Harlow hefur áður greint frá því að hann hafi fengið leyfi Lipa fyrir nafngiftinni. Hann hringdi í hana og í „nokkuð vandræðalegu símtali“ gaf hún grænt ljós á nafn lagsins. Greint var frá því í síðasta mánuði að Dua Lipa og Trevor Noah væru í sambandi, en það virðist hafa runnið út í sandinn.
Page Six greinir frá því að Lipa og Harlow hafi snætt dögurð saman í nóvember og þar hafi áhugi kviknað. Þau eru sögð hafa átt í stöðugum samskiptum síðustu vikur og hafa sést saman nokkrum sinnum síðan þá, meðal annars á Jingle-Ball viðburðinum í New York.