„Draumar rætast en sjaldnast af sjálfu sér“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. desember 2022 15:30 Kristborg Bóel Steindórsdóttir gaf út tvær bækur fyrir þessi jólin. Aðsent „Hvatvísin kemur mér reglulega í klandur, en hefur að sama skapi drifið flesta draumana mína áfram,“ segir Kristborg Bóel Steindórsdóttir sem var að senda frá sér tvær bækur. Önnur er Gestabók og hin nefnist Draumar. Kristborg gaf út bókina 261 fyrir fjórum árum síðan og vakti hún mikla athygli. Bókin var byggð á persónulegri dagbók hennar eftir sársaukafull sambandsslit. Síðan þá hefur hún unnið í fjölbreyttum verkefnum eins og þáttagerð, meðal annars við True Detective. „Ég segi oft að mitt tiltölulega nýgreinda, en þó algerlega fyrirséða ADHD, sé um leið mín helsta bölvun og blessun. Hvatvísin kemur mér reglulega í klandur, en hefur að sama skapi drifið flesta draumana mína áfram og orðið til þess að ég hef komið mörgum þeirra í verk. Hugurinn minn er mjög hraður og ég er iðulega að springa úr hugmyndum og sköpunarþörf. Oftar en ekki fæ ég hálfgerða eldingu í hausinn upp úr þurru og sé skýrar myndir af því sem mig langar til að láta á reyna. Ef það er eitthvað sem ég upplifi sterkt og hef trú á bíð ég yfirleitt ekki boðanna heldur hendi mér beint í rannsóknarvinnu. Í mörgum tilfellum finn ég líka strax með hverjum ég vil vinna verkefnin ef þau eru þess eðlis,“ segir Kristborg um ástæðu þess að hún fór aftur af stað í bókaútgáfu. „Gestabókin og Draumar eru hugmyndir sem hafa blundað í mér nokkuð lengi en svo var það einn kaldan og dimman morgun í janúar síðastliðnum að þetta bara kom. Þar sem ég beið á ljósum í morgunumferðinni fann ég að ég vildi gefa þær út og það á árinu. Ég hef með árunum lært að hlusta á innsæið mitt og það fyrsta sem kemur upp í huga mér. Ég held ég hafi enn verið á rauðu þegar ég var búin að ákveða að hafa samband við Heiðu Björk Þórbergsdóttur, sem ég þó þekkti akkúrat ekki neitt en rámaði í að hún væri með bókaútgáfuna Króníku. Klukkutíma seinna var ég búin að senda á hana póst og daginn eftir hittumst við og ákváðum að láta slag standa. Við fengum svo Heiðdísi Höllu Bjarnadóttur til liðs við okkur en hún sá um hönnun og umbrot. Níu mánuðum, eða meðgöngulengd síðar, voru bækurnar komnar úr prentun.“ Innblásin af gestabókinni hans afa Þrátt fyrir nýjungar í tækni telur Kristborg að gestabækur eigi alltaf jafn mikilvægan sess. „Gestabækur hafa lifað með íslensku þjóðinni svo lengi sem elstu menn muna. Vissulega voru þær útbreiddari hér áður fyrr og við sem komin eru af léttasta skeiði munum þær líklega flest af okkar æskuheimilum, margar klæddar flöskugrænu, vínrauðu eða dimmbláu leðurlíki og á sumum heimilum voru þær gæruklæddar! Það er bara eitthvað við rithönd fólks sem mér finnst svo fallegt og merkilegt, en að mínu viti er hún stór hluti af persónuleika hvers og eins, ekki síður en röddin. Í dag á rithöndin hins vegar verulega undir högg að sækja, við handskrifum ekkert lengur, jólakortin eru horfin og það þarf ekki einu sinni að bregða fyrir sig penna við undirskrift skjala, það er allt orðið rafrænt.“ Gestabókin sem Kristborg hannaði var innblásin af bók sem hún hefur oft skoðað. „Sú gestabók sem veitti mér innblástur er einmitt, flöskugræna bókin hans afa Odds Stöðvarfirði. Bókina fékk hann í þrítugs afmælisgjöf árið 1966 og var lengi vel aðeins brúkuð í afmælum og öðrum formlegum mannfögnuðum eins og siður var. Í seinni tíð hefur hún hins vegar verið í umferð allt árið um kring. Það var svo fyrir rúmu ári að ég sat í eldhúskróknum hjá afa og blaðaði í gestabókinni hans að fræinu var sáð. Þar sá ég nafnið mitt breytast eftir því sem framar dróg, stafirnir urðu stærri og klunnalegri en samt svo undur fallegir. Einnig sá ég kveðjur og áritun fólks sem horfið er úr þessum heimi, þar á meðal pabba, allt ómetanlegar heimildir liðinna daga.