Nístingskuldi í kortunum: Skoða aftur á morgun hvort ástæða sé til að loka sundlaugum Kolbeinn Tumi Daðason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 14. desember 2022 14:46 Þessi gestur kalda pottsins í Sundhöll Reykjavíkur þarf reyndar ekkert heitt vatn, í það minnsta ekki á meðan hún kælir sig. Vísir/Arnar Notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu náði sögulegu hámarki í gær. Í nótt mældist átján gráðu frost í Húsafelli og ekki er útlit fyrir að kuldakast síðustu daga nái hámarki fyrr en á föstudaginn. Staðan verður metin á morgun varðandi hvort einstaka sundlaugum verði lokað tímabundið til að spara heita vatnið. Frost og kuldi hefur gert landsmönnum erfitt fyrir síðustu daga og fátt sem bendir til að það dragi úr kuldanum alveg í bráð. Í nótt fór kuldinn niður í fimmtán gráður í Víðidalnum í Reykjavík. Daníel Þorláksson er veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Það er sem sagt búið að vera hægir vindar á landinu undanfarið. Frost hefur verið talsvert í lægðum og inn til landsins, eins og gerist þegar eru stillur að vetrarlagi. Í nótt mældist mesta frostið í Húsafelli, átján stig. Daníel Þorláksson er Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.Veðurstofa Íslands „Heilt yfir þá eru hægir vindar og fyrir vikið kólnar. Svo kemur kaldari loftmassi yfir á föstudag og áfram þessir hægu vindar. Þá kólnar líklega enn þá meira. Frost verður víða á bilinu fimm til fimmtán stig en getur orðið enn meira í grennd við stöðuvötn, í Húsafelli eða þar sem eru lægðir í landslaginu þar sem frosthörkurnar eru meiri.“ Búast má við að næstu daga verði allt að tíu stiga frost á höfuðborgarsvæðinu yfir daginn. „Svo er það akkurat þar sem frosttopparnir eru mestir. Þar getur frost farið niður í fimmtán tuttugu stig.“ Á sunnudaginn má gera ráð fyrir að aðeins taki að draga úr kuldanum. Það er áfram þetta kalda loft en það hreyfir meiri vind í næstu viku. Áfram frost um allt land en frosttölurnar sem mælast verða heldur minni. „Í byrju næstu viku er útkoma fyrir talsvert meiri éljagang og snjókomu um norðanvert landið. En það er ekki mikil úrkoma í kortunum hér sunnan heiða.“ Sólrún Kristjánsdóttir er framkvæmdastýra Veitna.Veitur Notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu náði sögulegu hámarki í gær. Sólrún Kristjánsdóttir er framkvæmdastjóri Veitna. „Við erum með stækkandi kerfi og það hafa aldrei fleiri íbúðir verið tengdar inn á kerfið í jafnmiklum kulda eins og núna. Við vorum að ná sögulegu rennslihámarki í fyrradag og aftur í gær,“ segir Sólrún. Til skoðunar hefur verið að loka einstaka sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu. Staðan var metin í hádeginu í dag og er niðurstaðan sú að ekki þyki ástæða til að loka þeim á morgun þar sem dreifikerfið ráði við núverandi notkun. „Staðan verður metin aftur á morgun og þá tekin afstaða til þess hvort komi til tímabundinna lokana.“ Sundlaugar Reykjavík Orkumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Frost og kuldi hefur gert landsmönnum erfitt fyrir síðustu daga og fátt sem bendir til að það dragi úr kuldanum alveg í bráð. Í nótt fór kuldinn niður í fimmtán gráður í Víðidalnum í Reykjavík. Daníel Þorláksson er veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Það er sem sagt búið að vera hægir vindar á landinu undanfarið. Frost hefur verið talsvert í lægðum og inn til landsins, eins og gerist þegar eru stillur að vetrarlagi. Í nótt mældist mesta frostið í Húsafelli, átján stig. Daníel Þorláksson er Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.Veðurstofa Íslands „Heilt yfir þá eru hægir vindar og fyrir vikið kólnar. Svo kemur kaldari loftmassi yfir á föstudag og áfram þessir hægu vindar. Þá kólnar líklega enn þá meira. Frost verður víða á bilinu fimm til fimmtán stig en getur orðið enn meira í grennd við stöðuvötn, í Húsafelli eða þar sem eru lægðir í landslaginu þar sem frosthörkurnar eru meiri.“ Búast má við að næstu daga verði allt að tíu stiga frost á höfuðborgarsvæðinu yfir daginn. „Svo er það akkurat þar sem frosttopparnir eru mestir. Þar getur frost farið niður í fimmtán tuttugu stig.“ Á sunnudaginn má gera ráð fyrir að aðeins taki að draga úr kuldanum. Það er áfram þetta kalda loft en það hreyfir meiri vind í næstu viku. Áfram frost um allt land en frosttölurnar sem mælast verða heldur minni. „Í byrju næstu viku er útkoma fyrir talsvert meiri éljagang og snjókomu um norðanvert landið. En það er ekki mikil úrkoma í kortunum hér sunnan heiða.“ Sólrún Kristjánsdóttir er framkvæmdastýra Veitna.Veitur Notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu náði sögulegu hámarki í gær. Sólrún Kristjánsdóttir er framkvæmdastjóri Veitna. „Við erum með stækkandi kerfi og það hafa aldrei fleiri íbúðir verið tengdar inn á kerfið í jafnmiklum kulda eins og núna. Við vorum að ná sögulegu rennslihámarki í fyrradag og aftur í gær,“ segir Sólrún. Til skoðunar hefur verið að loka einstaka sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu. Staðan var metin í hádeginu í dag og er niðurstaðan sú að ekki þyki ástæða til að loka þeim á morgun þar sem dreifikerfið ráði við núverandi notkun. „Staðan verður metin aftur á morgun og þá tekin afstaða til þess hvort komi til tímabundinna lokana.“
Sundlaugar Reykjavík Orkumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira