Sextíu flugskeytum skotið á borgir Úkraínu í morgunsárið Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 16. desember 2022 10:47 Sumir borgarbúar í Kænugarði leituðu skjóls á lestarstöðvum. EPA-EFE/ROMAN PILIPEY Rússar eru sagðir hafa skotið tugum flugskeyta á borgir Úkraínu snemma í morgun. Skipulega hafi verið ráðist á innviði þjóðarinnar. Rafmagnslaust er í borgunum Kharkiv og Poltava eftir árásirnar. Samkvæmt umfjöllun CNN lentu flugskeytin víða um land, þar á meðal í borgunum Kharkiv, Poltava, Ódessa, Zjytómýr, Sumy og Kænugarði. Viðvörunarbjöllurnar hafi hringt um allt land og fólk hvatt til þess að halda sig í öruggu skjóli. Sumir leituðu skjóls á lestarstöðvum. Þá eru tveir látnir og fimm særðir eftir að flugskeyti lentu á íbúðarhúsnæði í borginni Kyvyj Ríh í miðri Úkraínu. Reuters greinir frá því að talið sé að fólk sé fast undir rústum eftir sprengingarnar. Vatnsbirgðir í höfuðborginni komu illa út úr árásinni og hefur fólk verið hvatt til þess að birgja sig upp af vatni. Þá eru almenningssamgöngur í uppnámi vegna sprenginganna. Innviðaárásir hafa ekki verið óalgengar síðustu mánuði og virðist rafmagnsleysi vera daglegt brauð. Á ráðstefnu til stuðnings Úkraínu í París á dögunum óskaði Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu eftir 121 milljarðs króna innviðafjárfestingu frá bandalagsþjóðum og alþjóðastofnunum. Fjárfestingunni kallaði hann meðal annars eftir vegna viðkvæmrar stöðu rafkerfis landsins. Tryggja þyrfti aðgang að hita og rafmagni fyrir erfiða veturinn fram undan. Í fyrrradag birtist viðtal við yfirmann úkraínskra herafla, Valery Zaluzhny þar sem hann sagðist viss um að Rússar myndu gera aðra atlögu að Kænugarði. Þá sagði hann Rússa vera að byggja upp nýjan her með tvö hundruð þúsund manns sem kvaddir hafa verið í herinn á síðustu mánuðum og árásin væri líkleg til þess að á næsta ári. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira
Samkvæmt umfjöllun CNN lentu flugskeytin víða um land, þar á meðal í borgunum Kharkiv, Poltava, Ódessa, Zjytómýr, Sumy og Kænugarði. Viðvörunarbjöllurnar hafi hringt um allt land og fólk hvatt til þess að halda sig í öruggu skjóli. Sumir leituðu skjóls á lestarstöðvum. Þá eru tveir látnir og fimm særðir eftir að flugskeyti lentu á íbúðarhúsnæði í borginni Kyvyj Ríh í miðri Úkraínu. Reuters greinir frá því að talið sé að fólk sé fast undir rústum eftir sprengingarnar. Vatnsbirgðir í höfuðborginni komu illa út úr árásinni og hefur fólk verið hvatt til þess að birgja sig upp af vatni. Þá eru almenningssamgöngur í uppnámi vegna sprenginganna. Innviðaárásir hafa ekki verið óalgengar síðustu mánuði og virðist rafmagnsleysi vera daglegt brauð. Á ráðstefnu til stuðnings Úkraínu í París á dögunum óskaði Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu eftir 121 milljarðs króna innviðafjárfestingu frá bandalagsþjóðum og alþjóðastofnunum. Fjárfestingunni kallaði hann meðal annars eftir vegna viðkvæmrar stöðu rafkerfis landsins. Tryggja þyrfti aðgang að hita og rafmagni fyrir erfiða veturinn fram undan. Í fyrrradag birtist viðtal við yfirmann úkraínskra herafla, Valery Zaluzhny þar sem hann sagðist viss um að Rússar myndu gera aðra atlögu að Kænugarði. Þá sagði hann Rússa vera að byggja upp nýjan her með tvö hundruð þúsund manns sem kvaddir hafa verið í herinn á síðustu mánuðum og árásin væri líkleg til þess að á næsta ári.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira