Hættir við blaðamannafund í fyrsta sinn í tíu ár Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2022 18:07 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Kreml Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur hætt við að halda árlegan blaðamannafund í lok árs. Er það í fyrsta sinn í tíu ár sem þessi fundur fer ekki fram. Forsetinn hefur notað fundina til að styrkja ímynd sína í Rússlandi og svara spurningum blaðamanna ríkismiðla Rússlands. Dmítrí Peskóv, talsmaður Pútíns, staðfesti þetta í dag og sagðist vonast til þess að Pútín gæti fljótt fundið tækifæri til að ræða við blaðamenn. Pútín hefur verið við völd í Rússlandi frá árinu 2000 en síðan þá hefur hann oftar en ekki haldið umfangsmikinn blaðamannafund í desember. Þessir fundir hafa stundum staðið yfir í nokkrar klukkustundir og hafa þeir verið sýndir í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðvum Rússlands. Stóran hluta þessara blaðamannafunda hefur Pútín varið í að svara léttvægum spurningum frá handvöldum rússneskum blaðamönnum og hefur hann gert litlar tilraunir til að svara spurningum annarra erlendra blaðamanna sem sótt hafa fundina. Stríðið í Úkraínu líklegasta ástæðan Í frétt Moscow Times er vitnað í rússneska fjölmiðla um að innrás Rússa í Úkraínu sé líklegast helsta orsök þess að Pútín hætti við fundinn. Maraþonfundurinn í fyrra snerist að miklu leyti um Úkraínu og þá kröfu Pútíns að Atlantshafsbandalagið meinaði ríkjum Austur-Evrópu inngöngu og vísaði þeim ríkjum sem gengið hefðu inn í sambandið eftir 1997 úr bandalaginu. Þar á meðal eru Pólland og Eystrasaltsríkin. Sjá einnig: „Það eru ekki við sem höfum ógnað neinum“ Guardian hefur eftir sérfræðingi um Rússland að Pútín telji líklegt að það væri tímasóun að halda blaðamannafund núna. Það væri ekkert sem hann vildi segja og hann vilji alls ekki vera í þeirri stöðu að þurfa að útskýra aðgerðir sínar. Þar að auki væri undirbúningurinn fyrir fundinn tímasóun í hans augum. Hann gæti auðveldlega komið skilaboðum sínum á framfæri utan landamæra Rússlands og undirmenn hans geti talað við rússnesku þjóðina. Stríðið ekki á áætlun Stríðsrekstur Pútíns í Úkraínu hefur ekki farið eftir áætlun. Ráðamenn í Kreml eru sagðir hafa gert ráð fyrir því að það tæki þá tíu daga að sigra Úkraínumenn en stríðið hefur nú staðið yfir í tæpa tíu mánuði. Á seinni helmingi þess tíma hafa Rússar lítið sem ekkert sótt fram og eru þeir að mestu í varnarstöðum á víglínum Úkraínu. Sjá einnig: Rýnt í upphaf innrásarinnar - Rússar komust nær sigri en flestir átta sig á Ráðamenn á Vesturlöndum hafa á undanförnum vikum sagt að áætlað sé að um hundrað þúsund rússneskir hermenn hafi fallið eða særst í átökunum. Sambærilegur fjöldi úkraínskra hermanna hafi fallið eða særst og þar að auki hafi þúsundir óbreyttra borgara dáið. Sjá einnig: Rýnt í stöðuna í Úkraínu - Pútín segir stríðið lengra en hann bjóst við Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Segja höfuðstöðvar Wagner hafa verið sprengdar í loft upp Úkraínumenn eru sagðir hafa sprengt höfuðstöðvar Wagner málaliðasveitarinnar í Luhansk. Þetta fullyrðir fyrrverandi héraðsstjóri Luhansk, sem nú er í útlegð. 12. desember 2022 07:19 Ein og hálf milljón manns án rafmagns eftir árásir Rússa Viðbúið er að það muni taka einhverja daga að koma rafmagni aftur á í hafnarborginni Odesa í Úkraínu eftir árásir Rússa í gærkvöldi. Um ein og hálf milljón manns eru nú án rafmagns eftir árásirnar. 11. desember 2022 10:11 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira
Dmítrí Peskóv, talsmaður Pútíns, staðfesti þetta í dag og sagðist vonast til þess að Pútín gæti fljótt fundið tækifæri til að ræða við blaðamenn. Pútín hefur verið við völd í Rússlandi frá árinu 2000 en síðan þá hefur hann oftar en ekki haldið umfangsmikinn blaðamannafund í desember. Þessir fundir hafa stundum staðið yfir í nokkrar klukkustundir og hafa þeir verið sýndir í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðvum Rússlands. Stóran hluta þessara blaðamannafunda hefur Pútín varið í að svara léttvægum spurningum frá handvöldum rússneskum blaðamönnum og hefur hann gert litlar tilraunir til að svara spurningum annarra erlendra blaðamanna sem sótt hafa fundina. Stríðið í Úkraínu líklegasta ástæðan Í frétt Moscow Times er vitnað í rússneska fjölmiðla um að innrás Rússa í Úkraínu sé líklegast helsta orsök þess að Pútín hætti við fundinn. Maraþonfundurinn í fyrra snerist að miklu leyti um Úkraínu og þá kröfu Pútíns að Atlantshafsbandalagið meinaði ríkjum Austur-Evrópu inngöngu og vísaði þeim ríkjum sem gengið hefðu inn í sambandið eftir 1997 úr bandalaginu. Þar á meðal eru Pólland og Eystrasaltsríkin. Sjá einnig: „Það eru ekki við sem höfum ógnað neinum“ Guardian hefur eftir sérfræðingi um Rússland að Pútín telji líklegt að það væri tímasóun að halda blaðamannafund núna. Það væri ekkert sem hann vildi segja og hann vilji alls ekki vera í þeirri stöðu að þurfa að útskýra aðgerðir sínar. Þar að auki væri undirbúningurinn fyrir fundinn tímasóun í hans augum. Hann gæti auðveldlega komið skilaboðum sínum á framfæri utan landamæra Rússlands og undirmenn hans geti talað við rússnesku þjóðina. Stríðið ekki á áætlun Stríðsrekstur Pútíns í Úkraínu hefur ekki farið eftir áætlun. Ráðamenn í Kreml eru sagðir hafa gert ráð fyrir því að það tæki þá tíu daga að sigra Úkraínumenn en stríðið hefur nú staðið yfir í tæpa tíu mánuði. Á seinni helmingi þess tíma hafa Rússar lítið sem ekkert sótt fram og eru þeir að mestu í varnarstöðum á víglínum Úkraínu. Sjá einnig: Rýnt í upphaf innrásarinnar - Rússar komust nær sigri en flestir átta sig á Ráðamenn á Vesturlöndum hafa á undanförnum vikum sagt að áætlað sé að um hundrað þúsund rússneskir hermenn hafi fallið eða særst í átökunum. Sambærilegur fjöldi úkraínskra hermanna hafi fallið eða særst og þar að auki hafi þúsundir óbreyttra borgara dáið. Sjá einnig: Rýnt í stöðuna í Úkraínu - Pútín segir stríðið lengra en hann bjóst við
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Segja höfuðstöðvar Wagner hafa verið sprengdar í loft upp Úkraínumenn eru sagðir hafa sprengt höfuðstöðvar Wagner málaliðasveitarinnar í Luhansk. Þetta fullyrðir fyrrverandi héraðsstjóri Luhansk, sem nú er í útlegð. 12. desember 2022 07:19 Ein og hálf milljón manns án rafmagns eftir árásir Rússa Viðbúið er að það muni taka einhverja daga að koma rafmagni aftur á í hafnarborginni Odesa í Úkraínu eftir árásir Rússa í gærkvöldi. Um ein og hálf milljón manns eru nú án rafmagns eftir árásirnar. 11. desember 2022 10:11 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira
Segja höfuðstöðvar Wagner hafa verið sprengdar í loft upp Úkraínumenn eru sagðir hafa sprengt höfuðstöðvar Wagner málaliðasveitarinnar í Luhansk. Þetta fullyrðir fyrrverandi héraðsstjóri Luhansk, sem nú er í útlegð. 12. desember 2022 07:19
Ein og hálf milljón manns án rafmagns eftir árásir Rússa Viðbúið er að það muni taka einhverja daga að koma rafmagni aftur á í hafnarborginni Odesa í Úkraínu eftir árásir Rússa í gærkvöldi. Um ein og hálf milljón manns eru nú án rafmagns eftir árásirnar. 11. desember 2022 10:11