“ Líkt og Kristborg bendir á höfum við flest skoðað og jafnvel skrifað í gestabækur í sumarbústöðum sem margar hverjar eru stútfullar af skemmtilegum frásögnum, vísum og jafnvel heilu listaverkunum. „Þau skrif eru sprottin af áhuga fyrir því að skilja eitthvað eftir, ekki aðeins til að kvitta undir hátíðlegan formála. Það er þetta og akkúrat þetta sem mig langar að ná fram með gestabókinni. Að hún sé staðsett á eldhúsborðinu eða hvar þar sem hún er aðgengileg fyrir vini og vandamenn að skilja eftir eitthvað sem þeim liggur á hjarta. Útgáfan er í það minnsta mín tilraun til þess að veita gestabókinni uppreisn æru, ekki síst hjá ungu fóki sem er að hefja sinn búskap, en það verður ómetanlegt að eiga fullar bækur af skemmtilegheitum og kærleik.“ Bókin Gestabók. Fíkill í skissubækur Kristborg segir að draumar þurfi hvorki að vera stórir, flóknir, dýrir né tímafrekir. „Ég hef alla tíð verið vandaræðalega mikill fíkill í allskonar skissubækur, dagbækur og aðrar slíkar, get varið asnalega miklum tíma í þeim deildum bókabúða. Þrátt fyrir að Gestabókin hafi verið það sem hratt þessu af stað er Draumar er einnig bók sem mig hefur lengi langað að gera.“ Flest fáum við fjölmargar hugmyndir daglega en fæst okkar taka þær lengra og glæða lífi. „Sumar þeirra göngum við með í maganum svo árum skipti án þess þó að gera neitt frekar. Mér þykir afar mikilvægt að taka fram að ég hugsa bókina alls ekki fyrir atriði sem eru nánast ógerleg. Þvert á móti eru draumar alla vegu, stórir, litlir, flóknir, einfaldir, tímafrekir, fljótafgreiddir og allt þar á milli. Suma dreymir um að heimsækja ákveðna staði í heiminum og aðra að stofna fyrirtæki. Einhverja langar að byggja sumarbústað eða læra að spila á harmonikku. Svo eru þeir sem alltaf hafa ætlað sér að skrifa bók, prjóna peysu eða læra ítölsku.“ Fimm ára plan Bókin Draumar er byggð upp á 50 opnum þar sem unnið er með einn draum á hverri þeirra. „Á fyrri síðunni veltum við fyrir okkur hvers vegna draumurinn rataði á síðuna og hvað hafi hindrað framgöngu hans til þessa. Seinni síðan er unnin að verki loknu. Þegar við skrifum markmiðin okkar niður er líklegra að við náum þeim. Með því verða þau okkur sýnileg og því raunverulegri. Persónulega þykir mér áhrifaríkara að handskrifa markmið heldur en að setja þau niður á Word skjal, það á einhver mögnuð tenging og allt fer af stað. Ég er alltaf með dagbókina mína nálægt mér og skrifa niður hugmyndir sem koma til mín, eða set þær í „notes“ í símanum mínum. Ég her reyndar notast við ákveðna skráningaraðferð síðustu mánuði sem hefur nýst mér vel. Ég segi frá henni í bókinni, en ég kalla hana fimm ára planið.“ Kristborg las eitt sinn viðtal við mann sem um hver áramót setti saman 52 atriða lista til að framkvæma á nýju ári. „Atriðin voru eins margvísleg og þau voru mörg; stór, smá, flókin, einföld, skemmtileg og leiðinleg. Listann birti hann á heimasíðu sinni í upphafi hvers árs og gerði þann gamla upp um leið. Eins og gengur voru afköstin misjöfn og það sem ekki náðist að klára fluttist yfir á þann nýja, eða ekki, því það má jú skipta um skoðun. Ég hef haft þetta form bak við eyrað síðan. Vinkona mín sagði mér svo frá „fimm ára planinu“ sem hún gengur út frá og úr þessu tvennu sauð ég útgáfu sem hefur gagnast mér vel.