Hættir við blaðamannafund í fyrsta sinn í tíu ár Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2022 18:07 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Kreml Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur hætt við að halda árlegan blaðamannafund í lok árs. Er það í fyrsta sinn í tíu ár sem þessi fundur fer ekki fram. Forsetinn hefur notað fundina til að styrkja ímynd sína í Rússlandi og svara spurningum blaðamanna ríkismiðla Rússlands. Dmítrí Peskóv, talsmaður Pútíns, staðfesti þetta í dag og sagðist vonast til þess að Pútín gæti fljótt fundið tækifæri til að ræða við blaðamenn. Pútín hefur verið við völd í Rússlandi frá árinu 2000 en síðan þá hefur hann oftar en ekki haldið umfangsmikinn blaðamannafund í desember. Þessir fundir hafa stundum staðið yfir í nokkrar klukkustundir og hafa þeir verið sýndir í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðvum Rússlands. Stóran hluta þessara blaðamannafunda hefur Pútín varið í að svara léttvægum spurningum frá handvöldum rússneskum blaðamönnum og hefur hann gert litlar tilraunir til að svara spurningum annarra erlendra blaðamanna sem sótt hafa fundina. Stríðið í Úkraínu líklegasta ástæðan Í frétt Moscow Times er vitnað í rússneska fjölmiðla um að innrás Rússa í Úkraínu sé líklegast helsta orsök þess að Pútín hætti við fundinn. Maraþonfundurinn í fyrra snerist að miklu leyti um Úkraínu og þá kröfu Pútíns að Atlantshafsbandalagið meinaði ríkjum Austur-Evrópu inngöngu og vísaði þeim ríkjum sem gengið hefðu inn í sambandið eftir 1997 úr bandalaginu. Þar á meðal eru Pólland og Eystrasaltsríkin. Sjá einnig: „Það eru ekki við sem höfum ógnað neinum“ Guardian hefur eftir sérfræðingi um Rússland að Pútín telji líklegt að það væri tímasóun að halda blaðamannafund núna. Það væri ekkert sem hann vildi segja og hann vilji alls ekki vera í þeirri stöðu að þurfa að útskýra aðgerðir sínar. Þar að auki væri undirbúningurinn fyrir fundinn tímasóun í hans augum. Hann gæti auðveldlega komið skilaboðum sínum á framfæri utan landamæra Rússlands og undirmenn hans geti talað við rússnesku þjóðina. Stríðið ekki á áætlun Stríðsrekstur Pútíns í Úkraínu hefur ekki farið eftir áætlun. Ráðamenn í Kreml eru sagðir hafa gert ráð fyrir því að það tæki þá tíu daga að sigra Úkraínumenn en stríðið hefur nú staðið yfir í tæpa tíu mánuði. Á seinni helmingi þess tíma hafa Rússar lítið sem ekkert sótt fram og eru þeir að mestu í varnarstöðum á víglínum Úkraínu. Sjá einnig: Rýnt í upphaf innrásarinnar - Rússar komust nær sigri en flestir átta sig á Ráðamenn á Vesturlöndum hafa á undanförnum vikum sagt að áætlað sé að um hundrað þúsund rússneskir hermenn hafi fallið eða særst í átökunum. Sambærilegur fjöldi úkraínskra hermanna hafi fallið eða særst og þar að auki hafi þúsundir óbreyttra borgara dáið. Sjá einnig: Rýnt í stöðuna í Úkraínu - Pútín segir stríðið lengra en hann bjóst við Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Segja höfuðstöðvar Wagner hafa verið sprengdar í loft upp Úkraínumenn eru sagðir hafa sprengt höfuðstöðvar Wagner málaliðasveitarinnar í Luhansk. Þetta fullyrðir fyrrverandi héraðsstjóri Luhansk, sem nú er í útlegð. 12. desember 2022 07:19 Ein og hálf milljón manns án rafmagns eftir árásir Rússa Viðbúið er að það muni taka einhverja daga að koma rafmagni aftur á í hafnarborginni Odesa í Úkraínu eftir árásir Rússa í gærkvöldi. Um ein og hálf milljón manns eru nú án rafmagns eftir árásirnar. 11. desember 2022 10:11 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Dmítrí Peskóv, talsmaður Pútíns, staðfesti þetta í dag og sagðist vonast til þess að Pútín gæti fljótt fundið tækifæri til að ræða við blaðamenn. Pútín hefur verið við völd í Rússlandi frá árinu 2000 en síðan þá hefur hann oftar en ekki haldið umfangsmikinn blaðamannafund í desember. Þessir fundir hafa stundum staðið yfir í nokkrar klukkustundir og hafa þeir verið sýndir í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðvum Rússlands. Stóran hluta þessara blaðamannafunda hefur Pútín varið í að svara léttvægum spurningum frá handvöldum rússneskum blaðamönnum og hefur hann gert litlar tilraunir til að svara spurningum annarra erlendra blaðamanna sem sótt hafa fundina. Stríðið í Úkraínu líklegasta ástæðan Í frétt Moscow Times er vitnað í rússneska fjölmiðla um að innrás Rússa í Úkraínu sé líklegast helsta orsök þess að Pútín hætti við fundinn. Maraþonfundurinn í fyrra snerist að miklu leyti um Úkraínu og þá kröfu Pútíns að Atlantshafsbandalagið meinaði ríkjum Austur-Evrópu inngöngu og vísaði þeim ríkjum sem gengið hefðu inn í sambandið eftir 1997 úr bandalaginu. Þar á meðal eru Pólland og Eystrasaltsríkin. Sjá einnig: „Það eru ekki við sem höfum ógnað neinum“ Guardian hefur eftir sérfræðingi um Rússland að Pútín telji líklegt að það væri tímasóun að halda blaðamannafund núna. Það væri ekkert sem hann vildi segja og hann vilji alls ekki vera í þeirri stöðu að þurfa að útskýra aðgerðir sínar. Þar að auki væri undirbúningurinn fyrir fundinn tímasóun í hans augum. Hann gæti auðveldlega komið skilaboðum sínum á framfæri utan landamæra Rússlands og undirmenn hans geti talað við rússnesku þjóðina. Stríðið ekki á áætlun Stríðsrekstur Pútíns í Úkraínu hefur ekki farið eftir áætlun. Ráðamenn í Kreml eru sagðir hafa gert ráð fyrir því að það tæki þá tíu daga að sigra Úkraínumenn en stríðið hefur nú staðið yfir í tæpa tíu mánuði. Á seinni helmingi þess tíma hafa Rússar lítið sem ekkert sótt fram og eru þeir að mestu í varnarstöðum á víglínum Úkraínu. Sjá einnig: Rýnt í upphaf innrásarinnar - Rússar komust nær sigri en flestir átta sig á Ráðamenn á Vesturlöndum hafa á undanförnum vikum sagt að áætlað sé að um hundrað þúsund rússneskir hermenn hafi fallið eða særst í átökunum. Sambærilegur fjöldi úkraínskra hermanna hafi fallið eða særst og þar að auki hafi þúsundir óbreyttra borgara dáið. Sjá einnig: Rýnt í stöðuna í Úkraínu - Pútín segir stríðið lengra en hann bjóst við
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Segja höfuðstöðvar Wagner hafa verið sprengdar í loft upp Úkraínumenn eru sagðir hafa sprengt höfuðstöðvar Wagner málaliðasveitarinnar í Luhansk. Þetta fullyrðir fyrrverandi héraðsstjóri Luhansk, sem nú er í útlegð. 12. desember 2022 07:19 Ein og hálf milljón manns án rafmagns eftir árásir Rússa Viðbúið er að það muni taka einhverja daga að koma rafmagni aftur á í hafnarborginni Odesa í Úkraínu eftir árásir Rússa í gærkvöldi. Um ein og hálf milljón manns eru nú án rafmagns eftir árásirnar. 11. desember 2022 10:11 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Segja höfuðstöðvar Wagner hafa verið sprengdar í loft upp Úkraínumenn eru sagðir hafa sprengt höfuðstöðvar Wagner málaliðasveitarinnar í Luhansk. Þetta fullyrðir fyrrverandi héraðsstjóri Luhansk, sem nú er í útlegð. 12. desember 2022 07:19
Ein og hálf milljón manns án rafmagns eftir árásir Rússa Viðbúið er að það muni taka einhverja daga að koma rafmagni aftur á í hafnarborginni Odesa í Úkraínu eftir árásir Rússa í gærkvöldi. Um ein og hálf milljón manns eru nú án rafmagns eftir árásirnar. 11. desember 2022 10:11