Fékk nóg af því að þurfa að ritskoða bækur barna sinna og gaf út sína eigin Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 16. desember 2022 13:30 Markþjálfinn Eva Mattadóttir skrifaði barnabókina Ég get þetta! ásamt dóttur sinni, Elísabetu Ylvu. Athafnakonan Eva Mattadóttir brennur fyrir því að efla sjálfstraust barna. Henni fannst skortur á uppbyggilegum barnabókum og ákvað að ganga sjálf í málið og skrifa sína eigin barnabók, Ég get þetta! sem kom út í nóvember. Eva er tveggja barna móðir og les mikið fyrir börnin sín. Í gegnum tíðina hefur hún rekið sig á það að inntak sumra barnabóka inniheldur skilaboð sem hafa síður en svo uppbyggileg áhrif á sjálfstraust ungra barna. Hún vakti athygli á málinu á samfélagsmiðlum á síðasta ári og vakti umræðan mikla athygli „Mér hefur fundist vanta ákveðna tegund af barnabókum í flóruna. Dóttir mín var alveg að verða vitlaus á mér því ég var alltaf að strika yfir setningar í bókunum hennar og skrifa nýjar setningar. Ég hreinlega þoli ekki að sjá setningar eins og „hún skammaðist sín“ í barnabókum. Miklu frekar ætti að skrifa „Hún sá eftir þessu og langaði að biðjast afsökunar“ eða eitthvað í þá áttina. Börn eru svampar og orðalagið skiptir öllu. Allt fer þetta í undirmeðvitundina þeirra og mótar þau,“ segir Eva. Evu fannst orðalagi í sumum barnabókum vera verulega ábótavant og vakti athygli á málinu á Instagram síðu sinni á síðasta ári. Þarna skipti Eva setningunni „en fara sjálfar varlega“ út fyrir „og þær skransa líka“. „Börn eru svampar og orðalagið skiptir öllu. Allt fer þetta í undirmeðvitundina þeirra og mótar þau.“ Viðbrögðin stóðu ekki á sér þegar Eva vakti athygli á þessu máli. „Ég hreinlega þoli ekki að sjá setningar eins og „hún skammaðist sín“ í barnabókum. Miklu frekar ætti að skrifa „Hún sá eftir þessu og langaði að biðjast afsökunar“ eða eitthvað í þá áttina.“ Skrifaði sína eigin bók með börnum, fyrir börn Eva ákvað svo að ganga skrefinu lengra og skrifa sína eigin barnabók með þeim uppbyggilega boðskap sem hún telur svo mikilvægt að koma til ungra barna. Hún skrifaði bókina Ég get þetta! ásamt sjö ára gamalli dóttur sinni, Elísabetu Ylvu. „Hún kom með sjónarhorn barns inn í skrifin og það munar öllu þegar markmiðið er að ná til barna.“ Þær hófust handa fyrir um tveimur árum en handritið lá svo tilbúið ofan í skúffu í nokkurn tíma á meðan Covid stóð í hæstu hæðum. Á þessu ári höfðu þær svo samband við útgáfufélag en fengu neitun. Varð það til þess að Eva stofnaði sitt eigið útgáfufélag og gaf bókina út sjálf. Eva og Elísabet fengu til liðs við sig hina þrettán ára gömlu Lilju Marý sem teiknaði allar myndir í bókinni. „Hennar ímyndunarafl er allt öðruvísi en mitt og oft sá hún myndir fyrir sér á annan hátt en ég. Hún handteiknaði líka allar myndirnar sem voru svo færðar inn á tölvutækt form. Mér þykir svo vænt um að fá að gefa út barnabók með börnum, fyrir börn,“ segir Eva. „Hún kom með sjónarhorn barns inn í skrifin og það munar öllu þegar markmiðið er að ná til barna,“ segir Eva um aðkomu dóttur sinnar að bókinni. „Þurfum að snúa við umræðunni um mistök“ „Bókin fjallar um Möggu sem er 7 ára og er að byrja í 2. bekk í nýjum skóla. Því fylgja áskoranir sem hún tæklar með sterku og skemmtilegu hugarfari. Magga fer svo í gegnum það verkefni að koma auga á eigin styrkleika en aftast í bókinni er svo stutt styrkleikaverkefni sem börn geta gert og velt sínum eigin styrkleikum fyrir sér. Magga notar orð eins og „ég get fundið lausn“ og „ég vil læra að treysta sjálfri mér“.“ Eva sem hefur þjálfað ungt fólk hjá Dale Carnegie í mörg ár. Þar hefur hún séð það svart á hvítu hvað sterk sjálfsmynd getur haft mikil áhrif á líf barna. Með bókinni vonast hún til þess að efla hugarfar barna, þjálfa þau í því að finna lausnir í alls konar aðstæðum og skapa umræðu um mistök. „Við þurfum að snúa við umræðunni um mistök, þau eru af hinu góða. En við erum langflest hrædd við að gera mistök. Þetta er skekkja sem við þurfum að ræða og þá sérstaklega við börn.