“ View this post on Instagram A post shared by Kristborg Bo el (@boel76) Sum markmiðin flytjast yfir á næsta ár Á hennar eigin lista eru ekki 52 atriði en það er sífellt að bætast meira á hann. Á fimm ára planinu mínu eru þau atriði sem mér er mikilvægast að ná innan þess tíma, allt eitthvað sem mun hafa veruleg áhrif á líf mitt og stefnu. Út frá þeim set ég mér markmið fyrir árið, lista sem ég brýt niður í þrennt; stóra listann, litla listann, tilhlökkunar listann og innkaupa listann. Á stóra listanum eru atriði sem styðja við fimm ára planið og með því að vinna mig í gegnum hann stíg ég skref í rétta átt að langtímamarkmiðunum. Á litla listanum eru atriði sem í flestum tilfellum er bæði auðvelt og fljótlegt að klára. Segja má að hann samanstandi af atriðum sem ég hef ýtt á undan mér af „to-do“ listanum. Á tilhlökkunarlistann rata, eins og nafnið gefur til kynna, allskonar skemmtilegheit sem þó þarf að skipuleggja og taka frá tíma til þess að njóta. Á innkaupalistanum eru svo ýmislegt sem kominn er tími á að kaupa eða endurnýja, annað hvort til heimilisins eða fyrir mig sjálfa. „Árslistinn minn telur ekki 52 atriði, nema þá fyrir tilviljun. Hann er lifandi skjal og tekur sífelldum breytingum. Ég setti mér þó þá reglu að henda ekki út atriðum sem ég hef horfið frá, heldur merkja þau með einhverjum hætti. Einnig þau atriði sem ég lét á reyna en gengu ekki upp.“ Þrátt fyrir einfalda hugmyndafræði hefur listinn bæði veitt mikla ánægju og töluvert aðhald. „Það er bara eitthvað svo gott að hafa allt á einum stað, svo ekki sé talað um fullnægjuna við að haka við að verki loknu. Milli jóla og nýárs ætla ég svo að skapa mér gæðakvöld með sjálfri mér þar sem ég fer yfir árslistann og legg drög að nýju ári. Ég veit að ég hef náð fjölmörgum markmiðum, önnur flytjast yfir á nýtt ár en einhver mega alveg missa sín.“ Síða úr bókinni DraumarKristborg Bóel Just do it! Við fengum Kristborgu til þess að gefa lesendum góð ráð varðandi drauma. „Ef ég ætti að gefa eitt og aðeins eitt ráð, myndi ég alltaf nota slagorð NIKE; Just do it! Þetta er mín uppáhaldssetning og kannski mitt helsta leiðarljós. Draumar rætast en sjaldnast af sjálfu sér, við verðum að taka skrefið og framkvæma,“ segir Kristborg. „Hvað langar þig virkilega að gera? Hvert er þitt bliss? Hvar liggur ástríðan þín? Eltu hjarta þitt. Þú veist innst hvað það er, hver tilgangur þinn er og hvað þú þarft að gera til þess að lifa í sátt við sjálfan þig.“ „Hafðu draumana þína sýnilega. Útbúðu draumaspjald, skrifaðu þá í símann þinn, dagbókina eða settu þá niður á þann hátt sem þér hentar best, bara að þeir séu þér sem aðgengilegastir.“ „Fáðu fólk til liðs við þig. Það er eitt að fá hugmynd en annað að framkvæma hana. Um leið og þú viðrar hugmyndirnar þínar við þá sem þú treystir og telur að geti greitt götu þína með einhverjum hætti eru meiri líkur á því að þú látir slag standa.“ „Hafðu óbilandi trú á eigin ágæti. Í guðanna lifandis bænum ekki láta skoðanir annarra standa í vegi þínum og hvað þá þínar eigin efasemdaraddir sem ætíð hafa hæst.“ „Dreymdu stórt, taktu pláss, Einu sinni varstu lítið barn með stóra drauma þar sem allt var mögulegt. Farðu aftur þangað. Ekki vera hógvær, skrifaðu niður allt sem þig langar að gera, hversu óraunhæft sem þér kann að virðast það. Farðu af stað. Taktu skerfið. Þú kannski dettur eða rennur niður brekku, en þá er ekkert annað að gera en að standa upp og halda áfram. Það er enginn ósigur fólginn í því að gera mistök eða að hlutirnir gangi ekki alltaf upp. Því oftar sem þú dettur og því fleiri „nei“ sem þú færð eflist þrautseigjan og reynslubankinn stækkar.“ Auðvelt að bæta við „Gestabókin kemur í tveimur litum, annars vegar fallegum sveppalit og hins vegar antikbláum. Draumar kemur aðeins í appelsínugulu, lit sem er lýsandi fyrir kraft, hugrekki og þor. Ég hugsaði bækurnar alltaf sem „systur“ þrátt fyrir að innihald þeirra væri ekki líkt – þá er líka svo auðvelt að bæta við í flokkinn seinna.“ Aðspurð um viðbrögðin við bókunum svarar Kristborg: „Ég skammast mín nú aðeins að segja frá því að ég hef bara ekki hugmynd um hvernig salan gengur, en Heiða mín hjá Króníku heldur utan um það allt saman. Þau viðbrögð sem ég hef fengið hafa bara verið mjög jákvæð og margir ætla að lauma þeim með í jólapakkana hjá vinum og ættingjum.“ Úr Gestabókinni. „Það er í það minnsta mín von að Draumar fylli eigandann innblæstri og Gestabókin verði í sífelldri notkun og safni fljótt og vel ómetanlegum minningum.“ Annríkt haust og óskrifað vor Kristborg er núna að vinna að þáttunum True Detective, sem hafa verið í tökum hér á landi eins og fjallað hefur verið um hér á Vísi. „Síðustu ár hef ég að mesta starfað sjálfstætt, bæði að eigin þáttaröðum í sjónvarpi og blaðamennsku fyrir hina ýmsu miðla, en þriðja þáttaröðin mín í samvinnu við Sjónvarp Símans og Saga Film er nú í sýningu og ber hún nafnið Heima. Í sumar réð ég mig svo í risastórt verkefni við framleiðslu þáttanna True Detective. Í því er ég verktaki hjá True North sem þjónustar verkefnið fyrir HBO Max, sem er í eigu Warner Bros. Um er að ræða langstærsta einstaka kvikmyndaverkefni sem unnið hefur verið hérlendis og stendur það fram í apríl 2023. Þetta er allt annars eðlis en það sem ég hef verið að fást við og pínu galið að taka sín fyrstu skref í þessum hluta bransan í verkefni af þessarri stærðargráðu. Þetta haust er því búið að vera frekar annríkt við að reyna að ná áttum í vinnunni auk þess að leggja lokahönd á sjónvarpsseríuna og bækurnar. Hvað tekur við að þessu loknu veit ég ekki.“ Sjálf er hún með nokkra drauma á listanum sínum fyrir komandi misseri. „Mig langar til þess að skrifa leikið sjónvarpsefni og einnig að skapa myndlist af einhverju tagi. Svo hef ég verið með sterka sýn í marga mánuði sem ég hef endalaust velt á undan mér og ekki komið mér í. Mig langar að fara að skrifa minna en tala meira. Mig dreymir um að halda fyrirlestra og styttri námskeið. Stóri draumruinn minn er að tala Tedx og síðar Ted Talk. Á komandi ári ætla ég að gefa þessum pælingum tíma og hver veit hvað gerist því að allt getur gerst.“ Jólin eru ljúfsár Aðspurð út í jólin í ár, viðurkennir Kristborg að henni finnst oft snúið að tala um jólin. „ Ég er jólabarn og fæ alveg fiðrildi í magann en að sama skapi finnst mér þessi tími oft erfiður. Ég veit að einstæðir foreldrar og þeir sem ekki eru með börnunum sínum alla daga vita um hvað ég er að tala.“ View this post on Instagram A post shared by Kristborg Bo el (@boel76) „Í mínu tilfelli skiptum við hátíðinni í tvennt, það foreldri sem á jólahlutann er án barna um áramót og öfugt. Fyrir mér eru áramótin bara eitt gott matarboð en það venst aldrei að vera án barnanna sinna um jól, en í stað tilhlökkunar og gleði verður söknuðurinn aldrei sárari og tómleikatilfinningin sjaldan meiri,“ útskýrir Kristborg. „Í ár er lukkan mín megin og við ætlum að flippa og fara austur á land yfir helgustu dagana, leigjum íbúðina á slikk gegn pössun á kisunni Batmani. Fyrst ég verð nú á æskuslóðum tel ég líklegt að ég nái að halda í mínar uppáhalds hefðir sem hafa töluvert riðlast síðari ár, en það er að borða skötu á Þorláksmessu og rjúpur á aðfangadag.“ Bókaútgáfa Heilsa Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Kristborg gaf út bókina 261 fyrir fjórum árum síðan og vakti hún mikla athygli. Bókin var byggð á persónulegri dagbók hennar eftir sársaukafull sambandsslit. Síðan þá hefur hún unnið í fjölbreyttum verkefnum eins og þáttagerð, meðal annars við True Detective. „Ég segi oft að mitt tiltölulega nýgreinda, en þó algerlega fyrirséða ADHD, sé um leið mín helsta bölvun og blessun. Hvatvísin kemur mér reglulega í klandur, en hefur að sama skapi drifið flesta draumana mína áfram og orðið til þess að ég hef komið mörgum þeirra í verk. Hugurinn minn er mjög hraður og ég er iðulega að springa úr hugmyndum og sköpunarþörf. Oftar en ekki fæ ég hálfgerða eldingu í hausinn upp úr þurru og sé skýrar myndir af því sem mig langar til að láta á reyna. Ef það er eitthvað sem ég upplifi sterkt og hef trú á bíð ég yfirleitt ekki boðanna heldur hendi mér beint í rannsóknarvinnu. Í mörgum tilfellum finn ég líka strax með hverjum ég vil vinna verkefnin ef þau eru þess eðlis,“ segir Kristborg um ástæðu þess að hún fór aftur af stað í bókaútgáfu. „Gestabókin og Draumar eru hugmyndir sem hafa blundað í mér nokkuð lengi en svo var það einn kaldan og dimman morgun í janúar síðastliðnum að þetta bara kom. Þar sem ég beið á ljósum í morgunumferðinni fann ég að ég vildi gefa þær út og það á árinu. Ég hef með árunum lært að hlusta á innsæið mitt og það fyrsta sem kemur upp í huga mér. Ég held ég hafi enn verið á rauðu þegar ég var búin að ákveða að hafa samband við Heiðu Björk Þórbergsdóttur, sem ég þó þekkti akkúrat ekki neitt en rámaði í að hún væri með bókaútgáfuna Króníku. Klukkutíma seinna var ég búin að senda á hana póst og daginn eftir hittumst við og ákváðum að láta slag standa. Við fengum svo Heiðdísi Höllu Bjarnadóttur til liðs við okkur en hún sá um hönnun og umbrot. Níu mánuðum, eða meðgöngulengd síðar, voru bækurnar komnar úr prentun.“ Innblásin af gestabókinni hans afa Þrátt fyrir nýjungar í tækni telur Kristborg að gestabækur eigi alltaf jafn mikilvægan sess. „Gestabækur hafa lifað með íslensku þjóðinni svo lengi sem elstu menn muna. Vissulega voru þær útbreiddari hér áður fyrr og við sem komin eru af léttasta skeiði munum þær líklega flest af okkar æskuheimilum, margar klæddar flöskugrænu, vínrauðu eða dimmbláu leðurlíki og á sumum heimilum voru þær gæruklæddar! Það er bara eitthvað við rithönd fólks sem mér finnst svo fallegt og merkilegt, en að mínu viti er hún stór hluti af persónuleika hvers og eins, ekki síður en röddin. Í dag á rithöndin hins vegar verulega undir högg að sækja, við handskrifum ekkert lengur, jólakortin eru horfin og það þarf ekki einu sinni að bregða fyrir sig penna við undirskrift skjala, það er allt orðið rafrænt.“ Gestabókin sem Kristborg hannaði var innblásin af bók sem hún hefur oft skoðað. „Sú gestabók sem veitti mér innblástur er einmitt, flöskugræna bókin hans afa Odds Stöðvarfirði. Bókina fékk hann í þrítugs afmælisgjöf árið 1966 og var lengi vel aðeins brúkuð í afmælum og öðrum formlegum mannfögnuðum eins og siður var. Í seinni tíð hefur hún hins vegar verið í umferð allt árið um kring. Það var svo fyrir rúmu ári að ég sat í eldhúskróknum hjá afa og blaðaði í gestabókinni hans að fræinu var sáð. Þar sá ég nafnið mitt breytast eftir því sem framar dróg, stafirnir urðu stærri og klunnalegri en samt svo undur fallegir. Einnig sá ég kveðjur og áritun fólks sem horfið er úr þessum heimi, þar á meðal pabba, allt ómetanlegar heimildir liðinna daga.“ Líkt og Kristborg bendir á höfum við flest skoðað og jafnvel skrifað í gestabækur í sumarbústöðum sem margar hverjar eru stútfullar af skemmtilegum frásögnum, vísum og jafnvel heilu listaverkunum. „Þau skrif eru sprottin af áhuga fyrir því að skilja eitthvað eftir, ekki aðeins til að kvitta undir hátíðlegan formála. Það er þetta og akkúrat þetta sem mig langar að ná fram með gestabókinni. Að hún sé staðsett á eldhúsborðinu eða hvar þar sem hún er aðgengileg fyrir vini og vandamenn að skilja eftir eitthvað sem þeim liggur á hjarta. Útgáfan er í það minnsta mín tilraun til þess að veita gestabókinni uppreisn æru, ekki síst hjá ungu fóki sem er að hefja sinn búskap, en það verður ómetanlegt að eiga fullar bækur af skemmtilegheitum og kærleik.“ Bókin Gestabók. Fíkill í skissubækur Kristborg segir að draumar þurfi hvorki að vera stórir, flóknir, dýrir né tímafrekir. „Ég hef alla tíð verið vandaræðalega mikill fíkill í allskonar skissubækur, dagbækur og aðrar slíkar, get varið asnalega miklum tíma í þeim deildum bókabúða. Þrátt fyrir að Gestabókin hafi verið það sem hratt þessu af stað er Draumar er einnig bók sem mig hefur lengi langað að gera.“ Flest fáum við fjölmargar hugmyndir daglega en fæst okkar taka þær lengra og glæða lífi. „Sumar þeirra göngum við með í maganum svo árum skipti án þess þó að gera neitt frekar. Mér þykir afar mikilvægt að taka fram að ég hugsa bókina alls ekki fyrir atriði sem eru nánast ógerleg. Þvert á móti eru draumar alla vegu, stórir, litlir, flóknir, einfaldir, tímafrekir, fljótafgreiddir og allt þar á milli. Suma dreymir um að heimsækja ákveðna staði í heiminum og aðra að stofna fyrirtæki. Einhverja langar að byggja sumarbústað eða læra að spila á harmonikku. Svo eru þeir sem alltaf hafa ætlað sér að skrifa bók, prjóna peysu eða læra ítölsku.“ Fimm ára plan Bókin Draumar er byggð upp á 50 opnum þar sem unnið er með einn draum á hverri þeirra. „Á fyrri síðunni veltum við fyrir okkur hvers vegna draumurinn rataði á síðuna og hvað hafi hindrað framgöngu hans til þessa. Seinni síðan er unnin að verki loknu. Þegar við skrifum markmiðin okkar niður er líklegra að við náum þeim. Með því verða þau okkur sýnileg og því raunverulegri. Persónulega þykir mér áhrifaríkara að handskrifa markmið heldur en að setja þau niður á Word skjal, það á einhver mögnuð tenging og allt fer af stað. Ég er alltaf með dagbókina mína nálægt mér og skrifa niður hugmyndir sem koma til mín, eða set þær í „notes“ í símanum mínum. Ég her reyndar notast við ákveðna skráningaraðferð síðustu mánuði sem hefur nýst mér vel. Ég segi frá henni í bókinni, en ég kalla hana fimm ára planið.“ Kristborg las eitt sinn viðtal við mann sem um hver áramót setti saman 52 atriða lista til að framkvæma á nýju ári. „Atriðin voru eins margvísleg og þau voru mörg; stór, smá, flókin, einföld, skemmtileg og leiðinleg. Listann birti hann á heimasíðu sinni í upphafi hvers árs og gerði þann gamla upp um leið. Eins og gengur voru afköstin misjöfn og það sem ekki náðist að klára fluttist yfir á þann nýja, eða ekki, því það má jú skipta um skoðun. Ég hef haft þetta form bak við eyrað síðan. Vinkona mín sagði mér svo frá „fimm ára planinu“ sem hún gengur út frá og úr þessu tvennu sauð ég útgáfu sem hefur gagnast mér vel.“ View this post on Instagram A post shared by Kristborg Bo el (@boel76) Sum markmiðin flytjast yfir á næsta ár Á hennar eigin lista eru ekki 52 atriði en það er sífellt að bætast meira á hann. Á fimm ára planinu mínu eru þau atriði sem mér er mikilvægast að ná innan þess tíma, allt eitthvað sem mun hafa veruleg áhrif á líf mitt og stefnu. Út frá þeim set ég mér markmið fyrir árið, lista sem ég brýt niður í þrennt; stóra listann, litla listann, tilhlökkunar listann og innkaupa listann. Á stóra listanum eru atriði sem styðja við fimm ára planið og með því að vinna mig í gegnum hann stíg ég skref í rétta átt að langtímamarkmiðunum. Á litla listanum eru atriði sem í flestum tilfellum er bæði auðvelt og fljótlegt að klára. Segja má að hann samanstandi af atriðum sem ég hef ýtt á undan mér af „to-do“ listanum. Á tilhlökkunarlistann rata, eins og nafnið gefur til kynna, allskonar skemmtilegheit sem þó þarf að skipuleggja og taka frá tíma til þess að njóta. Á innkaupalistanum eru svo ýmislegt sem kominn er tími á að kaupa eða endurnýja, annað hvort til heimilisins eða fyrir mig sjálfa. „Árslistinn minn telur ekki 52 atriði, nema þá fyrir tilviljun. Hann er lifandi skjal og tekur sífelldum breytingum. Ég setti mér þó þá reglu að henda ekki út atriðum sem ég hef horfið frá, heldur merkja þau með einhverjum hætti. Einnig þau atriði sem ég lét á reyna en gengu ekki upp.“ Þrátt fyrir einfalda hugmyndafræði hefur listinn bæði veitt mikla ánægju og töluvert aðhald. „Það er bara eitthvað svo gott að hafa allt á einum stað, svo ekki sé talað um fullnægjuna við að haka við að verki loknu. Milli jóla og nýárs ætla ég svo að skapa mér gæðakvöld með sjálfri mér þar sem ég fer yfir árslistann og legg drög að nýju ári. Ég veit að ég hef náð fjölmörgum markmiðum, önnur flytjast yfir á nýtt ár en einhver mega alveg missa sín.“ Síða úr bókinni DraumarKristborg Bóel Just do it! Við fengum Kristborgu til þess að gefa lesendum góð ráð varðandi drauma. „Ef ég ætti að gefa eitt og aðeins eitt ráð, myndi ég alltaf nota slagorð NIKE; Just do it! Þetta er mín uppáhaldssetning og kannski mitt helsta leiðarljós. Draumar rætast en sjaldnast af sjálfu sér, við verðum að taka skrefið og framkvæma,“ segir Kristborg. „Hvað langar þig virkilega að gera? Hvert er þitt bliss? Hvar liggur ástríðan þín? Eltu hjarta þitt. Þú veist innst hvað það er, hver tilgangur þinn er og hvað þú þarft að gera til þess að lifa í sátt við sjálfan þig.“ „Hafðu draumana þína sýnilega. Útbúðu draumaspjald, skrifaðu þá í símann þinn, dagbókina eða settu þá niður á þann hátt sem þér hentar best, bara að þeir séu þér sem aðgengilegastir.“ „Fáðu fólk til liðs við þig. Það er eitt að fá hugmynd en annað að framkvæma hana. Um leið og þú viðrar hugmyndirnar þínar við þá sem þú treystir og telur að geti greitt götu þína með einhverjum hætti eru meiri líkur á því að þú látir slag standa.“ „Hafðu óbilandi trú á eigin ágæti. Í guðanna lifandis bænum ekki láta skoðanir annarra standa í vegi þínum og hvað þá þínar eigin efasemdaraddir sem ætíð hafa hæst.“ „Dreymdu stórt, taktu pláss, Einu sinni varstu lítið barn með stóra drauma þar sem allt var mögulegt. Farðu aftur þangað. Ekki vera hógvær, skrifaðu niður allt sem þig langar að gera, hversu óraunhæft sem þér kann að virðast það. Farðu af stað. Taktu skerfið. Þú kannski dettur eða rennur niður brekku, en þá er ekkert annað að gera en að standa upp og halda áfram. Það er enginn ósigur fólginn í því að gera mistök eða að hlutirnir gangi ekki alltaf upp. Því oftar sem þú dettur og því fleiri „nei“ sem þú færð eflist þrautseigjan og reynslubankinn stækkar.“ Auðvelt að bæta við „Gestabókin kemur í tveimur litum, annars vegar fallegum sveppalit og hins vegar antikbláum. Draumar kemur aðeins í appelsínugulu, lit sem er lýsandi fyrir kraft, hugrekki og þor. Ég hugsaði bækurnar alltaf sem „systur“ þrátt fyrir að innihald þeirra væri ekki líkt – þá er líka svo auðvelt að bæta við í flokkinn seinna.“ Aðspurð um viðbrögðin við bókunum svarar Kristborg: „Ég skammast mín nú aðeins að segja frá því að ég hef bara ekki hugmynd um hvernig salan gengur, en Heiða mín hjá Króníku heldur utan um það allt saman. Þau viðbrögð sem ég hef fengið hafa bara verið mjög jákvæð og margir ætla að lauma þeim með í jólapakkana hjá vinum og ættingjum.“ Úr Gestabókinni. „Það er í það minnsta mín von að Draumar fylli eigandann innblæstri og Gestabókin verði í sífelldri notkun og safni fljótt og vel ómetanlegum minningum.“ Annríkt haust og óskrifað vor Kristborg er núna að vinna að þáttunum True Detective, sem hafa verið í tökum hér á landi eins og fjallað hefur verið um hér á Vísi. „Síðustu ár hef ég að mesta starfað sjálfstætt, bæði að eigin þáttaröðum í sjónvarpi og blaðamennsku fyrir hina ýmsu miðla, en þriðja þáttaröðin mín í samvinnu við Sjónvarp Símans og Saga Film er nú í sýningu og ber hún nafnið Heima. Í sumar réð ég mig svo í risastórt verkefni við framleiðslu þáttanna True Detective. Í því er ég verktaki hjá True North sem þjónustar verkefnið fyrir HBO Max, sem er í eigu Warner Bros. Um er að ræða langstærsta einstaka kvikmyndaverkefni sem unnið hefur verið hérlendis og stendur það fram í apríl 2023. Þetta er allt annars eðlis en það sem ég hef verið að fást við og pínu galið að taka sín fyrstu skref í þessum hluta bransan í verkefni af þessarri stærðargráðu. Þetta haust er því búið að vera frekar annríkt við að reyna að ná áttum í vinnunni auk þess að leggja lokahönd á sjónvarpsseríuna og bækurnar. Hvað tekur við að þessu loknu veit ég ekki.“ Sjálf er hún með nokkra drauma á listanum sínum fyrir komandi misseri. „Mig langar til þess að skrifa leikið sjónvarpsefni og einnig að skapa myndlist af einhverju tagi. Svo hef ég verið með sterka sýn í marga mánuði sem ég hef endalaust velt á undan mér og ekki komið mér í. Mig langar að fara að skrifa minna en tala meira. Mig dreymir um að halda fyrirlestra og styttri námskeið. Stóri draumruinn minn er að tala Tedx og síðar Ted Talk. Á komandi ári ætla ég að gefa þessum pælingum tíma og hver veit hvað gerist því að allt getur gerst.“ Jólin eru ljúfsár Aðspurð út í jólin í ár, viðurkennir Kristborg að henni finnst oft snúið að tala um jólin. „ Ég er jólabarn og fæ alveg fiðrildi í magann en að sama skapi finnst mér þessi tími oft erfiður. Ég veit að einstæðir foreldrar og þeir sem ekki eru með börnunum sínum alla daga vita um hvað ég er að tala.“ View this post on Instagram A post shared by Kristborg Bo el (@boel76) „Í mínu tilfelli skiptum við hátíðinni í tvennt, það foreldri sem á jólahlutann er án barna um áramót og öfugt. Fyrir mér eru áramótin bara eitt gott matarboð en það venst aldrei að vera án barnanna sinna um jól, en í stað tilhlökkunar og gleði verður söknuðurinn aldrei sárari og tómleikatilfinningin sjaldan meiri,“ útskýrir Kristborg. „Í ár er lukkan mín megin og við ætlum að flippa og fara austur á land yfir helgustu dagana, leigjum íbúðina á slikk gegn pössun á kisunni Batmani. Fyrst ég verð nú á æskuslóðum tel ég líklegt að ég nái að halda í mínar uppáhalds hefðir sem hafa töluvert riðlast síðari ár, en það er að borða skötu á Þorláksmessu og rjúpur á aðfangadag.“
Bókaútgáfa Heilsa Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira