Konan sem neitar að vera forsetafrú Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 11. desember 2022 15:01 Gabriel Boric, forseti Chile og sambýliskona hans, Irina Karamanos við embættistöku Boric þ. 11. mars sl. Getty/Marcelo Hernandez Eiginkona forseta Chile hefur ákveðið að reka sjálfa sig sem forsetafrú landsins. Hún segir að aðrir geti sinnt skyldum forsetafrúarinnar, hún hafi nóg annað við tímann að gera. Gabriel Boric var kjörinn forseti Chile í byrjun árs og tók við embætti í mars. Hann er 36 ára og kærastan hans, Irina Karamanos, er 33ja ára. Hún er mannfræðingur og feminísti og hefur frá upphafi sett spurningamerki við það að hún gegni því hlutverki að vera forsetafrú landsins. Fær engin laun fyrir að sinna margvíslegum skyldum Skyldur forsetafrúarinnar, hefðum og venjum samkvæmt, felast í því að stjórna sex sjóðum, hafa umsjón með ýmiskonar góðgerðarstarfi, vísindasafni og eitt og annað smálegt. Auk þess er, eins og víða annars staðar, hefð fyrir því að forsetafrúin fylgi manni sínum í opinberar heimsóknir. Og eins og víða annars staðar þá er þetta ólaunuð staða. Kvenréttindasamtök gagnrýna Irinu Kvenréttindasamtök í Chile gagnrýndu Irinu fyrir að ætla að ganga inn í hefðina og verða hin hefðbundna forsetafrú. Og nú hefur Irina Karamanos sagt, hingað og ekki lengra, það geti aðrir sinnt þessu, hún hafi margt þarfara við tíma sinn að gera. Forsetinn hefur lent í óvæntum mótbyr á sínu fyrsta ári í embætti. Mikill órói hefur verið í Chile undanfarin misseri. Fyrir tveimur árum samþykkti þjóðin í atkvæðagreiðslu að láta endurskoða og endursemja stjórnarskrá landsins. Gabriel Boric var í raun kjörinn forseti á grundvelli loforða um að með nýrri stjórnarskrá skyldi hann ryðja brautina að jafnara og réttlátara samfélagi þar sem allir hefðu aðgengi að menntun og heilbrigðisþjónustu. Með öðrum orðum velferðarsamfélag eins og þekkist víða á Norðurlöndum. Þjóðin hafnaði nýrri stjórnarskrá Það kom því eins og blaut tuska í andlitið á forsetanum þegar þjóðin hafnaði nýju stjórnarskránni í september síðastliðnum, með 62 prósentum atkvæða. Hann segist ætla að vinna ótrauður áfram að breytingum á samfélaginu, ljóst sé að vilji sé til þess, það voru jú 80% landsmanna sem sögðu fyrir tveimur árum að þau vildu nýja stjórnarskrá, þessi sem var boðin fram í haust var hins vegar heldur róttæk fyrir allan þorra landsmanna. Boric þarf hins vegar að tækla þá vinnu án Irinu sér við hlið, hún er farin til annarra starfa, starfa á sviði sinnar sérgreinar og áhugamála, mannfræðirannsókna og kvenréttinda. Chile Tengdar fréttir Sílemenn hafna nýrri stjórnarskrá Sílabúar kusu í gær gegn stjórnarskrárbreytingum sem forseti landsins hafði reynt að ná í gegn. Þeir sem kusu gegn breytingunum segja nýju stjórnarskránna vera of róttæka en alls greiddu 62 prósent kjósenda gegn breytingunum. 