“ Bókin hefur fengið góðar viðtökur síðan hún kom út fyrir nokkrum vikum síðan. Eins og að fá gefins gull þegar hún fær falleg skilaboð frá foreldrum „Í mörgum tilfellum finnst mér börnum alltof sjaldan bent á styrkleika sína og hvað það eru að gera vel. Veruleikinn þeirra snýst um að gera allt rétt, standa sig á prófum eins og hraðlestri, lita ekki út fyrir línurnar og þar fram eftir götum. Þetta er auðvitað mjög sorglegur veruleiki. Börn búa yfir svo mörgum styrkleikum og þau þurfa að fá að vita það. Með þessari bók langaði mig að búa til tækifæri fyrir börn og foreldra að spjalla saman um þessa styrkleika og hvernig umhverfið er að hafa áhrif á líðan og hugarfar þeirra.“ Neðst á blaðsíðunum eru spurningar sem ætlað er að vera kveikjan að innihaldsríkum samræðum. Bókin kom út fyrir örfáum vikum og hefur Evu strax borist skilaboð frá þakklátum foreldrum. Þeir hafi upplifað dýrmætar samræður og kynnst börnum sínum á nýjan hátt. „Viðbrögðin hafa verið virkilega skemmtileg og mikill innblástur fyrir framhaldið. Mér líður eins og ég sé að fá gefins gull þegar ég fæ falleg skilaboð frá foreldrum.“ Bókin Ég get þetta! fjallar um Möggu sem rannsakar sterkt hugarfar og eflandi orðaforða. Þessi bók er skrifuð fyrir öll börn sem vilja treysta sér í að prófa nýja hluti! „Þetta er bara byrjunin!“ Það að gefa bókina út alveg sjálf reyndist vera umtalsvert meiri vinna en Eva hafði gert ráð fyrir í upphafi. Hún hefur þurft að klóra sig fram úr hinum ýmsu áskorunum eins og markaðssetningu, prentkostnaði, sendingarþjónustu. „Það er allskonar sem maður gerir sér ekki grein fyrir í byrjun. Þetta er hellings vinna en ástríðan fleytir mér áfram og ég passa vel upp á að hvíla mig og næra almennilega. Svo þarf ég auðvitað líka að fylgja boðskap bókarinnar: Ég má gera mistök, þannig læri ég mest.“ Eva segir þetta aðeins vera fyrstu bókina af mörgum. Hún er strax búin að skrifa næstu bók en sú bók fjallar um samskipti. „Í byrjun skrifaði ég niður lista af málefnum barna sem mig langar að tækla í bókunum og er bara spennt að framkvæma þetta alla leið. Þetta verður eins konar bókasería um uppbyggingu og valdeflingu barna. Ég sé fyrir mér að nýjasta jólahefðin verði að taka þátt í jólabókaflóðinu. Þetta er bara byrjunin!“ Bókaútgáfa Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Mikil kúnst að missa sig ekki í metnaðinum“ Nýju ári fylgir nýtt upphaf og þá er algengt að fólk setji sér markmið. Þó svo að markmið megi vera háleit, þá er mikilvægt að þau séu raunhæf. Margir kannast sjálfsagt við það að falla í þá gryfju að ætla sér of mikið á nýju ári og gefast upp á markmiðum sínum þegar líður á janúar. 8. janúar 2022 07:00 „Þreytandi að það sem á að vera í forgangi mæti alltaf afgangi“ „Þú getur uppfært lífið svo svakalega með því að skoða í hvaða hjólfari er ég? Kannski er ég að gera geggjaða hluti í að leyfa hæfileikum mínum að njóta sín en svo er ég í sama leiðinlega hjólfarinu með samskipti, segir Eva Mattadóttir. 20. júní 2021 07:00 Svona kemst þú upp úr hjólfarinu og tekur skref áfram „Okkar mesti veikleiki er þegar við gefumst upp, besta leiðin til að ná árangri er að reyna einu sinni enn,“ er tilvitnun nýjasta þáttar Normsins. Tilvitnunina á Thomas Edison. Umræðuefni þáttarins er að taka skref áfram í átt að framtíðinni. 14. júní 2021 09:36 Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira
Eva er tveggja barna móðir og les mikið fyrir börnin sín. Í gegnum tíðina hefur hún rekið sig á það að inntak sumra barnabóka inniheldur skilaboð sem hafa síður en svo uppbyggileg áhrif á sjálfstraust ungra barna. Hún vakti athygli á málinu á samfélagsmiðlum á síðasta ári og vakti umræðan mikla athygli „Mér hefur fundist vanta ákveðna tegund af barnabókum í flóruna. Dóttir mín var alveg að verða vitlaus á mér því ég var alltaf að strika yfir setningar í bókunum hennar og skrifa nýjar setningar. Ég hreinlega þoli ekki að sjá setningar eins og „hún skammaðist sín“ í barnabókum. Miklu frekar ætti að skrifa „Hún sá eftir þessu og langaði að biðjast afsökunar“ eða eitthvað í þá áttina. Börn eru svampar og orðalagið skiptir öllu. Allt fer þetta í undirmeðvitundina þeirra og mótar þau,“ segir Eva. Evu fannst orðalagi í sumum barnabókum vera verulega ábótavant og vakti athygli á málinu á Instagram síðu sinni á síðasta ári. Þarna skipti Eva setningunni „en fara sjálfar varlega“ út fyrir „og þær skransa líka“. „Börn eru svampar og orðalagið skiptir öllu. Allt fer þetta í undirmeðvitundina þeirra og mótar þau.“ Viðbrögðin stóðu ekki á sér þegar Eva vakti athygli á þessu máli. „Ég hreinlega þoli ekki að sjá setningar eins og „hún skammaðist sín“ í barnabókum. Miklu frekar ætti að skrifa „Hún sá eftir þessu og langaði að biðjast afsökunar“ eða eitthvað í þá áttina.“ Skrifaði sína eigin bók með börnum, fyrir börn Eva ákvað svo að ganga skrefinu lengra og skrifa sína eigin barnabók með þeim uppbyggilega boðskap sem hún telur svo mikilvægt að koma til ungra barna. Hún skrifaði bókina Ég get þetta! ásamt sjö ára gamalli dóttur sinni, Elísabetu Ylvu. „Hún kom með sjónarhorn barns inn í skrifin og það munar öllu þegar markmiðið er að ná til barna.“ Þær hófust handa fyrir um tveimur árum en handritið lá svo tilbúið ofan í skúffu í nokkurn tíma á meðan Covid stóð í hæstu hæðum. Á þessu ári höfðu þær svo samband við útgáfufélag en fengu neitun. Varð það til þess að Eva stofnaði sitt eigið útgáfufélag og gaf bókina út sjálf. Eva og Elísabet fengu til liðs við sig hina þrettán ára gömlu Lilju Marý sem teiknaði allar myndir í bókinni. „Hennar ímyndunarafl er allt öðruvísi en mitt og oft sá hún myndir fyrir sér á annan hátt en ég. Hún handteiknaði líka allar myndirnar sem voru svo færðar inn á tölvutækt form. Mér þykir svo vænt um að fá að gefa út barnabók með börnum, fyrir börn,“ segir Eva. „Hún kom með sjónarhorn barns inn í skrifin og það munar öllu þegar markmiðið er að ná til barna,“ segir Eva um aðkomu dóttur sinnar að bókinni. „Þurfum að snúa við umræðunni um mistök“ „Bókin fjallar um Möggu sem er 7 ára og er að byrja í 2. bekk í nýjum skóla. Því fylgja áskoranir sem hún tæklar með sterku og skemmtilegu hugarfari. Magga fer svo í gegnum það verkefni að koma auga á eigin styrkleika en aftast í bókinni er svo stutt styrkleikaverkefni sem börn geta gert og velt sínum eigin styrkleikum fyrir sér. Magga notar orð eins og „ég get fundið lausn“ og „ég vil læra að treysta sjálfri mér“.“ Eva sem hefur þjálfað ungt fólk hjá Dale Carnegie í mörg ár. Þar hefur hún séð það svart á hvítu hvað sterk sjálfsmynd getur haft mikil áhrif á líf barna. Með bókinni vonast hún til þess að efla hugarfar barna, þjálfa þau í því að finna lausnir í alls konar aðstæðum og skapa umræðu um mistök. „Við þurfum að snúa við umræðunni um mistök, þau eru af hinu góða. En við erum langflest hrædd við að gera mistök. Þetta er skekkja sem við þurfum að ræða og þá sérstaklega við börn.“ Bókin hefur fengið góðar viðtökur síðan hún kom út fyrir nokkrum vikum síðan. Eins og að fá gefins gull þegar hún fær falleg skilaboð frá foreldrum „Í mörgum tilfellum finnst mér börnum alltof sjaldan bent á styrkleika sína og hvað það eru að gera vel. Veruleikinn þeirra snýst um að gera allt rétt, standa sig á prófum eins og hraðlestri, lita ekki út fyrir línurnar og þar fram eftir götum. Þetta er auðvitað mjög sorglegur veruleiki. Börn búa yfir svo mörgum styrkleikum og þau þurfa að fá að vita það. Með þessari bók langaði mig að búa til tækifæri fyrir börn og foreldra að spjalla saman um þessa styrkleika og hvernig umhverfið er að hafa áhrif á líðan og hugarfar þeirra.“ Neðst á blaðsíðunum eru spurningar sem ætlað er að vera kveikjan að innihaldsríkum samræðum. Bókin kom út fyrir örfáum vikum og hefur Evu strax borist skilaboð frá þakklátum foreldrum. Þeir hafi upplifað dýrmætar samræður og kynnst börnum sínum á nýjan hátt. „Viðbrögðin hafa verið virkilega skemmtileg og mikill innblástur fyrir framhaldið. Mér líður eins og ég sé að fá gefins gull þegar ég fæ falleg skilaboð frá foreldrum.“ Bókin Ég get þetta! fjallar um Möggu sem rannsakar sterkt hugarfar og eflandi orðaforða. Þessi bók er skrifuð fyrir öll börn sem vilja treysta sér í að prófa nýja hluti! „Þetta er bara byrjunin!“ Það að gefa bókina út alveg sjálf reyndist vera umtalsvert meiri vinna en Eva hafði gert ráð fyrir í upphafi. Hún hefur þurft að klóra sig fram úr hinum ýmsu áskorunum eins og markaðssetningu, prentkostnaði, sendingarþjónustu. „Það er allskonar sem maður gerir sér ekki grein fyrir í byrjun. Þetta er hellings vinna en ástríðan fleytir mér áfram og ég passa vel upp á að hvíla mig og næra almennilega. Svo þarf ég auðvitað líka að fylgja boðskap bókarinnar: Ég má gera mistök, þannig læri ég mest.“ Eva segir þetta aðeins vera fyrstu bókina af mörgum. Hún er strax búin að skrifa næstu bók en sú bók fjallar um samskipti. „Í byrjun skrifaði ég niður lista af málefnum barna sem mig langar að tækla í bókunum og er bara spennt að framkvæma þetta alla leið. Þetta verður eins konar bókasería um uppbyggingu og valdeflingu barna. Ég sé fyrir mér að nýjasta jólahefðin verði að taka þátt í jólabókaflóðinu. Þetta er bara byrjunin!“
Bókaútgáfa Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Mikil kúnst að missa sig ekki í metnaðinum“ Nýju ári fylgir nýtt upphaf og þá er algengt að fólk setji sér markmið. Þó svo að markmið megi vera háleit, þá er mikilvægt að þau séu raunhæf. Margir kannast sjálfsagt við það að falla í þá gryfju að ætla sér of mikið á nýju ári og gefast upp á markmiðum sínum þegar líður á janúar. 8. janúar 2022 07:00 „Þreytandi að það sem á að vera í forgangi mæti alltaf afgangi“ „Þú getur uppfært lífið svo svakalega með því að skoða í hvaða hjólfari er ég? Kannski er ég að gera geggjaða hluti í að leyfa hæfileikum mínum að njóta sín en svo er ég í sama leiðinlega hjólfarinu með samskipti, segir Eva Mattadóttir. 20. júní 2021 07:00 Svona kemst þú upp úr hjólfarinu og tekur skref áfram „Okkar mesti veikleiki er þegar við gefumst upp, besta leiðin til að ná árangri er að reyna einu sinni enn,“ er tilvitnun nýjasta þáttar Normsins. Tilvitnunina á Thomas Edison. Umræðuefni þáttarins er að taka skref áfram í átt að framtíðinni. 14. júní 2021 09:36 Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira
„Mikil kúnst að missa sig ekki í metnaðinum“ Nýju ári fylgir nýtt upphaf og þá er algengt að fólk setji sér markmið. Þó svo að markmið megi vera háleit, þá er mikilvægt að þau séu raunhæf. Margir kannast sjálfsagt við það að falla í þá gryfju að ætla sér of mikið á nýju ári og gefast upp á markmiðum sínum þegar líður á janúar. 8. janúar 2022 07:00
„Þreytandi að það sem á að vera í forgangi mæti alltaf afgangi“ „Þú getur uppfært lífið svo svakalega með því að skoða í hvaða hjólfari er ég? Kannski er ég að gera geggjaða hluti í að leyfa hæfileikum mínum að njóta sín en svo er ég í sama leiðinlega hjólfarinu með samskipti, segir Eva Mattadóttir. 20. júní 2021 07:00
Svona kemst þú upp úr hjólfarinu og tekur skref áfram „Okkar mesti veikleiki er þegar við gefumst upp, besta leiðin til að ná árangri er að reyna einu sinni enn,“ er tilvitnun nýjasta þáttar Normsins. Tilvitnunina á Thomas Edison. Umræðuefni þáttarins er að taka skref áfram í átt að framtíðinni. 14. júní 2021 09:36