Mættu í skólann og völdu áfanga sem búa þær undir læknanám Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. desember 2022 11:04 Skólameistari tók vel á móti systrunum sem bíða með eftirvæntingu eftir að hitta skólafélaga eftir prófin. sigurjón ólason Hussein systurnar mættu í dag aftur í Fjölbrautaskólann við Ármúla til að velja áfanga fyrir næstu önn. Báðar völdu þær fög sem undirbúa þær undir læknis- og tannlæknisfræði en þær vilja starfa sem læknar hér á Íslandi í framtíðinni. Skólameistarinn segist himinlifandi með komu þeirra. Í gær felldi Héraðsdómur Reykjavíkur úr gildi úrskurð kærunefndar útlendingamála um brottvísun Husseins Husseins, hælisleitenda frá Írak og fjölskyldu hans í nóvember. Að óbreyttu ættu íslensk stjórnvöld að taka mál þeirra til efnislegrar meðferðar. Klippa: Hussein systurnar mæta í skólann Fjölskyldan kom til landsins um helgina og mættu Hussein systurnar í Fjölbrautarskólann við Ármúla í morgun til að velja áfanga fyrir næstu önn en systurnar hafa stundað námið í fjarnámi í þann tíma sem þær voru í Grikklandi. „Ég valdi áfanga sem undirbúa mig undir læknisfræði, ensku, íslensku, stærðfræði og fleira. Mig langar að verða læknir á Íslandi,“ sagði Zahraa Hussein. Systir hennar Yasameen Hussein valdi áfanga sem undirbúa hana undir tannlæknisfræði. Systurnar velja áfanga.sigurjón ólason Báðar segjast þær himinlifandi með að vera komnar aftur í skólann og hafa náð fínum tökum á íslenskunni. „Mér finnst gaman að vera komin aftur til Íslands,“ sagði Yasameen Hussein. Skólameistarinn Magnús Ingvason fagnar komu systranna í skólann. Máli fjölskyldunnar er þó ekki lokið og óvíst hvað verður í framhaldinu. „Ég er himinlifandi. Þetta mál fær vonandi farsælan endi. Þær komu hér aftur í skólann, stóðu sig einstaklega vel á síðustu önn og náðu að klára nokkra áfanga í fjarnámi. Fínar einkunnir og eru að velja núna fullt af áföngum fyrir næstu önn og ég vona að það verði engin truflun þar á,“ sagði Magnús. Prófatörn fer nú fram í skólanum og segir Magnús skólafélaga systranna spennta að hitta þær eftir prófin. „Já þetta verður gaman fyrir alla að hittast eftir áramót og það verður tekið vel á móti þeim.“ Hælisleitendur Dómsmál Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Reykjavík Tengdar fréttir „Ég er mjög glaður að vera kominn aftur til Íslands“ Umdeild brottvísun Hussein Hussein og fjölskyldu hans var dæmd ólögmæt í héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Systur hans hlakka mest til að mæta í skólann á morgun og lögmaður þeirra segir dóminn fordæmisgefandi. 12. desember 2022 18:31 Hussein kominn til landsins og fagnaði sigri í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu eftir hádegið að brottvísun Hussein Hussein, hælisleitanda frá Írak, og fjölskyldu hans í nóvember hefði verið ólögmæt. 12. desember 2022 15:06 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Í gær felldi Héraðsdómur Reykjavíkur úr gildi úrskurð kærunefndar útlendingamála um brottvísun Husseins Husseins, hælisleitenda frá Írak og fjölskyldu hans í nóvember. Að óbreyttu ættu íslensk stjórnvöld að taka mál þeirra til efnislegrar meðferðar. Klippa: Hussein systurnar mæta í skólann Fjölskyldan kom til landsins um helgina og mættu Hussein systurnar í Fjölbrautarskólann við Ármúla í morgun til að velja áfanga fyrir næstu önn en systurnar hafa stundað námið í fjarnámi í þann tíma sem þær voru í Grikklandi. „Ég valdi áfanga sem undirbúa mig undir læknisfræði, ensku, íslensku, stærðfræði og fleira. Mig langar að verða læknir á Íslandi,“ sagði Zahraa Hussein. Systir hennar Yasameen Hussein valdi áfanga sem undirbúa hana undir tannlæknisfræði. Systurnar velja áfanga.sigurjón ólason Báðar segjast þær himinlifandi með að vera komnar aftur í skólann og hafa náð fínum tökum á íslenskunni. „Mér finnst gaman að vera komin aftur til Íslands,“ sagði Yasameen Hussein. Skólameistarinn Magnús Ingvason fagnar komu systranna í skólann. Máli fjölskyldunnar er þó ekki lokið og óvíst hvað verður í framhaldinu. „Ég er himinlifandi. Þetta mál fær vonandi farsælan endi. Þær komu hér aftur í skólann, stóðu sig einstaklega vel á síðustu önn og náðu að klára nokkra áfanga í fjarnámi. Fínar einkunnir og eru að velja núna fullt af áföngum fyrir næstu önn og ég vona að það verði engin truflun þar á,“ sagði Magnús. Prófatörn fer nú fram í skólanum og segir Magnús skólafélaga systranna spennta að hitta þær eftir prófin. „Já þetta verður gaman fyrir alla að hittast eftir áramót og það verður tekið vel á móti þeim.“
Hælisleitendur Dómsmál Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Reykjavík Tengdar fréttir „Ég er mjög glaður að vera kominn aftur til Íslands“ Umdeild brottvísun Hussein Hussein og fjölskyldu hans var dæmd ólögmæt í héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Systur hans hlakka mest til að mæta í skólann á morgun og lögmaður þeirra segir dóminn fordæmisgefandi. 12. desember 2022 18:31 Hussein kominn til landsins og fagnaði sigri í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu eftir hádegið að brottvísun Hussein Hussein, hælisleitanda frá Írak, og fjölskyldu hans í nóvember hefði verið ólögmæt. 12. desember 2022 15:06 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
„Ég er mjög glaður að vera kominn aftur til Íslands“ Umdeild brottvísun Hussein Hussein og fjölskyldu hans var dæmd ólögmæt í héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Systur hans hlakka mest til að mæta í skólann á morgun og lögmaður þeirra segir dóminn fordæmisgefandi. 12. desember 2022 18:31
Hussein kominn til landsins og fagnaði sigri í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu eftir hádegið að brottvísun Hussein Hussein, hælisleitanda frá Írak, og fjölskyldu hans í nóvember hefði verið ólögmæt. 12. desember 2022 15:06