Mættu í skólann og völdu áfanga sem búa þær undir læknanám Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. desember 2022 11:04 Skólameistari tók vel á móti systrunum sem bíða með eftirvæntingu eftir að hitta skólafélaga eftir prófin. sigurjón ólason Hussein systurnar mættu í dag aftur í Fjölbrautaskólann við Ármúla til að velja áfanga fyrir næstu önn. Báðar völdu þær fög sem undirbúa þær undir læknis- og tannlæknisfræði en þær vilja starfa sem læknar hér á Íslandi í framtíðinni. Skólameistarinn segist himinlifandi með komu þeirra. Í gær felldi Héraðsdómur Reykjavíkur úr gildi úrskurð kærunefndar útlendingamála um brottvísun Husseins Husseins, hælisleitenda frá Írak og fjölskyldu hans í nóvember. Að óbreyttu ættu íslensk stjórnvöld að taka mál þeirra til efnislegrar meðferðar. Klippa: Hussein systurnar mæta í skólann Fjölskyldan kom til landsins um helgina og mættu Hussein systurnar í Fjölbrautarskólann við Ármúla í morgun til að velja áfanga fyrir næstu önn en systurnar hafa stundað námið í fjarnámi í þann tíma sem þær voru í Grikklandi. „Ég valdi áfanga sem undirbúa mig undir læknisfræði, ensku, íslensku, stærðfræði og fleira. Mig langar að verða læknir á Íslandi,“ sagði Zahraa Hussein. Systir hennar Yasameen Hussein valdi áfanga sem undirbúa hana undir tannlæknisfræði. Systurnar velja áfanga.sigurjón ólason Báðar segjast þær himinlifandi með að vera komnar aftur í skólann og hafa náð fínum tökum á íslenskunni. „Mér finnst gaman að vera komin aftur til Íslands,“ sagði Yasameen Hussein. Skólameistarinn Magnús Ingvason fagnar komu systranna í skólann. Máli fjölskyldunnar er þó ekki lokið og óvíst hvað verður í framhaldinu. „Ég er himinlifandi. Þetta mál fær vonandi farsælan endi. Þær komu hér aftur í skólann, stóðu sig einstaklega vel á síðustu önn og náðu að klára nokkra áfanga í fjarnámi. Fínar einkunnir og eru að velja núna fullt af áföngum fyrir næstu önn og ég vona að það verði engin truflun þar á,“ sagði Magnús. Prófatörn fer nú fram í skólanum og segir Magnús skólafélaga systranna spennta að hitta þær eftir prófin. „Já þetta verður gaman fyrir alla að hittast eftir áramót og það verður tekið vel á móti þeim.“ Hælisleitendur Dómsmál Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Reykjavík Tengdar fréttir „Ég er mjög glaður að vera kominn aftur til Íslands“ Umdeild brottvísun Hussein Hussein og fjölskyldu hans var dæmd ólögmæt í héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Systur hans hlakka mest til að mæta í skólann á morgun og lögmaður þeirra segir dóminn fordæmisgefandi. 12. desember 2022 18:31 Hussein kominn til landsins og fagnaði sigri í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu eftir hádegið að brottvísun Hussein Hussein, hælisleitanda frá Írak, og fjölskyldu hans í nóvember hefði verið ólögmæt. 12. desember 2022 15:06 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag Innlent Fleiri fréttir Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Sjá meira
Í gær felldi Héraðsdómur Reykjavíkur úr gildi úrskurð kærunefndar útlendingamála um brottvísun Husseins Husseins, hælisleitenda frá Írak og fjölskyldu hans í nóvember. Að óbreyttu ættu íslensk stjórnvöld að taka mál þeirra til efnislegrar meðferðar. Klippa: Hussein systurnar mæta í skólann Fjölskyldan kom til landsins um helgina og mættu Hussein systurnar í Fjölbrautarskólann við Ármúla í morgun til að velja áfanga fyrir næstu önn en systurnar hafa stundað námið í fjarnámi í þann tíma sem þær voru í Grikklandi. „Ég valdi áfanga sem undirbúa mig undir læknisfræði, ensku, íslensku, stærðfræði og fleira. Mig langar að verða læknir á Íslandi,“ sagði Zahraa Hussein. Systir hennar Yasameen Hussein valdi áfanga sem undirbúa hana undir tannlæknisfræði. Systurnar velja áfanga.sigurjón ólason Báðar segjast þær himinlifandi með að vera komnar aftur í skólann og hafa náð fínum tökum á íslenskunni. „Mér finnst gaman að vera komin aftur til Íslands,“ sagði Yasameen Hussein. Skólameistarinn Magnús Ingvason fagnar komu systranna í skólann. Máli fjölskyldunnar er þó ekki lokið og óvíst hvað verður í framhaldinu. „Ég er himinlifandi. Þetta mál fær vonandi farsælan endi. Þær komu hér aftur í skólann, stóðu sig einstaklega vel á síðustu önn og náðu að klára nokkra áfanga í fjarnámi. Fínar einkunnir og eru að velja núna fullt af áföngum fyrir næstu önn og ég vona að það verði engin truflun þar á,“ sagði Magnús. Prófatörn fer nú fram í skólanum og segir Magnús skólafélaga systranna spennta að hitta þær eftir prófin. „Já þetta verður gaman fyrir alla að hittast eftir áramót og það verður tekið vel á móti þeim.“
Hælisleitendur Dómsmál Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Reykjavík Tengdar fréttir „Ég er mjög glaður að vera kominn aftur til Íslands“ Umdeild brottvísun Hussein Hussein og fjölskyldu hans var dæmd ólögmæt í héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Systur hans hlakka mest til að mæta í skólann á morgun og lögmaður þeirra segir dóminn fordæmisgefandi. 12. desember 2022 18:31 Hussein kominn til landsins og fagnaði sigri í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu eftir hádegið að brottvísun Hussein Hussein, hælisleitanda frá Írak, og fjölskyldu hans í nóvember hefði verið ólögmæt. 12. desember 2022 15:06 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag Innlent Fleiri fréttir Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Sjá meira
„Ég er mjög glaður að vera kominn aftur til Íslands“ Umdeild brottvísun Hussein Hussein og fjölskyldu hans var dæmd ólögmæt í héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Systur hans hlakka mest til að mæta í skólann á morgun og lögmaður þeirra segir dóminn fordæmisgefandi. 12. desember 2022 18:31
Hussein kominn til landsins og fagnaði sigri í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu eftir hádegið að brottvísun Hussein Hussein, hælisleitanda frá Írak, og fjölskyldu hans í nóvember hefði verið ólögmæt. 12. desember 2022 15:06