Íbúar óttaslegnir vegna annarrar sprengjuárásar í Hraunbænum Bjarki Sigurðsson skrifar 15. desember 2022 15:30 Sprengjunni var kastað í íbúðina klukkan eitt í nótt. Myndin er frá vettvangi í Hraunbæ stuttu eftir að árásin var framin. Íbúi sem býr í porti þar sem eldur kom upp á svölum íbúðar við Hraunbæ í Árbæ segir árásina tengda hnífstunguárásinni á Bankastræti Club. Hann segir íbúa í nágrenni við íbúðina vera í ansi miklu sjokki. Einn aðili tengdur árásinni býr í íbúðinni. Þetta er í annað sinn sem sprengju er kastað í átt að umræddri íbúð. Í nóvember var molotov-kokteil kastað í glugga íbúðarinnar og var sú árás tekin upp á myndband. Myndband af þeirri sprengju má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Kastaði bensínsprengju í fjölbýlishús Ekki er vitað hvernig sprengju var kastað í átt að íbúðinni í nótt en mikill reykur kom eftir að íbúar höfðu slökkt eldinn. Þá heyrðist mikill hvellur um Árbæjarhverfi. Samkvæmt heimildum fréttastofu heyrðist hvellurinn alveg frá Selási til Vorsabæjar. Hringurinn ofarlega fyrir miðju er þar sem sprengingin átti sér stað í Hraunbæ. Hávaði frá sprengingunni heyrðist þar sem hinir tveir hringirnir eru, Vorsabær í vestri og Selás í austri. „Það eru allir í frekar miklu sjokki. Ég veit að það er nýfætt barn í húsinu og aðrir krakkar. Þau forðast öll saman að vera heima um helgar ef einhver skildi vera heima,“ segir nágranni mannsins í samtali við fréttastofu. Annar nágranni sem fréttastofa ræddi við náði myndbandi af reyknum á svölunum í kjölfar sprengingarinnar. Sá segir að sonur sinn hafi vaknað grátandi. Sá nágranni segist ekki vera sérstaklega óttasleginn vegna ítrekaðar viðveru lögreglu í hverfinu. Klippa: Sprengju kastað á svalir íbúðar í Árbæ „Það er rosalega mikið verið að fylgjast með þessu svæði. Í annað hvert skipti sem ég lít út um gluggann er lögreglubíll að keyra framhjá,“ segir nágranninn. Íbúarnir sem fréttastofa ræddi við óskuðu eftir því að koma ekki fram undir nafni þar sem þau óttast um öryggi sitt og fjölskyldu sinnar. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu sagðist í samtali við fréttastofu í morgun ekki geta tjáð sig um það hvort sprengingin tengdist hnífaárásinni á skemmtistaðnum Bankastræti Club þann 18. nóvember. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Slökkvilið Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Kallað út vegna elds á svölum íbúðar í Árbæ Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna elds á svölum íbúðar við Hraunbæ í Reykjavík upp úr klukkan eitt í nótt. 15. desember 2022 06:17 Myndskeið sýnir bensínsprengju kastað í hús Myndskeið gengur nú milli manna á samfélagsmiðlum þar sem einstaklingur sést kasta bensínsprengju á glugga fjölbýlisshúss. Talið er að um hefndaraðgerð sé að ræða sem tengist hnífaárásinni á Bankastræti Club síðastliðið fimmtudagskvöld. 23. nóvember 2022 10:44 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Þetta er í annað sinn sem sprengju er kastað í átt að umræddri íbúð. Í nóvember var molotov-kokteil kastað í glugga íbúðarinnar og var sú árás tekin upp á myndband. Myndband af þeirri sprengju má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Kastaði bensínsprengju í fjölbýlishús Ekki er vitað hvernig sprengju var kastað í átt að íbúðinni í nótt en mikill reykur kom eftir að íbúar höfðu slökkt eldinn. Þá heyrðist mikill hvellur um Árbæjarhverfi. Samkvæmt heimildum fréttastofu heyrðist hvellurinn alveg frá Selási til Vorsabæjar. Hringurinn ofarlega fyrir miðju er þar sem sprengingin átti sér stað í Hraunbæ. Hávaði frá sprengingunni heyrðist þar sem hinir tveir hringirnir eru, Vorsabær í vestri og Selás í austri. „Það eru allir í frekar miklu sjokki. Ég veit að það er nýfætt barn í húsinu og aðrir krakkar. Þau forðast öll saman að vera heima um helgar ef einhver skildi vera heima,“ segir nágranni mannsins í samtali við fréttastofu. Annar nágranni sem fréttastofa ræddi við náði myndbandi af reyknum á svölunum í kjölfar sprengingarinnar. Sá segir að sonur sinn hafi vaknað grátandi. Sá nágranni segist ekki vera sérstaklega óttasleginn vegna ítrekaðar viðveru lögreglu í hverfinu. Klippa: Sprengju kastað á svalir íbúðar í Árbæ „Það er rosalega mikið verið að fylgjast með þessu svæði. Í annað hvert skipti sem ég lít út um gluggann er lögreglubíll að keyra framhjá,“ segir nágranninn. Íbúarnir sem fréttastofa ræddi við óskuðu eftir því að koma ekki fram undir nafni þar sem þau óttast um öryggi sitt og fjölskyldu sinnar. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu sagðist í samtali við fréttastofu í morgun ekki geta tjáð sig um það hvort sprengingin tengdist hnífaárásinni á skemmtistaðnum Bankastræti Club þann 18. nóvember.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Slökkvilið Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Kallað út vegna elds á svölum íbúðar í Árbæ Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna elds á svölum íbúðar við Hraunbæ í Reykjavík upp úr klukkan eitt í nótt. 15. desember 2022 06:17 Myndskeið sýnir bensínsprengju kastað í hús Myndskeið gengur nú milli manna á samfélagsmiðlum þar sem einstaklingur sést kasta bensínsprengju á glugga fjölbýlisshúss. Talið er að um hefndaraðgerð sé að ræða sem tengist hnífaárásinni á Bankastræti Club síðastliðið fimmtudagskvöld. 23. nóvember 2022 10:44 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Kallað út vegna elds á svölum íbúðar í Árbæ Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna elds á svölum íbúðar við Hraunbæ í Reykjavík upp úr klukkan eitt í nótt. 15. desember 2022 06:17
Myndskeið sýnir bensínsprengju kastað í hús Myndskeið gengur nú milli manna á samfélagsmiðlum þar sem einstaklingur sést kasta bensínsprengju á glugga fjölbýlisshúss. Talið er að um hefndaraðgerð sé að ræða sem tengist hnífaárásinni á Bankastræti Club síðastliðið fimmtudagskvöld. 23. nóvember 2022 10:44