Íslensk jól: fyrir alla eða bara suma? Emma Ósk Ragnarsdóttir skrifar 19. desember 2022 07:01 Desember - mánuður fylltur af frosti, hálku, skammdegisþunglyndi og jú - jólum. Jólaseríur birta upp skammdegið og kakóið vermir frosna putta. Börnin telja niður dagana til jóla með ýmis konar dagatölum í formi sjónvarpsþátta, súkkulaðibita eða bóka, og fullorðna fólkið rífst um aðventuheimsóknir. Margir líta á aðventuheimsóknir sem kærkomna stund fyrir börn og kennara að eiga notalega samveru í kirkjunni. Sem barn hafði ég svipaðar skoðanir. Ég var skírð, fermd og fór í aðventuheimsóknir með vinum mínum og kennurum. Ég veit af eigin reynslu hversu kósí og kærkomið uppbrot á skóladeginum það var að fara í slíkar heimsóknir. Hins vegar veit ég líka að á meðan ég og „kristnu“ vinir mínir áttum notalegar stundir með piparkökum, kakó og jólalögum, voru vinir mínir sem voru ættaðir frá löndum eins og Tælandi og Egyptalandi látnir sitja upp á bókasafni. Þeir fengu ekki að upplifa hátíðleikann og eiga notalega stund með samnemendum og kennurum með sérstöku uppbroti á skóladeginum. Þetta voru vinir mínir þá, og þetta er það sem nemendur mínir geta eflaust átt von á eftir nokkur ár. Það er enginn að segja að börn ættu ekki að fara í aðventuheimsóknir - ef þau sjálf, vinir þeirra, foreldrar eða ættingjar vilja fara í aðventuheimsóknir þá er það bara frábært. En skólinn ætti ekki að sitja undir þeirri ábyrgð að fara í sérstakar aðventuheimsóknir með aðeins ákveðin hóp af nemendum meðan hinn hópurinn situr eftir. Það er nauðsynlegt að öll börn fái að upplifa að þau séu jafnsett öðrum í skólastarfinu. Að ekkert barn sé útilokað vegna trúar þess eða trúar foreldra þess. Þegar það er staðan þá fer betur á því að foreldrar og fjölskyldur sinni trúarlegu uppeldi barna sinna og að skólastarfið byggi á menntun þar sem öll börn fái að vera jöfn. Það hefur verið bent á að starfshættir skóla skulu mótast af kristinni arfleifð samkvæmt lögum. Rétt er þá að benda á að starfshættir skóla skuli einnig mótast af umburðarlyndi, kærleika, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi. Getum við virkilega sagt að starfshættir skóla einkennist af þessum gildum ef tiltekinn hópur nemenda er útilokaður frá ákveðnum dagskrárlið í skólastarfi vegna mismunandi trúar? Hvað þá að huga að þeim stjórnarskrávörðu réttindum um trúfrelsi og að allir skulu njóta mannréttinda án tillits til þjóðernisuppruna, kynþáttar, skoðana eða jú - trúarbragða? Með því að fara ekki í aðventuheimsóknir er ekki verið að sækja að kristinni trú. Við erum að fylgja þeim gildum sem Ísland stendur fyrir (eða telur sig standa fyrir að minnsta kosti) sem eru umburðarlyndi, jafnrétti, kærleikur og umhyggja. Sem vill svo til eru þau gildi sem við ræktum líka á tímum þessarar hátíðar. Gleðilega hátíð! Höfundur er málefnastýra Uppreisnar - Ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Trúmál Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Desember - mánuður fylltur af frosti, hálku, skammdegisþunglyndi og jú - jólum. Jólaseríur birta upp skammdegið og kakóið vermir frosna putta. Börnin telja niður dagana til jóla með ýmis konar dagatölum í formi sjónvarpsþátta, súkkulaðibita eða bóka, og fullorðna fólkið rífst um aðventuheimsóknir. Margir líta á aðventuheimsóknir sem kærkomna stund fyrir börn og kennara að eiga notalega samveru í kirkjunni. Sem barn hafði ég svipaðar skoðanir. Ég var skírð, fermd og fór í aðventuheimsóknir með vinum mínum og kennurum. Ég veit af eigin reynslu hversu kósí og kærkomið uppbrot á skóladeginum það var að fara í slíkar heimsóknir. Hins vegar veit ég líka að á meðan ég og „kristnu“ vinir mínir áttum notalegar stundir með piparkökum, kakó og jólalögum, voru vinir mínir sem voru ættaðir frá löndum eins og Tælandi og Egyptalandi látnir sitja upp á bókasafni. Þeir fengu ekki að upplifa hátíðleikann og eiga notalega stund með samnemendum og kennurum með sérstöku uppbroti á skóladeginum. Þetta voru vinir mínir þá, og þetta er það sem nemendur mínir geta eflaust átt von á eftir nokkur ár. Það er enginn að segja að börn ættu ekki að fara í aðventuheimsóknir - ef þau sjálf, vinir þeirra, foreldrar eða ættingjar vilja fara í aðventuheimsóknir þá er það bara frábært. En skólinn ætti ekki að sitja undir þeirri ábyrgð að fara í sérstakar aðventuheimsóknir með aðeins ákveðin hóp af nemendum meðan hinn hópurinn situr eftir. Það er nauðsynlegt að öll börn fái að upplifa að þau séu jafnsett öðrum í skólastarfinu. Að ekkert barn sé útilokað vegna trúar þess eða trúar foreldra þess. Þegar það er staðan þá fer betur á því að foreldrar og fjölskyldur sinni trúarlegu uppeldi barna sinna og að skólastarfið byggi á menntun þar sem öll börn fái að vera jöfn. Það hefur verið bent á að starfshættir skóla skulu mótast af kristinni arfleifð samkvæmt lögum. Rétt er þá að benda á að starfshættir skóla skuli einnig mótast af umburðarlyndi, kærleika, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi. Getum við virkilega sagt að starfshættir skóla einkennist af þessum gildum ef tiltekinn hópur nemenda er útilokaður frá ákveðnum dagskrárlið í skólastarfi vegna mismunandi trúar? Hvað þá að huga að þeim stjórnarskrávörðu réttindum um trúfrelsi og að allir skulu njóta mannréttinda án tillits til þjóðernisuppruna, kynþáttar, skoðana eða jú - trúarbragða? Með því að fara ekki í aðventuheimsóknir er ekki verið að sækja að kristinni trú. Við erum að fylgja þeim gildum sem Ísland stendur fyrir (eða telur sig standa fyrir að minnsta kosti) sem eru umburðarlyndi, jafnrétti, kærleikur og umhyggja. Sem vill svo til eru þau gildi sem við ræktum líka á tímum þessarar hátíðar. Gleðilega hátíð! Höfundur er málefnastýra Uppreisnar - Ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar