir að vekja athygli á þeirri neyð. Það sem er líka rétt hjá Ragnari er að hann á ekki að þurfa að vera að standa í þessari baráttu fyrir hans öryggi og öryggi annarra heimilislausra. Sú staðreynd að íhugað hafi verið að loka Gistiskýlinu yfir daginn í dag, í snjóstormi, þýðir einfaldlega að stjórnvöld Reykjavíkurborgar eru að bregðast þjónustuskyldu sinni við heimilislausa. Ég geri sem kjósandi þá kröfu á þig að hlusta á og berjast fyrir heimilislausa í neyð innan sveitarfélagsins sem þú ert borgarfulltrúi í, án tafar. Það getur þú t.d. gert með því að taka þessi mál upp sérstaklega á dagskrá við fyrsta tækifæri í borgarstjórn og lýsa nákvæmlega þínum hugmyndum til að tryggja velferð heimilislausra í Reykjavík til frambúðar. Með bestu kveðju, Hlynur Már Vilhjálmsson Höfundur er baráttumaður fyrir velferð og réttlæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svafar Helgason Reykjavík Borgarstjórn Málefni heimilislausra Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Sjá meira
Sæll Dagur. Ég sendi þér þetta bréf sem kjósandi þinn í Reykjavík. Málið varðar stöðu heimilislausra í Reykjavík en í dag bárust fregnir þess efnis að loka ætti Gistiskýlinu á Granda yfir daginn í miðjum snjóstormi. Ragnar Erling Hermannsson, notandi þjónustunnar í Gistiskýlinu, greindi frá því í dag. Þetta vekur óneitanlega upp þá tilfinningu að Reykjavík sé með þessu að bregðast lögbundinni þjónustu sinni, innan síns sveitarfélags. Ég vill leggja þetta upp fyrir þig í samhengi við baráttu fatlaðra fyrir mannréttindum á Íslandi. 2019 skrifaði ég grein í Kjarnann vegna mannréttindabrota sem fatlaður maður í Mosfellsbæ bjó við í nokkur ár. Sveitarfélagið bar við sig fjármagnsskorti sem ástæðu þess að þessu væri ekki sinnt. Ég tók þá afsökun ekki í mál og hvatti til mótmæla gagnvart bæjaryfirvöldum Mosfellsbæjar. Það sama verður að gilda gagnvart mannréttindum heimilislausra í Reykjavík. Reykjavíkurborg ber skylda til þess að þjónusta íbúa sína og veita þeim grunnþjónustu, þá sérstaklega þeim sem lifa við neyð. Já, sveitarfélögin eru að glíma við ákveðinn fjármagnsskort sem er m.a. tilkominn vegna samstarfsviljaskorts frá Fjármálaráðuneytinu gagnvart sveitarfélögum landsins og já það skiptir ekki máli því að peningar skipta ekki meira máli en landsmenn, eins og Ragnar réttilega bendir á. Við erum rík þjóð en ekki fátæk og getum leikandi veitt heimilislausum landsmönnum sem og öllum öðrum landsmönnum virðingu og mannréttindi, ef við erum ákveðin að við viljum það. Og það sem Ragnar er líka svo duglegur við að benda á er hans neyð og neyð annarra heimilislausra Reykvíkinga og á hann þakkir skildar fyrir að vekja athygli á þeirri neyð. Það sem er líka rétt hjá Ragnari er að hann á ekki að þurfa að vera að standa í þessari baráttu fyrir hans öryggi og öryggi annarra heimilislausra. Sú staðreynd að íhugað hafi verið að loka Gistiskýlinu yfir daginn í dag, í snjóstormi, þýðir einfaldlega að stjórnvöld Reykjavíkurborgar eru að bregðast þjónustuskyldu sinni við heimilislausa. Ég geri sem kjósandi þá kröfu á þig að hlusta á og berjast fyrir heimilislausa í neyð innan sveitarfélagsins sem þú ert borgarfulltrúi í, án tafar. Það getur þú t.d. gert með því að taka þessi mál upp sérstaklega á dagskrá við fyrsta tækifæri í borgarstjórn og lýsa nákvæmlega þínum hugmyndum til að tryggja velferð heimilislausra í Reykjavík til frambúðar. Með bestu kveðju, Hlynur Már Vilhjálmsson Höfundur er baráttumaður fyrir velferð og réttlæti.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar