Lýsti fyrir dómi hvernig hún varð fyrir skotárás af hendi Tory Lanez Atli Ísleifsson skrifar 14. desember 2022 09:10 Megan Thee Stallion sló í gegn árið 2020 með plötunni Good News. AP Bandaríski rapparinn Megan Thee Stallion lýsti fyrir kviðdómi í gær áfallinu sem hún varð fyrir þegar rapparinn Tory Lanez skaut hana í fótinn í júlí 2020. „Ég trúi því ekki að ég þurfi að koma hingað og gera þetta,“ sagði Megan Thee Stallion, sem unnið hefur til Grammy-verðlauna, í réttarsal í Los Angeles í gær. Megan Thee Stallion lýst því hvernig Tory Lanez skaut hana í fótinn að loknu sundlaugarpartýi Kylie Jenner í Hollywood Hills þann 12. júlí 2020. Í frétt BBC segir að fram hafi komið að hin 27 ára Megan Thee Stallion, sem heitir Megan Pete réttu nafni, hafi móðgað meintan árásarmann, gert lítið úr tónlistarhæfileikum hans, áður en hún krafðist þess að verða hleypt út úr glæsikerru. Hin þrítugi Tory Lanez, sem heitir Daystar Peterson réttu nafni, á svo að hafa skipað henni „dansa“ og skotið fimm skotum að henni. Tory Lanez neitar sök í málinu, en verði hann fundinn sekur kann hann að eiga yfir höfði sér allt að 23 ára fangelsi. Daystar Peterson, betur þekktur sem Tory Lanez, í Los Angeles í september síðastliðinn.EPA „Ég er í áfalli. Ég er hrædd. Ég heyri að byssunni er hleypt af, ég trúi því ekki að hann sé að skjóta á mig,“ sagði Megan Thee Stallion í réttarsal í gær, að því er fram kemur í LA Times. „Ég óska þess að hann hefði bara skotið mig og drepið ef ég hefði vitað að ég hefði þurft að ganga í gegnum þennan hrylling.“ Megan Thee Stallion sagði einnig að Tory Lanez hafi boðið henni milljón dala greiðslu gegn því að tilkynna ekki um árásina, þar sem hann hafi verið á skilorði vegna vopnalagabrots á þessum tíma. Megan Thee Stallion greindi lögreglu upphaflega frá því að hún hafi skorið sig á glerbroti og að það skýrði sárin á fætinum. Í gær sagðist hún hins vegar hafa logið til að byrja með þar sem hún hafi haft áhyggjur af viðbrögðum lögreglu, sér í lagi vegna umræðunnar um kynþáttahatur innan lögreglunnar sumarið 2020. Bandaríkin Hollywood Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Megan Thee Stallion stal senunni í Encanto atriði Lagið We Don't Talk About Bruno úr Encanto var flutt á hátíðinni í gær í sérstakri Óskarsútgáfu. Megan Thee Stallion fór þar á kostum. 28. mars 2022 17:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
„Ég trúi því ekki að ég þurfi að koma hingað og gera þetta,“ sagði Megan Thee Stallion, sem unnið hefur til Grammy-verðlauna, í réttarsal í Los Angeles í gær. Megan Thee Stallion lýst því hvernig Tory Lanez skaut hana í fótinn að loknu sundlaugarpartýi Kylie Jenner í Hollywood Hills þann 12. júlí 2020. Í frétt BBC segir að fram hafi komið að hin 27 ára Megan Thee Stallion, sem heitir Megan Pete réttu nafni, hafi móðgað meintan árásarmann, gert lítið úr tónlistarhæfileikum hans, áður en hún krafðist þess að verða hleypt út úr glæsikerru. Hin þrítugi Tory Lanez, sem heitir Daystar Peterson réttu nafni, á svo að hafa skipað henni „dansa“ og skotið fimm skotum að henni. Tory Lanez neitar sök í málinu, en verði hann fundinn sekur kann hann að eiga yfir höfði sér allt að 23 ára fangelsi. Daystar Peterson, betur þekktur sem Tory Lanez, í Los Angeles í september síðastliðinn.EPA „Ég er í áfalli. Ég er hrædd. Ég heyri að byssunni er hleypt af, ég trúi því ekki að hann sé að skjóta á mig,“ sagði Megan Thee Stallion í réttarsal í gær, að því er fram kemur í LA Times. „Ég óska þess að hann hefði bara skotið mig og drepið ef ég hefði vitað að ég hefði þurft að ganga í gegnum þennan hrylling.“ Megan Thee Stallion sagði einnig að Tory Lanez hafi boðið henni milljón dala greiðslu gegn því að tilkynna ekki um árásina, þar sem hann hafi verið á skilorði vegna vopnalagabrots á þessum tíma. Megan Thee Stallion greindi lögreglu upphaflega frá því að hún hafi skorið sig á glerbroti og að það skýrði sárin á fætinum. Í gær sagðist hún hins vegar hafa logið til að byrja með þar sem hún hafi haft áhyggjur af viðbrögðum lögreglu, sér í lagi vegna umræðunnar um kynþáttahatur innan lögreglunnar sumarið 2020.
Bandaríkin Hollywood Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Megan Thee Stallion stal senunni í Encanto atriði Lagið We Don't Talk About Bruno úr Encanto var flutt á hátíðinni í gær í sérstakri Óskarsútgáfu. Megan Thee Stallion fór þar á kostum. 28. mars 2022 17:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Megan Thee Stallion stal senunni í Encanto atriði Lagið We Don't Talk About Bruno úr Encanto var flutt á hátíðinni í gær í sérstakri Óskarsútgáfu. Megan Thee Stallion fór þar á kostum. 28. mars 2022 17:00