5. september 2022 09:15 35 ára vinstrimaður nýr forseti Chile Vinstrimaðurinn Gabriel Boric vann sigur í annarri umferð forsetakosninganna í Chile sem fram fór í gær. Hann hafði þar betur gegn hægriöfgamanninum José Antonio Kast. 20. desember 2021 07:45 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Gabriel Boric var kjörinn forseti Chile í byrjun árs og tók við embætti í mars. Hann er 36 ára og kærastan hans, Irina Karamanos, er 33ja ára. Hún er mannfræðingur og feminísti og hefur frá upphafi sett spurningamerki við það að hún gegni því hlutverki að vera forsetafrú landsins. Fær engin laun fyrir að sinna margvíslegum skyldum Skyldur forsetafrúarinnar, hefðum og venjum samkvæmt, felast í því að stjórna sex sjóðum, hafa umsjón með ýmiskonar góðgerðarstarfi, vísindasafni og eitt og annað smálegt. Auk þess er, eins og víða annars staðar, hefð fyrir því að forsetafrúin fylgi manni sínum í opinberar heimsóknir. Og eins og víða annars staðar þá er þetta ólaunuð staða. Kvenréttindasamtök gagnrýna Irinu Kvenréttindasamtök í Chile gagnrýndu Irinu fyrir að ætla að ganga inn í hefðina og verða hin hefðbundna forsetafrú. Og nú hefur Irina Karamanos sagt, hingað og ekki lengra, það geti aðrir sinnt þessu, hún hafi margt þarfara við tíma sinn að gera. Forsetinn hefur lent í óvæntum mótbyr á sínu fyrsta ári í embætti. Mikill órói hefur verið í Chile undanfarin misseri. Fyrir tveimur árum samþykkti þjóðin í atkvæðagreiðslu að láta endurskoða og endursemja stjórnarskrá landsins. Gabriel Boric var í raun kjörinn forseti á grundvelli loforða um að með nýrri stjórnarskrá skyldi hann ryðja brautina að jafnara og réttlátara samfélagi þar sem allir hefðu aðgengi að menntun og heilbrigðisþjónustu. Með öðrum orðum velferðarsamfélag eins og þekkist víða á Norðurlöndum. Þjóðin hafnaði nýrri stjórnarskrá Það kom því eins og blaut tuska í andlitið á forsetanum þegar þjóðin hafnaði nýju stjórnarskránni í september síðastliðnum, með 62 prósentum atkvæða. Hann segist ætla að vinna ótrauður áfram að breytingum á samfélaginu, ljóst sé að vilji sé til þess, það voru jú 80% landsmanna sem sögðu fyrir tveimur árum að þau vildu nýja stjórnarskrá, þessi sem var boðin fram í haust var hins vegar heldur róttæk fyrir allan þorra landsmanna. Boric þarf hins vegar að tækla þá vinnu án Irinu sér við hlið, hún er farin til annarra starfa, starfa á sviði sinnar sérgreinar og áhugamála, mannfræðirannsókna og kvenréttinda.
Chile Tengdar fréttir Sílemenn hafna nýrri stjórnarskrá Sílabúar kusu í gær gegn stjórnarskrárbreytingum sem forseti landsins hafði reynt að ná í gegn. Þeir sem kusu gegn breytingunum segja nýju stjórnarskránna vera of róttæka en alls greiddu 62 prósent kjósenda gegn breytingunum. 5. september 2022 09:15 35 ára vinstrimaður nýr forseti Chile Vinstrimaðurinn Gabriel Boric vann sigur í annarri umferð forsetakosninganna í Chile sem fram fór í gær. Hann hafði þar betur gegn hægriöfgamanninum José Antonio Kast. 20. desember 2021 07:45 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Sílemenn hafna nýrri stjórnarskrá Sílabúar kusu í gær gegn stjórnarskrárbreytingum sem forseti landsins hafði reynt að ná í gegn. Þeir sem kusu gegn breytingunum segja nýju stjórnarskránna vera of róttæka en alls greiddu 62 prósent kjósenda gegn breytingunum. 5. september 2022 09:15
35 ára vinstrimaður nýr forseti Chile Vinstrimaðurinn Gabriel Boric vann sigur í annarri umferð forsetakosninganna í Chile sem fram fór í gær. Hann hafði þar betur gegn hægriöfgamanninum José Antonio Kast. 20. desember 2021 07:45