Lífið

„Ég sé þig alveg selja upp Gamla Bíó á hálftíma“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Saga Matthildur flutti lag með Blink 182 í fyrstu prufunni.
Saga Matthildur flutti lag með Blink 182 í fyrstu prufunni.

Í síðasta þætti af Idolinu var áfram sýnt frá fyrstu prufum keppanda en þetta var síðasti þátturinn úr dómaraprufunum.

Fyrsti keppandinn sem kom fram í þættinum var hún Saga Matthildur sem er 24 ára frá Bolungarvík en býr í Garðabænum. Í dag er hún að læra tómstundar- og félagsfræði í Háskóla Íslands og starfar samhliða því í félagsmiðstöð.

„Ég er eiginlega ekki fyrir athygli og það veit eiginlega enginn að ég sé hérna í dag. Ég hugsa að ég hafi rosalega gott af þessu og þetta er ágætis leið til að hoppa út í djúpu laugina,“ sagði Saga fyrir prufuna. Hún tók þátt í söngvakeppni framhaldsskólanna 2015 og hefur í raun ekkert komið fram síðan.

„Ég eiginlega fríkaði smá út þá. Ég er ógeðslega kvíðin og ég fékk mikla athygli fyrir þetta og mér fannst það smá erfitt. Ég var bara ekki tilbúin í þetta. Ég held að ég sé meira tilbúin núna,“ sagði Saga í prufunni. Hún flutti lagið Miss you með sveitinni Blink 182 en gerði lagið að sínu.

Dómnefndin var heldur betur hrifin af Sögu.vísir/vilhelm

Flutningur hennar sló rækilega í gegn og sagði til að mynda Herra Hnetusmjör: „Ég sé þig alveg selja upp Gamla Bíó á hálftíma.“

Klippa: Ég sé þig alveg selja upp Gamla Bíó á hálftíma





Fleiri fréttir

Sjá meira


×